Staða mála á Íslandi virðist ótrúlega snúin samkvæmt greiningu Seðlabanka

Eins og margir ættu að hafa tekið eftir komu, Peningamál 2014/1, út í dag. Það er ekki svo að sú lýsing komi mér í opna skjöldu. Ég vissi að málin eru afskaplega snúin.

En þ.e. áhugavert að sjá þá lýsingu samt sem áður.

Greiðslubyrði erlendra lána og greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins: Greiðslubyrði erlendra lána þjóðarbúsins er þung og uppgreiðsla á erlendum skuldum innlendra aðila verður hröð á næstu árum. Samhliða því þurfa ríkissjóður og Seðlabankinn að endurfjármagna hluta af útistandandi skuldum til að nægjanlegur gjaldeyrisforði sé til staðar, sem er ein af forsendum þess að losun fjármagnshafta verði trúverðug.

Þetta ætti að vera ágætlega skiljanlegt, ef skuldastaða ríkissjóðs er ekki trúverðug - þá augljóslega getur staða gjaldmiðilsins vart heldur öðlast trúverðugleika. Að endurreisa trúverðuga skuldastöðu ríkissjóðs, er eitt af lykilatriðum þegar kemur að losun hafta.

Fyrir utan skuldir ríkissjóðs og Seðlabankans vegur skulda - bréf milli Landsbankans og LBI þyngst en endurgreiðslur af þeim ná fullum þunga á árinu 2015. Samkvæmt yfirlýsingu Landsbankans mun bankinn þurfa á endurfjármögnun að halda áður en kemur að gjald - dögum skuldabréfanna árið 2016 en sama ár er um 115 ma.kr. erlend skuld ríkissjóðs vegna gjaldeyrisforðans á gjalddaga.

Landsbanki virðist skv. þessu vera "ógjaldfær" nánast, þetta er þó staða sem legið hefur fyrir lengi. Eða alla tíð síðan að Steingrímur J. samdi um þetta lán - sem var greiðsla fyrir lánapakka sem færður var úr þrotabúi Landsbanka HF yfir í hinn nýja Landsbanka HF. 

Miðað við upplýsingar sem Seðlabankinn hefur haldið á lofti varðandi þessa skuld, virðast mistök hafa verið gerð - þegar samið var um greiðsluskilmála á því láni.

Innlendir aðilar, þar með talinn Landsbankinn, hafa í nokkrum mæli safnað fyrir afborgunum næstu ára eða munu mæta þeim með sölu erlendra eigna. Að teknu tilliti til þess, auk varfærins mats á væntri endurfjármögnun, eru ófjármagnaðar afborganir fram til ársins 2018 um 550 ma.kr. eða sem nemur allt að 5,0% af lands - framleiðslu á ári.

Þetta er heldur ekki nýtt, hefur legið lengi fyrir. Ég velti fyrir mér í ljósi þess að gengi krónu hefur hækkað um rúm 11% sl. eitt og hálft ár - - af hverju þeirri gengishækkun var leyft að ganga fram?

En það er gríðarlega mikilvægt að viðskiptajöfnuðurinn sé "jákvæður" um nægilega hátt hlutfall, til þess að landið verði ekki "greiðsluþrota" hugsanlega.

Ég veit að neysla mun aukast, þar með mældur hagvöxtur og skatttekjur ríkisins - við það minnkar hallarekstur a.m.k. til skamms tíma á ríkinu.

En ef það þíðir, að ekki verði nægur gjaldeyrir fyrir framtíðar afborgunum, mun ríkinu refsast og það harkalega á allra næstu árum.

Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 jákvæður um 82 ma.kr. eða 4,6% af landsframleiðslu. Spá Seðlabankans bendir hins vegar til þess að viðskiptajöfnuðurinn verði óhagstæðari á næstu árum og snúist fljótlega í halla, m.a. vegna lækkunar húsnæðisskulda. Samkvæmt spá bankans mun inn - flutningur aukast í kjölfar skuldalækkunarinnar og viðskiptajöfnuður versna vegna þessa um sem nemur 1% af landsframleiðslu á ári sem jafngildir um 100 ma.kr. á næstu fimm árum. 4 Ef hins vegar er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður verði á næstu árum jafn meðaltali síðustu þriggja ára, þ.e.a.s. 3,5% af landsframleiðslu, eru afborganir erlendra lána um 100 ma.kr. umfram viðskiptaafgang á árunum 2014 til 2018.

Ef gengið hefði ekki hækkað - - en það eru höft og það á að vera unnt að stýra genginu. Þá hefði viðskiptajöfnuðurinn haft stærri afgang, það hefði verið því mögulegt að láta Seðlabankann safna hraðar upp gjaldeyrisforða.

Þó tæknilega sé unnt að greiða lán með því að slá ný - þá er ekki öruggt að þau verði hagstæðari en þau sem þá eru greidd upp, jafnvel ekki öruggt að þau verði eins hagstæð.

Það sé verið að taka "óþarfa" og líklega "óskynsama" áhættu - að láta gengið hækka í takt við hækkandi gjaldeyristekjur.

Skynsamara hefði verið að notfæra sér aukningu gjaldeyristekna, til þess að byggja hraðar upp eignasjóð Seðlabanka.

Nauðsynlegt er að viðhalda myndarlegum afgangi af utanríkisvið - skiptum á næstu árum til þess að standa undir þungri greiðslubyrði. Til að ná því markmiði þarf þjóðhagslegur sparnaður að vera svipaður og á síðasta ári og aukast síðan samfara aukinni fjárfestingu. Auk þess þarf að lengja í erlendri fjármögnun innlendra aðila og vegur skuld Landsbankans við LBI þar þyngst. Slíkar aðgerðir myndu draga verulega úr áhættu tengdri greiðslujöfnuði þjóðarbúsins og liðka fyrir losun fjármagnshafta.

Þetta er algert lykilatriði - það má ekki taka óþarfa áhættu með greiðslustöðu þjóðarbúsins, þegar hún er bersýnilega svo tæp.

Núverandi afborgunarferill erlendra lána þjóðarbúsins veitir að öðru óbreyttu ekkert svigrúm fyrir annað útflæði, svo sem því sem tengist nauðasamningum föllnu bankanna, skammtímakrónueignum erlendra aðila eða losun fjármagnshafta nema annað fjárstreymi komi á móti.

Ef staðan er gerð þannig þrengri en hún þarf að vera, þá einnig flækir það fyrir og líklega tefur - losun hafta.

Betra aðgengi innlendra aðila að erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum er forsenda stöðugleika á komandi árum. Þungur afborgunarferill á erlendum lánum er ein helsta áhættan í fjár - málakerfinu í tengslum við losun hafta.

Það þarf vart að nefna, að hröð upphleðsla eignasjóðs í Seðlabanka, mundi skapa bætt traust á stöðu landsins gagnvart erlendri skuldastöðu þess, og þannig - stuðla að hagstæðari lánskjörum.

Þegar menn íhuga að endurfjármagna lán.

Uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð Eignir Glitnis, Kaupþings og LBI eru nú metnar á um eina og hálfa landsframleiðslu, þar af eru innlendar eignir um 38% en hlutfall inn - lendra krafna er einungis tæplega 6%. Að öðru óbreyttu mun tæplega hálf landsframleiðsla af innlendum eignum koma í hlut erlendra kröfu hafa.

Þetta er ekkert smáræði - 50% af þjóðarframleiðslu, af fé - sem kröfuhafar hafa rétt á að fá. Og þ.e. ekki til fjármagn til þess að losa það fé.

Þetta er "gordíons"-hnútur sem þarf lausnar við:

  1. Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins veitir ekki svigrúm fyrir útflæði krónueigna búanna og hindra verður fyrirsjáanlegt ójafnvægi í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins af útgreiðslum þeirra með því að draga úr vægi innlendra eigna í eignasöfnum þeirra.
  2. Engar ákvarðanir liggja fyrir um framhald slitameðferðar búanna.
  3. Mikilvægt er að slitameðferðin hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslu jöfnuð þjóðarbúsins og að slit búanna raski hvorki stöðugleika í bráð né lengd.
  4. Að loknum slitum þarf aðgengi innlendra aðila að erlendum lánamörkuðum að vera til staðar á viðráðanlegum kjörum, en það er forsenda langtímalausnar greiðslujafnaðarvandans.

Það versta við þetta er að forsendurnar virðast vart vera samræmanlegar - þ.e. útiloka hverja aðra.

 

Niðurstaða

Mér virðist að Íslendingar séu ekki að standa sig nægilega vel í aðhaldi. Það er ljóst af tölum er sína að framreiknað er gjaldeyrisforði ekki "nægur" fyrir útistandandi framtíðar afborgunum. Ísland hefði ekki átt að láta gengið hækka um 11% rúm sl. rúmt ár. Þess í stað hefði átt að halda genginu föstu - og frekar láta það fé renna inn í sjóði Seðlabanka. Enda í ljósi þess hver staðan er - getur það ekki annað en styrkt stöðu landsins. Að safna sem örast upp gjaldeyrisforða.

Það bætir stöðuna að öllu leiti, þ.e. samningsstöðu gagnvart kröfuhöfum - traust gagnvart erlendum fjármálastofnunum sem meta framtíðar greiðslugetu landsins og þannig stuðlar að lægri framtíðar vöxtum - og ekki síst flýtir fyrir lækkun skulda sem einnig eflir traust.

Það eru því augljós mistök "tel ég" að hafa látið þessa gengishækkun ganga fram.

------------------------------

Ps: Fyrir áhugasama bendi ég á eftirfarandi greiningu AGS á fjármálalegum stöðugleika helstu landa heims: FISCAL MONITOR April 2014

 

Kv.


Bloggfærslur 9. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband