Fulltrúi ÖSE sem ræddi við andstæðinga stjórnvalda Úkraínu í A-Úkraínu, sagði einungis að skipst hefði verið að skoðunum

Ég átti ekki von á að sendimaður Öryggis og Samstarfsstofnunar Evrópu, mundi ná fram tilætluðum árangri með sendiför sinni á Páskadag, þ.e. að sannfæra "aðgerðasinna" í Donetsk og Luhansk héruðum, að hætta aðgerðum sínum - skila vopnum - yfirgefa opinberar byggingar o.s.frv. En aðgerðasinnar í Luhansk hafa víst líst yfir stofnun sjálfstæðs Alþýðulýðveldis, þó sennilega meini þeir það ekki í sama skilningi og "svokölluð kommúnistaríki fyrri tíma er ávallt voru titluð "alþýðulýðveldi" a.m.k. opinberlega. Eins og fram kom í fréttum, var skotbardagi snemma morgunn á páskadag við Slaviansk í A-Úkraínu. 3 sagðir hafa fallið - og að sjálfsögðu kenna deiluaðilar hvorum öðrum um, sem er venja í slíkum deilum þegar allt er á suðupunkti. En a.m.k. ekki enn hafið eiginlegt "stríð."

Ég að sjálfsögðu hvet fólk til að taka öllum fréttum um slíka hluti með fyrirvara - þ.e. fullyrðingum hvors deiluaðila, þ.s. hinum er kennt um og viðhaft mjög harkalegt orðalag, og fordæming.

Við slíkar aðstæður þegar taugar eru þandar, tortryggnin er í algleyming, eru æsingar þ.s. maður á að vænta, viðbrögð vanalega ekki yfirveguð - - engin leið að vita hver sannleikur máls er.

En í slíkum deilum, eru frásagnir vanalega ákaflega "partisan" - það þarf ekki að vera menn ljúgi vísvitandi, þó slíkt sé ekki sjaldgæft við slíkar aðstæður, en gróusögur og ýkjur sérstaklega af neikvæða taginu þegar beint er að hinum aðilanum, verða gjarnan þættir sem trúnaður er lagður á - burtséð frá raunverulegum sannleika að baki.

Við slíkar aðstæður trúa menn gjarnan í fyllstu einlægni, margvíslegum raunverulegum þvættingi, um mótaðilann. Eins og ég sagði, þarf ekki að vera vísvitandi lýgi þó frásögn sé ekki sönn nema að einhverjum litlum hluta, en sannleikskorn getur verið upp blásið.

Eins og sagt er - sannleikurinn er gjarnan fyrsta fórnarlambið.

Ukraine peace deal falters as rebels show no sign of surrender

Deadly gun attack in eastern Ukraine shakes fragile Geneva accord

Russia steps up rhetoric on possible intervention

Russia, U.S. Trade Charges of Violating Ukraine Deal

  • Ummæli utanríkisráðherra Rússlands á mánudag vekja nokkurn ugg!

Sergei Lavrov - “There are more and more calls to Russia for rescue from this lawlessness,” - “That puts us in an extremely complicated situation. Those who are deliberately trying to trigger a civil war, obviously hoping to provoke a big, serious, bloody conflict, are engaging in a criminal policy. And we will not only condemn but also stop it.”

  • En það getur vel verið að ráðandi aðilar meðal aðgerðasinna í A-Úkraínu, vilji fá rússn. herinn inn í sín héröð. Þ.e. ekki útilokað að sannleikur sé að baki þessu tali herra Lavrov. Þó það geti einnig vel verið ósatt.

Ég á samt sem áður ekki von á því að Pútín sendi herinn inn - - hlutverk hans á landamærunum við Úkraínu.

Sé "intimidation" þ.e. gagnvart stjórnvöldum Úkraínu, tryggja að þau þori ekki að beita hernum - þó aðgerðir þeirra í sl. viku hafi runnið út í sandinn, endað í niðurlægingu. Þá eiga þau nokkur þúsund hermenn með skriðdreka, og herþotur.

En slíkar aðgerðir væru líklega "casus belli" fyrir Rússa, en það henti Rússum líklega - - að Luhansk og Donetsk héröð, séu komin undir stjórn "aðgerðasinna" sem virðast vera rússneskumælandi íbúar á þeim svæðum, a.m.k. í Donetsk hefur verið lýst yfir að til standi að halda almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa af hálfu þess aðila, sem segist yfir því sem hann titlar "Alþýðulýðveldi Donetsk."

  • Tæknilega geta þau lýst yfir sjálfstæði, og sennilega úr þessu er fátt sem stjórnvöld í Kíev geta gert, nema að hugsanlega - - að gefa heilmikið eftir, áður en héröðin 2 hafa sagt bless.
  • En miðað við tal setts forsætisráðherra allra síðustu daga, þá standi þeim héröðum til boða, verulega aukið "sjálfræði" - sennilega. Þetta nefndi hann þó ekki fyrr en aðgerðasinnar voru búnir að ná öllum völdum þar. Núna, getur slíkt tilboð verið þegar orðið um seinan.
  • Vandamál þeirra héraða væri að sjálfsögðu, að enginn mundi viðurkenna sjálfsætt "Luhansk" og "Donetsk" nema kannski Rússland, og Hvíta-Rússland. Tilvist þeirra væri því algerlega háð "góðvilja" stjórnvalda í Moskvu. Svo að þau mundu þá enda sem nokkurs konar "protectorates."
  • Ef Rússland tekur þá afstöðu, að taktískt séð snjallara, sé að viðhalda slíku millibilsástandi, í stað þess að fara leiðina sem farin var með Krímskaga, að innlima hann formlega.
  • Slíkur taktískur leikur, væri þá væntanlega af hálfu Pútín, til þess gerður að veikja samstöðu Vesturlanda, en líkur eru sterkar á því að almennar atkvæðagreiðslur í þeim héröðum, mundu um þessar mundir skila meirihluta íbúa með yfirlýsingum um sjálfstæði. 
  • En ef Pútin sendir ekki "herinn inn" og "samþykkir ekki að þau sameinist Rússlandi" en þess í stað "einungis viðurkennir þau sem sjálfstæð."

Þá gæti það flækt sérstaklega innan Evrópu, fyrir því að það myndist samstaða um verulega hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

En Pútín er örugglega til í að bíða nokkurn tíma, kannski 2. - 3. ár, t.d. Meðan að aðstæður gerjast frekar. Ef t.d. óöld væri hafin víðar í S-Úkraínu. Gæti verið að sjálfstæðisyfirlýsing Luhansk og Donetsk væri nánast gleymd. Í því fári sem þá væri komið. Og Pútín gæti samþykkt innlimun þeirra héraða, án þess að það vekti umtalsverð viðbrögð.

Ég er því a.m.k. að hluta sammála þessari grein: Putin playing the long game over Russian kin in Ukraine. Pútín sé alveg örugglega til í að auðsýna "taktíska þolinmæði."

Ef það skilar því að gagnaðgerðir Vesturvelda, lágmarkast.

Pútín sé að leita eftir því, að fá fram sem "mest" gegn sem minnstum "tilkostnaði."

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss um að Pútín er mjög kaldur og rólegur þegar hann vegur og metur stöðuna. Nýlega talaði Pútín um söguleg mistök sem átt hefðu sér stað á 3. áratug 20. aldar, þegar Stalín færði nokkur héröð undir Úkraínu - sem þá var hérað í Sovétríkjunum. Þarna er verið að vísa til Donetsk og Luhansk, og einhverra frekari svæða. Þetta auðvitað skaut rótum undir grun margra, að Pútín ætli að færa þessu svæði aftur inn í Rússland.

Á hinn bóginn, þá flækir það töluvert málið - - að a.m.k. rússn.mælandi íbúahluti SA-héraða Úkraínu, virðist líta meir til Rússlands en stjórnvalda í Kíev. Kannski ekki undarlegt þ.s. þetta var hluti af sama ríkinu, til 1991. Á hinn bóginn, þegar Luhansk og Donetsk héruðum sleppir.

Þá eru rússn.mælandi alls staðar í "minnihluta" þó þeir séu í nokkrum héröðum "fjölmennur minnihluti."

Hættan er því augljóslega á því, að áhugi rússn.mælandi aðgerðasinna, ef sá breiðist út fyrir Donetsk og Luhansk héröð, þá skapist við það - átök við úkraínskumælandi íbúa meirihluta þeirra héraða. Eða með öðrum orðum, borgarastríð.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 846633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband