Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn andstæðingum sínum í Luhans og Donetsk virðast í mýflugulíki

Að "crackdown" sé hafið, hefur verið blásið fremur út af stjórnvöldum í Kíev, það hefur verið fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims. En þegar ég rýni í pressuna, ber frásagnir saman, fæ ég ekki betur séð að þær aðgerðir, séu afskaplega í reynd "smáar í sniðum" og því lítt fallnar til þess að skelfa andstæðinga stjórnvalda í þeim héröðum Úkraínu, þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta.

Ukraine launches 'gradual' operation, action limited

Clash Erupts at Military Airport in Eastern Ukraine

Það hafa borist óljósar fréttir af lest brynvarinna farartækja, með 2-3 skriðdreka fremsta í flokki, en annars liðsflutningafarartæki. Sem lagði af stað á sunnudag. En fátt hefur borist af fréttum af för þeirrar liðssveitar síðan - - nema að það bárust óljósar fréttir af því að hún hefði mætt vegatálma.

Þetta sá ég sl. mánudag, á þriðjudag berast engar frekari fréttir af þessari lest farartækja. Svo ég verð að álykta. Að hún sé föst við þennan "vegatálma" og þannig standi mál hvað þá liðssveit varðar.

En á þriðjudag, var fjallað um það með umtalsverðu "fanfare" að herflugvöllur í grennd við borgina Kramatorsk hefði verið, eins og það var orðað af hálfu stjórnvalda í Kíev, frelsaður.

Skv. frásögn "Reuters" sem mér virðist mest trúverðug, þá var fámennum herflokki lent þar á tveim liðsflutningsþyrlum.

Sá herflokkur virðist hafa tekið sér stöðu á flugvallarsvæðinu, síðan urðu einhverjir pústrar við "innganginn" þar sem ekið er inn á svæðið, en þar var víst til staðar "vegatálmi" mannaður stjórnarandstæðingum.

  • Það fara nokkrar mismunandi sögur af þeim pústrum.
  1. Skv. RIA-Novosti létu 4 lífið og tveir slösuðust.
  2. Frásögn yfirvalda er sú, að völlurinn hafi verið tekinn án nokkurs manntjóns eða líkamsmeiðinga.
  3. Skv. WSJ slösuðust 3.
  4. Skv. Reuters, þá voru einhver hundruð óbreyttra borgara við vegatálma við flugvöllinn, og það urðu pústrar og deilur milli þeirra og hermannanna, en undir kvöldið hafi þeir leitað inn í byggingarnar á flugvellinum. Skv. þeirri frásögn var ekkert manntjón. Vegatálminn sé enn mannaður mótmælendum, hermennirnir hafi ekki komist út fyrir flugvallarsvæðið.

Auk þessa, virðist að þyrlur hafi verið notaðar til að flytja fámenna herflokka til valdra staða á svæðinu, væntanlega vegna vegatálma mannaða af stjórnarandstæðingum.

  • Það virðist a.m.k. ekki augljóst, að það hafi orðið mannfall.

Aðgerðirnar virðast bera því vitni, að menn eru logandi hræddir við "mannfall" - leitast í lengstu lög við að forðast slíkt. Um það getur ekki síst ráðið, vitneskjan um tugi þúsunda rússn. hermanna sem bíða gráir fyrir járnum nærri landamærunum við Úkraínu.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að aðgerðir stjórnvalda í Kiev, verði stærri að umfangi á miðvikudag, en þær voru á þriðjudag. En a.m.k. fram að þessu, sé ég fátt í þeim sem líklegt sé að skefla andstæðinga stjórnvalda á þeim svæðum þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta, en á þeim svæðum hefur andóf verið mest áberandi. Ef aðgerðir Kíev stjórnarinnar, ná ekki því umfangi að stjórnvöld nái stjórn á atburðarásinni, þá geta mál alveg æxlast með þeim hætti. Að Donetsk og Luhansk héröðin yfirgefi Úkraínu.

Á hinn bóginn, gæti verið skynsamt af hinni þjóðernissinnuðu stjórn. Að íhuga tilboð Pútins af fullri alvöru, þ.e. um stórfellt aukið sjálfræði einstakra svæða. Þ.e. að tekið verði upp "fylkja" fyrirkomulag í landinu. Og auðvitað að landið, samþykki að ganga aldrei í NATO.

Væri það virkilega óásættanlegt, t.d. að hvert svæði væri eins sjálfstætt og fylkin í Bandaríkjunum?

Það gæti verið eini möguleikinn, til að hindra að andóf í V-héröðum Úkraínu. Færist jafnvel alla leið yfir í borgarastríð.

 

Kv.


Það er hugsanlegt að heilu héröðin yfirgefi Úkraínu, án þess að stjórnvöld í Kíev fái rönd við reist

Á sunnudag setti Oleksander Turchinov settur forseti Úkraínu, aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk héruðum "úrlitakosti." Að hætta aðgerðum eða fá það óvegið. Vandinn við að setja úrslitakosti, er að ef þú fylgir þeim ekki eftir - þá sýnir þú fram á veikleika þinn.

Skv. fréttum, voru engin átök í gær milli úkraínskra öryggissveita og aðskilnaðarsinna, ekkert sást til þeirra aðgerða, sem Oleksander Turchinov hafði talað um.

Þess í stað fjölgaði þeim bæjum sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu.

Pro-Russian armed men stand guard as pro-Russian supporters gather outside the mayor's office in Slaviansk April 14, 2014. REUTERS/Gleb Garanich

Separatists tighten grip on east Ukraine, Obama and Putin talk

Obama, Putin Talk as Unrest Roils Eastern Ukraine

EU to Expand Targeted Sanctions on Russian Officials Amid Ukraine Unrest

Sanctions ‘grey zone’ leaves west in quandary

Kiev’s troops invisible in east Ukraine

 Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Úrslitakostir Oleksander Turchinov virðast hafa verið blöff!

Hættan er auðvitað sú, að nú þegar sýnt er fram á "veikleika" stjórnvalda í Kíev. Þá fari nú skriðan af stað fyrst nú fyrir alvöru. Mér virðist að öll atburðarásin á Krim-skaga geti endurtekið sig. Nema að í þetta sinn. Gæti aðgerðin gengið fyrir sig, án þess að Pútín sendi liðssveitir sínar inn.

En skv. fréttum, mættu aðskilnaðarsinnar alls engri mótspyrnu í gær, þegar þeir tóku flr. bæi á sitt vald. Og ef ekkert bólar á þeirri hörku á morgun sem Turchinov boðaði sl. sunnudag. Þá getur snjóboltinn haldið áfram þar til að bæði héröðin eru að fullu á valdi aðskilnaðarsinna.

Ef hlutir ganga þannig fyrir sig, þá gætu þeir haldið almenna atkvæðagreiðslu í Luhansk og Donetsk héruðum, eftir einhverjar vikur - - svæðin lýst sig sjálfstæð.

Síðan mundi Pútín væntanlega viðurkenna það sjálfstæði, og rússn.þingið. Þá gæti þarnæst komið að því, að þau svæði formlega óska aðildar að rússneska sambandslýðveldinu.

Ef eins og í fyrra skiptið, Pútín undirritar og síðan lætur Dúmuna staðfesta lög um inngöngu þeirra svæða í Rússland, þá væri aðgerðinni lokið - - væntanlega mundu rússneskir hermenn halda innreið sína inn í þau héröð. Á einhverju stigi í ferlinu, í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðanna og óskar þeirra um aðild að rússn.sambandinu.

Vegna þess að rússn.mælandi eru öruggur meirihluti í Donetsk og Luhansk. Þá gæti þetta gengið fyrir sig, án verulegra átaka innan þeirra svæða.

En öðru nær mundi sennilega gegna með svæði þ.s. rússn.mælandi eru á bilinu 20% til tæplega 50% íbúa, ef rússn.mælandi ibúar flr. svæða rísa upp í kjölfarið. Og gera tilraun til þess að hrifsa völdin á sínum svæðum.

Þá gæti þetta leitt til borgaraátaka, þ.s. Úkraínskumælandi hluti íbúanna - gæti verið andvígur þeim aðgerðum. Og brugðist ókvæða við.

  • Þarna liggur sennilega megin hættan á borgarastríði - í þeim héröðum þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir, en á sama tíma - - ekki meirihluti.
  •  Þ.e. hugsanlegt að gripið verði til þjóðernishreinsana - þ.e. hættan sem ég sé fyrir, að átök íbúanna leiði til tilrauna til þess að skapa þjóðernislega "hrein" svæði.

Ég ætla ekki að fullyrða hvor hópurinn verður fyrri til þess. En hættan er að báðir muni ástunda þetta.

--------------------------------------------

Skv. nýjustu fréttum segja stjórnvöld í Kíev að "crackdown" gegn "uppreisnaröflum" eða "hryðjuverkaöflum" eins og þau kalla andstæðinga sína, sé hafið:

Ukraine crackdown begins 

Á hinn bóginn hafa fréttamenn á staðnum ekki enn skv. fréttum orðið varir við þær aðgerðir. Skv. fyrstu fréttum þriðjudags, virðist ástand mála lítt eða ekki breytt frá því í gær mánudag.

"Interim president Oleksander Turchinov insisted the operation had started in the eastern Donetsk region, "The anti-terrorist operation began during the night in the north of Donetsk region. But it will take place in stages, responsibly, in a considered way. I once again stress: the aim of these operations is to defend the citizens of Ukraine,""

Það getur verið þ.s. dagurinn í dag fer í, að sjá hvað eða eitthvað verður úr þeim aðgerðum. Ef um er að ræða "bara eina hersveit" þá geta aðskilnaðarsinnar örugglega gert eitthvað til að tefja hennar för, sérstaklega ef áherslan er á að forðast "átök." En óljósar fréttir hafa borist um för "column of armored vehicles" í A-hluta Donetsk.

 

Niðurstaða

Það varð sem sagt ekkert úr yfirlýstum aðgerðum stjórnvalda í Kíev gegn aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk, á mánudag. Ef ekkert verður af þeim aðgerðum heldur á þriðjudag. Gæti atburðarásin farið á hraðferð, og þau svæði á nokkrum vikum - sagt skilið við Úkraínu. 

Skv. nýjustu fréttum, segja stjórnvöld í Kíev að aðgerðir séu hafnar en að þær verði - "...it will take place in stages, responsibly, in a considered way..." þó ástand mála þ.s. af er degi, virðist óbreitt frá því á mánudag. Kannski að dagurinn fari í það að sjá hvað fréttist af þeim "aðgerðum." Ef lítt eða ekkert gerist - þá mun veikleiki stjórnvalda í Kíef væntanlega hafa sannast.

það þarf vart að taka fram, að ef Luhans og Donetsk héröðin yfirgefa Úkraínu, þá verður það stórt efnahagsáfall fyrir stjórnvöld í Kíev, þ.s. þetta eru iðnvædd svæði þ.s. almenn velmegun er meiri en í flestum öðrum héröðum Úkraínu, og þ.s. iðnvarningur til útflutnings er framleiddur. Möguleikar stjórnvalda í Kíev, til að standa undir AGS prógrammi - sem er fyrirhugað. Munu þá bersýnilega minnka duglega.

Stóra hættan er þó - tel ég - að skriðan haldi síðan áfram. Hún stoppi ekki við Luhansk og Donetsk. Þá eins og sést á korti að ofan sem sýnir íbúasamsetningu eftir svæðum, gætu borgaraátök hafist fyrir alvöru.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 313
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 846588

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 769
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband