Áhugaverð könnun MMR á hugsanlegu fylgi svokallaðs frjálslynd hægri flokks

Hlekkur á könnunina má finna: Tæp 40% myndu hugleiða nýtt framboð hægrimanna.

Það sem mér finnst vert athygli - er hve prósenta þeirra sem geta hugsað sér að kjósa slíkan flokka, rímar vel við þ.s. hefur lengi verið tilfinning mín í gegnum árin.

Að sé ca. fylgi aðildarmálsins meðal þjóðarinnar.

Þ.e. á milli 35-40%.

Það ætti ekki að koma á óvart, að aðildarsinnuðum kjósendum - getur komið til hugar að kjósa aðildarsinnaðan flokk.

"Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna."

Það kemur sennilega ekki á óvart að kjósendur Pírata eða BF geti hugsað sér að kjósa slíkan flokk - - en athygli vekur hve margir sem segjast vera Sjálfsstæðismenn, taka einnig undir slíkt.

Merkilega margir kjósendur Framsóknar, miðað við harða andstöðu flokksins sem lá alltaf skýr fyrir gagnvart aðildarmálinu. En kannski kaus nokkur hópur flokkinn út á aðgerðir flokksins fyrir heimilin, sem er ef til vill þrátt fyrir allt - í þeim hópi sem til er í það að íhuga aðild.

 

Það hefur verið tilfinning mín um nokkurra ára skeið, að 2-falt flokkakerfi sé í þróun!

Um sé að ræða að stjórnmál hér séu sennilega að endurtaka gamlan klofning frá því fyrir 1920, þegar aðalklofningurinn snerist um mismundandi afstöðu gagnvart sjálfstæðismálinu. Tímabil svokallaðra "sjálfsstæðisstjórnmála."

  • En ég tel að ísl. stjórnmál, séu að klofna um aðildarmálið - - þvert á hægri vinstri ásinn.
  • Og út af því sé að þróast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. á endanum geti verið búið að þróast kerfi þ.s. til sé staðar aðildarsinnaður hægri flokkur, á móti honum hægri flokkur sem sé sjálfstæðissinnaður. Síðan með sama hætti - tveir miðflokkar. Síðan tveir vinstriflokkar. 
  • Píradar virðast einhvers staðar úti í mýri - í þessu samhengi þó.

Ég held að klofningur þjóðarinnar vegna aðildarmálsins - - muni hindra að verulegu leiti flakk fylgis milli Sjálfsstæðisflokks, og fræðilega nýs hægri flokks er væri "frjálslyndur" -en það orð er nánast orðið í dag að kóða orði fyrir það að vera aðildarsinnaður meðal aðildarsinna í dag- þegar stefna slíks flokks væri orðin sæmilega vel kynnt.

Í dag liggur hún eðlilega ekki fyrir - - margir geta ruglast í ríminu, vegna frasans "frjálslyndur". 

Það eru ekki allir sem skilja eða fatta, að "aðildarsinnar meina það í þeirri merkingu að flokkurinn væri aðildarsinnaður."

Þ.e. ekki ólíklegt, að nokkur hluti svarenda - sé að tjá óánægju með núverandi forystu, án þess að í reynd er á hólminn væri komið. Að þeir mundu í raun og veru vera líklegir kjósendur.

  1. Hægri sinnaður flokkur aðildarsinna muni líklega einungis keppa um atkvæði aðildarsinna, við aðra flokka aðildarsinna.
  2. Í því samhengi, sé því líklega eðlilegt - - að BF stafi einna mest hætta af slíkum hugsanlegum flokki.
  3. Og það sé alveg hugsanlegt að nokkur hópur Sjálfsstæðismanna, mundu kjósa slíkan flokk.

Líklegt fylgi gæti verið á bilinu 10-15%. Meðan að Sjálfsstæðisflokkur, gæti minnkað í það að haldast í því fari að vera alltaf innan við 30%.

Megin spurningin verði hvernig aðildarsinnar mundu skiptast milli aðildarsinnaðra flokka - - skv. könnuninni að ofan, væri minnst hreyfing á fylgi Samfylkingar meðal flokka aðildarsinna.

Ég á alls ekki von á að slíkur flokkur - -finni ógrynni af nýjum aðildarsinnum.

Því meir sem flokkum aðildarsinna muni fjölga, verði hver þeirra flokka fyrir sig - smærri.

Fjöldi þeirra þ.e. hlutfall meðal þjóðarinnar, hafi haldist ákaflega stöðugt í meir en 10 ár. Þ.e. á ca. svipuðu bili og könnunin að ofan sýnir að geti hugsað sér að kjósa flokk sem Þorsteinn Pálsson mundi fara fyrir.

 

Niðurstaða

Ég hef nefnt það áður. Að ég hef ekki endilega neitt á móti því. Að flokkum aðildarsinna fjölgi. Þannig að þau ca. 35-40% þjóðarinnar sem virðast aðildarsinnuð. Skiptist yfir hægri vinstri ás á flokka sem þá skipta þeim atkvæðum á milli sín. 

Á sama tíma, festist sjálfstæðissinnaði helmingurinn á flokkakerfinu einnig í sessi, og þar verði einnig hægri vs. vinstri skipting.

Það auðvitað þíði, að flokkarnir verði fleiri og almennt smærri. Sem má vera að geti flækt stjórnarmyndun í framtíðinni. Sjálfstæðisfl. líklega minnki í að vera milli 20-30. Í stað þess að hafa oft áður verið milli 30-40%. Meðan að Samfylking með fjölgun flokka aðildarsinna, sé ólíkleg að stækka umfram 20%. 20% geti verið ca. hámarks fylgi hennar eftir fjölgun flokka aðildarsinna, kannski líklegra að hún haldist innan við 20%.

BF og hugsanlega Píradar einnig, gætu kannski einna helst orðið fyrir barðinu á nýjum hægri flokki. Ef af verður.

 

Kv.


Þó að verðbólga mælist einungis 0,5% á evrusvæði, tekur Seðlabanki Evrópu sennilega enga róttæka ákvörðun

Þó að fljótt á litið virðist sem að lækkun verðbólgu úr 0,7% í 0,5% sé varasöm. En svokölluð kjarnaverðbólga virðist vera lítt breitt þ.e. 0,8%. En þá eru teknir út þættir sem hafa mikla verð-sveiflutíðni.

Þ.s. sennilega er varasamt, er hve lág verðbólga er í landi eins og Þýskalandi, þ.e. einungis 0,9%.

Myndin að neðan sýnir verðbólgu febrúar í ESB ríkjum - ekki nýjustu tölur

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eu_inflation.jpg

Þ.s. ég held að sé "varasamt" er hve lág verðbólgan er í löndum sem ekki eru í efnahagsvanda. Skv. tölum nú, mælist verðbólga í Þýskalandi enn lægri en þarna er sýnd. Eða 0,9%. Á Spáni lækkuðu verð um 0,2%.

Hún er alls staðar - - lægri en 2%. Og í mjög mörgum löndum, lægri en 1%.

Og í meir en helmingi landanna, lægri en 0,5%.

Euro area annual inflation down to 0.5%

Another Worrisome Drop in Euro Zone Inflation

Euro Area Inflation May Decline To New Low Of 0.5%

Þegar verðbólga er þetta lág, þá þarf líklega ekki neitt risa áfall, til þess að toga hana niður fyrir "0" í meðaltali landanna.

Það eru hættur þarna úti:

  1. US Federal Reserve - - ætlar að hætta prentun á árinu. Það má því búast við frekari flótta fjármagns frá "ný-iðnvæddum" löndum, og frekari gengislækkun gjaldmiðla þeirra landa. Möguleiki á kreppu í einhverjum þeirra landa er til staðar.
  2. Þ.s. síðan Kína, sem hefur verið að sýna bersýnileg einkenni þess, að þar sé að hægja á hagkerfinu. Og að stjv. séu að sprengja lánabólu - vísvitandi. Þ.e. raunveruleg hætta innan Kína á snöggri kreppu í einkahagkerfinu. Þó sennilegt sé að Kína detti ekki alla leið í samdrátt - - þ.s. stjv. Kína, eru líkleg til að auka framkvæmdir á móti. Þá mundi það samt sem áður leiða til þess, að verulega mundi hægja á hagvexti þar í landi heilt yfir litið.
  3. Svo má ekki gleyma deilunni við Rússa. En ef menn æsa sig upp í efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússland sem bíta, geta þær einnig bitið á móti á Evrópu. 

Þ.e. ekki síst út af þeim hættum -- sem hik "ECB" mánuð eftir mánuð, getur reynst áhættusamt.

En vísbendingar eru uppi um að "últra-lágverðbólgu ástand," sé a.m.k. að festa sig í sessi. Miðað við það hve lélegur framtíðar hagvöxtur verður sennilega í Evrópu - - gæti það verið staðan til framtíðar. Að verðbólga verði á bilinu 0-1%.

En þegar hún er það lág, verður það viðvarandi áhætta, að efnahagsáfall - - framkalli allt í einu verðhjöðnun.

Eins og Japan sýnir - - þá þegar væntingar um verðhjöðnun hafa fests í sessi. Er greinilega erfitt að snúa því ástandi við. Þrátt fyrir mikla peningaprentun í rúmt ár - - er verðbólga í Japan enn að mælast vel undir 2%.

Ef Evrópu tekst ekki að komast upp úr þeirri efnahaglegu nær kyrrstöðu, sem stefnir í - - þá mun líklega mikið atvinnuleysi einnig vera til frambúðar. 

 

Niðurstaða

Þrátt fyrir að staðan á evrusvæði sýni að ástand mjög lágrar verðbólgu virðist ætla að festast í sessi. Sem er ekki beint í takt við peningamarkmið Seðlabanka Evrópu, að verðbólga eigi að vera sem næst 2%. Virðist ekki sérlega líklegt að "ECB" taki róttæka ákvörðun í peningamálum að sinni. 

En líklega þarf verðbólga að lækka meir, niður undir "0" til þess að hreyfing komi á mál. Enda með vexti í 0,25%. Er talið þurfa fremur róttæka ákvörðun - ef á að skapa breytingu sem um munar. Tja, eins og peningaprentun.

Líklega sé það einmitt vegna þess, ef á að taka á málum, þarf það að vera róttækt - - að bankaráð "ECB" hikar mánuð eftir mánuð eftir mánuð.

Á meðan virðist mjög lág verðbólga stöðugt vera að festa sig betur í sessi. Þar með einnig sú hætta að magnast, að evrusvæði geti lent í verðhjöðnun.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. apríl 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband