Borgarastríð að hefjast í Úkraínu?

Haft eftir Reuters, þá stefnir í "hörð" átök á morgun , mánudag 14. apríl, í héröðum Úkraínu á landamærunum við Rússland. En á sunnudag varð nokkur fjöldi af pústrum sem leiddi til dauða a.m.k. eins úr liði úkraínskra öryggissveita. Oleksander Turchinov settur forseti Úkraínu til bráðabirgða, hefur nú sett vopnuðum uppreisnarmönnum í landamærahéröðum "úrslitakosti" að gefast upp, eða sæta hernaðarárás.

Pro-Russian men stand guard at a barricade near the police headquarters in Slaviansk April 13, 2014. Ukraine's Interior Minister on Sunday told residents in the eastern city of Slaviansk to stay indoors, in anticipation of clashes between pro-Russian militants who have seized official buildings and Ukrainian security forces. REUTERS/Gleb Garanich

"Pro-Russian men stand guard at a barricade near the police headquarters in Slaviansk April 13, 2014. "

Eins og staða mála er, þá bendir margt til þess að bráðabirgðastjórnin í Kíev, njóti mjög lítils stuðning í A-héröðum Úkraínu. Þvert á móti, virðist andstaða við hana útbreidd á þeim svæðum. Fyrir bragðið geti ástand mála á þeim svæðum, verið - - afskaplega eldfimt.


Ukraine gives rebels deadline to disarm or face military operation

Oleksander Turchinov - "The National Security and Defence Council has decided to launch a full-scale anti-terrorist operation involving the armed forces of Ukraine,"

U.N. Security Council meets over Ukraine hours before deadline

"We will not allow Russia to repeat the Crimean scenario in the eastern regions of Ukraine,"

"Valentyn Nalyvaichenko, head of Ukraine's state security service (SBU), said in a televised interview, "If they open fire, we will annihilate them. There should be no doubt about this,""

Áhugavert orðalag, þ.s. Turchinov kalla þá sem hafa tekið sér stöðu á bæjarskrifstofum, lögreglustöðum, sett upp vegatálma - - hryðjuverkamenn.

Þetta hljómar sem klassískt dæmi um fyrirbæri sem nefnist á ensku "demeaning" - - > Form af áróðri.

Höfum þó eitt í huga, að ef þessi mótmælendur/uppreisnarmenn njóta umtalsverðs fylgis meðal íbúa, í Luhans og Donetsk héruðum, gætu þessi ummæli - skapað reiði og úlfúð, aukið samúð stuðning íbúa með þeim.

  • Fram að þessu hefur 1. látið lífið, áður en öryggissveitir gripu til aðgerða, hafði enginn látið lífið - enginn svo vitað séð slasast.
  • Sem segir mér, að nafnbótin "hryðjuverkamenn" sé "ósanngjörn" - einmitt hvers vegna, sú orðanotkun gæti virkað öfugt á íbúa þessara héraða.
  • Þ.e. þó spurning, þ.s. því er haldið fram af stjórnvöldum í Washington, og í Kíef, að sumir hóparnir séu "þrautskipulagðir" og geti verið "rússn.flugumenn." Það er að sjálfsögðu hugsanlegt, þó það sé rétt að benda einnig á, að þ.e. einnig möguleiki á að um sé að ræða rússn.mælandi Úkraínumenn, sem gegni herskyldu - "sem séu þess vegna með hulin andlit svo þeir þekkist ekki." En í svo klofnu landi, gæti ég vel trúað því til - að hluti af hernum reynist vera klofinn, eins og landið sjálft.

Átökin virðast vera í Luhansk og Donetsk héröðum! Sjá mynd!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Að sjálfsögðu hafa "lögleg" stjórnvöld fullan rétt til gagnaðgerða, til að mæta "ólöglegum mótmælum" en þ.e. þ.s. þessar aðgerðir "réttilega nefnast" þ.e. ólögleg mómæli. Sérstaklega ef "mótmælendur" eru vopnaðir - beita ógnunum. Þá eru þeir komnir nærri því að réttilega teljast "uppreisnarseggir."

  • Auðvitað er rétt að nefna, að "réttmæti" núverandi stjórnvalda í Kíev, er ekki beint hafið yfir vafa.
  • Síðan hafa Rússar a.m.k. 30þ. manna lið fullbúið vopnum, og að sögn NATO "very very ready for action" - - sumir segja að það sé fjölmennara, nær 50þ.
  • En a.m.k. er það miklu sterkara en það herlið sem núverandi stjv. Úkraínu geta beitt.
  • Og þ.e. alveg hugsanlegt, að ef það verða blóðug átök á morgun, þ.s. fj. rússn.mælandi borgara í Úkraínu fellur fyrir aðgerðum sveita á vegum núverandi stjórnvalda í Kíev, þá verði það "casus belli" fyrir Pútín. Ef ekki, þá gæti slík aðgerð, æst til frekari uppþota - - jafnvel hugsanlega, almennrar uppreisnar.
  • Ég er ekki að segja, að stjórnvöld í Kíev, eigi ekkert að gera. En þau eru stödd úti á óeiginlegu jarðsprengjusvæði, mistök sérstaklega blóðug mistök, geta kosta þau gríðarlega mikið - þ.e. heil héröð geti flosnað upp í almenna uppreisn.
  • Auðvitað, ef aðgerðin á morgun heppnast vel, í þeim skilningi að það verður óverulegt eða jafnvel ekkert mannfall, og stjórnvöld ná fullu valdi á stöðunni. Þá mun  Oleksander Turchinov hafa lesið stöðuna rétt.
  • En ef þetta fer svo, að það verður verulegt mannfall meðal "mótmælenda/uppreisnarmanna" og samtímis, það mistekst að kveða þá uppreisn niður, gæti morgundagurinn - - markað upphaf borgarastríðs í Úkraínu.

Á þessari stundu er ekkert unnt að spá. Eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með rás atburða.

------------------------------------------------

Skv. nýjustu fréttum, virðast andstæðingar stjórnvalda í Luhans og Donetsk héruðum, vera að mæta úrslitakostum setts forseta Úkraínu, með því að "storka" honum - með frekari aðgerðum:

Ukraine President threatens military operation as unrest grows

  • Einn möguleiki er sá, að stjórnvöld í Kíev, lyppist niður þori ekki að beita þeirri hörku, sem þau hótuðu á sunnudag, en þá auðvitað verða líkur yfirgnæfandi á því að héröðin 2-yfirgefi fljótlega Úkraínu. 
  • Eftir að sýnt hafi verið fram á veikleika Kíev stjórnarinnar. En þ.e. ekki endilega víst, að það rói ástandið, þá gætu andstæðingar Kíev stjórnarinnar gert atlögu að enn flr. héröðum. Þ.s. rússn.mælandi eru ekki í meirihluta í flr. héröðum en Luhansk og Donetsk. Gætum við séð rísa upp, bein átök milli þjóðahópanna í kjölfarið í héröðum þ.s. rússn.mælandi eru a.m.k. fjölmennur minnihluti.
  • Ef sá hópur gerir atlögu að því, að taka yfir stjórn mála í þeim héröðum. Þá gætu úkraínsku mælandi, risið upp á móti.

Eins og sést á mynd að ofan, eru rússn.mælandi fjölmennur minnihluti í nokkrum héröðum til viðbótar.

 

Niðurstaða

Ég virkilega óttast þann möguleika að borgaraátök séu við það að hefjast í Úkraínu. En að mörgu leiti finnst mér atburðarásin líkjast rás atburða í Júgóslavíu. Áður en manndráp hófust að ráði. En það liðu margir mánuðir, meðan að spenna var að hlaðast upp, áður en manndráp hófust. En þegar þau á annað borð voru hafin - var óneitanlega sérstakt hve hratt þau undu upp á sig. Miðað við það hve blönduð mörg héröð eru, gætu borgaraátök í þessu landi, einnig eins og í Júgóslavíu leitt til þjóðernishreinsana. Sem mundi þá þíða flóttamannastraum. Þ.s. þetta er fjölmennt land, þ.e. 2-falt fjölmennara en Sýrland. Gæti sá flóttamannastraumur ef allt fer á versta veg, orðið mjög umtalverður.

Það þarf varla að benda á, að á sama tíma, ef þetta þróast yfir í borgarastríð, og það má þá búast við því að uppreisnarmenn í A-hlutanum muni njóta stuðnings Rússa, og stjórnvöld í Kíev stuðnings Vesturvelda.

Að borgarastríð mun þá skapa frekari spennu í samskiptum Vesturvelda og Rússlands.

Auk þess að sá möguleiki á efnahagstjóni fyrir Evrópu, er sannarlega til staðar ef mál þróast svo herfilega illa.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband