Ţađ voru augljós mistök gerđ í tengslum viđ SB Kef, Steingrímur J. er bara of ţrjóskur til ađ viđurkenna ţađ

Ţađ er ekki furđulegt ađ í kjölfar útgáfu Sparisjóđaskýrslu Alţingis, ţá vakni aftur upp umrćđan í tengslum viđ óskaplegt tap ríkisins á SB Kef. Eins og er ţekkt stóđ SB Kef einungis uppi í 10 mánuđi, frá ţví ađ ríkiđ bjó ţađ fyrirtćki til úr rústum Sparisjóđs Keflavíkur. Eins og sagt hefur veriđ frá í fjölmiđlum, fékk Steingrímur J. ađvaranir frá Seđlabanka og embćttismönnum. Ađ ţađ vćri hćsta máta óráđlegt ađ leggja fé í ţá hít sem rústir Sparisjóđs Keflavíkur voru. Og sem síđar kom á daginn.

Steingrímur J. - Steingrímur sér ekki eftir neinu

Gylfi Magnússon - Óhjákvćmilegt ađ reyna ađ bjarga ţeim

Ţađ er sannarlega rétt sem Steingrímur J. nefnir sér til varnar, ađ ţađ hafi veriđ óhjákvćmilegt - ađ verja einhverju fé. Ţegar Landsbankinn var látinn taka yfir innistćđur ţegar SB Kef féll 10 mánuđum síđar, ţá ţurfti ríkiđ ađ láta fylgja fjármagn međ - borga međ innistćđunum.

En ţ.e. einmitt punkturinn, ađ Steingrímur J. neyddist til ţess "hvort sem er" - hann hefđi getađ sleppt ţví ađ verja 30ma.kr. í endurreisn starfsemi Sparisjóđs Keflavíkur sem SB Kef, fé sem hvarf í hítina.

30ma.kr. er ekki "skiptimynnt." Ţađ munar alveg um 30ma. til eđa frá. 

Vandinn var, ađ ţetta var langt í frá eina skiptiđ, sem Steingrímur J. beitti ţrjóskunni fyrir sig, og hlustađi ekki á ađvaranir.

Önnur dýr mistök var ţegar hann tók ekkert mark á ađvörunum ţess efnis, ađ "gengistryggđ lán" vćru sennilega "ólögleg." 

En ţegar samiđ var um endurreisn bankanna, ţá fylgdu međ í kaupunum slík lán - sem bankarnir síđan voru neyddir til ađ afskrifa stórum hluta í kjölfar dóma Hćstaréttar. Ţarna tapađist mjög mikiđ fé.

Ţađ má nefna annađ dćmi til viđbótar, nefnilega ţegar samiđ var um lán sem tengdist endurreisn Landsbanka Íslands, lán sem í dag Seđlabanki Íslands segir ađ verđi ađ endursemja um - ţ.s. fyrirséđ er ađ Landsbanki geti ekki stađiđ viđ greiđslur. Og, einnig í ţađ skiptiđ var Steingrímur J. varađur viđ - og ţađ ítrekađ. En öllum ađvörunum var hafnađ af honum og einnig Gyfla Magnúss. Reyndar virtist Gylfi í öllum af ţessum deilum, standa viđ hliđ Steingríms J. og verja öll sömu mistökin.

Ađ sjálfsögđu, var versta ţrjóskukastiđ í tengslum viđ "Svavars samninginn," ţegar ţađ var alveg sama hve mikiđ honum var mótmćlt, hve hávćrt á Alţingi og úti í ţjóđfélaginu - - í gegnum Alţingi skyldi honum ţröngvađ. Ţó er erfitt ađ ímynda sé hvernig í ósköpunum Ísland hefđi getađ stađiđ viđ ţćr óskaplegu vaxtagreiđslur, sem sá samningur gerđi ráđ fyrir. Ég man enn eftir fullyrđingum Gylfa Magnúss. sem einnig stóđ framarlega í ţessari deilu, ţegar hann hélt ţví fram ađ Svavars samn. vćri "viđráđanlegur." 

 

Niđurstađa

Ég held ađ ţađ sem reynslan af stjórnvisku Steingríms J. og Gylfa Magnúss. kennir okkur. Sé ađ menn eigi ađ hlusta á "málefnalega gagnrýni." Ţađ geti veriđ varasamt ađ "hlusta ekki." Ég er ekki ađ segja ađ stjórnvöld ţurfi alltaf ađ - lúffa ef stefnan er gagnrýnd. Heldur ţađ, ađ ţađ sé rétt ađ taka málefnalega gagnrýni til raunverulegrar "íhugunar." En máliđ er ađ "fáir hafa alltaf rangt fyrir sér" og "enginn hefur alltaf rétt fyrir sér."

 

Kv.


Bloggfćrslur 11. apríl 2014

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband