Væri það virkilega til að stórauka tekjur af afla - að innkalla allan kvóta, síðan bjóða hann upp á ári hverju?

Það er út af umræðu sem ég lenti í, sem ég fór að velta þessu máli fyrir mér - eina ferðina enn. En ég hef töluvert lengi verið efins um það, að þessi hugmynd - allur kvóti á uppboð; mundi raunveruleg leiða til þess. Að stórfellt auknar tekjur mundu berast til almennings.

 

Fyrst skulum við aðeins velta upp núverandi ástandi!

Það augljóst skapar verulegan hagnað hjá útgerðarfyrirtækjum, sem og hjá eigendum útgerðarfyrirtækja. Þetta telja áhugamenn um "uppboð" sönnun þess að þarna sé mikið magn fjár sem unnt sé að sækja með uppboðs aðferðinni.

En af hverju framkallar fyrirkomulagið hagnað?

  1. Fyrirtækin hafa öruggan kvóta ár hvert, sem þau geta gengið að sem vísum. Það þíðir að þau geta gert langtímaáætlanir um nýtingu þess afla sem þau vita að þau hafa aðgang að. Þetta þíðir ekki síst - - > Að þau geta gert framvirka sölusamninga við seljendur. Þ.e. selt framtíðar fisk óveiddan, einnig selt gert langtíma sölusamninga við sömu aðila. Punkturinn við þetta atriði - - > Er að þetta tryggir þessum útgerðaraðilunum betra verð en þau ella mundu fá. Ef þau gætu ekki tryggt öruggan fisk. Ástæða hagnaðar nr. 1.
  2. Öruggur kvóti, þíðir einnig "öruggar tekjur" sem leiðir til þess, að fyrirtækin teljast tiltölulega áhættulítil þegar kemur að lánaviðskiptum við banka eða fjármálastofnanir. Það þíðir að sjálfsögðu hagstæðari kjör á lánum, og einnig að bankarnir eru tilbúnir að lána til lengri tíma en þeir annars væru sennilega tilbúnir til. Þetta þíðir m.a. að þessi fyrirtæki eiga auðveldar með að "fjármagna fjárfestingar" sbr. kaup á skipum, endurnýjun skipa og búnaðar - þannig að efla starfsemi sína, ekki síst að tryggja að skipin séu ekki of gömul og léleg, búnaður úr sér genginn. Ástæða hagnaðar nr. 2.
  3. Öruggur kvóti þíðir einnig að auki, að útgerðarfyrirtæki geta hagað veiðum eftir því sem "hentar mörkuðum" til að hámarka verð, tryggja að ekki verði verðfall vegna offramboðs. Ástæða hagnaðar no. 3.
  • Því má ekki gleyma að góður hagnaður fyrirtækjanna, hefur skilað góðu verði á hlutafé - þannig háu markaðsvirði margra af þessum fyrirtækjum.

 

Þá er það spurning, hvaða áhrif það hefði, að setja kvóta á markað, og hafa uppboðin árleg?

Augljóst er þá búið að afnema "öryggið" hvað aðgang að afla varðar, og það auðvitað hefur nokkrar afleiðingar.

  1. Rökrétt séð, ætti það að leiða til þess, að útgerðarfyrirtæki geta ekki lengur tryggt "áreiðanlegt" framboð af fiski til seljenda. Svo að rökrétt afleiðing yrði sennilega - að þeir langtímtasölusamningar sem mörg betri stæð útvegsfyrirtækin hafa í dag "tapast" - -> Sen rökrétt ætti að leiða til þess, að mögulegur hagnaður útvegs fyrirtækja minnkar, vegna þess að þau verða af "tekjum." Ástæða minnkun hagnaðar nr. 1.
  2. Næsta rökrétta afleiðing, væri að lán til útvegsfyrirtækja yrðu dýrari en áður. En með því að breyta öryggi um afla í - óvissu um afla. Þá mundu þau hætta að verða eins traustir lánþegar. Sem ætti þá að gera banka og fjármálastofnanir mun tregari en áður, að veita þeim lán til langs tíma og að auki má reikna með hærri vöxtum. Þetta ætti rökrétt séð, að gera þeim erfiðar að fjármagna stórar mikilvægar fjárfestingar sbr. endurnýjun skipa, ný skip, eða ný tæki - eða útþenslu. Það má því reikna með því að flotinn mundi eldast, endurnýjun verða hæg. Þau mundu hætta að hafa efni á skilvirkustu tækni í boði hverju sinni. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 2.
  3. Þar sem kvótaeignin er ekki lengur örugg til langs tíma. Grunar mig að fyrirtækin muni leitast við að veiða hann upp sem fyrst - svo þau brenni ekki hugsanlega út með ókláraðan kvóta. Og það gæti aukið líkur á því, að afli berist á markaði þegar það síður hentar - þannig að verðfall verði vegna offramboðs. Þ.e. markaðsstýring sjávarfyrirtækja mundi verða síður skilvirk. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 3.
  • Svo má ekki gleyma því, að markaðsvirði útvegsfyrirtækja mundi hrynja verulega við slíka breytingu.
  • Mig grunar að það gæti leitt til þess, að mörg þeirra yrðu minna virði en eigin skuldir.
  • Það ofan í aukna óvissu um tekjur - mundi leiða til þess að bankar mundu innkalla lán, og kalla fram gjaldþrot margra þeirra.
  • Við slíkar aðstæður gæti einnig orðið verlegur eignabruni hjá útvegsfyrirtækjum þ.e. hrap eigna í andvirði. Þannig að lánatap yrði verulegt.
  • Spurning hvaða áhrif það hefði á heilsu fjármálakerfisins.

 

Punkturinn sem ég vildi koma að - - er að ég sé ekki að uppboðsfyrirkomulagið skili endilega meiri tekjum til almennings

Mér virðist eiginlega að hlutir geti æxlast alveg á hinn veginn.

  1. En vegna þess að mér virðist tekjumöguleikar útvegs fyrirtækja umtalsvert skertir, við það að framkalla óvissu um framtíðar afla og tekjur.
  2. Auk þess að fjárfestingakostnaður yrði verulega meiri að miklum líkindum.
  • Þá blasir ekki endilega við mér, að þau yrðu fær um að greiða mjög há verð fyrir kvóta á uppboðum.
  • Þvert á móti gæti það farið þannig, að verulega veikari fyrirtæki með mun slakari fjárfestingagetu - - mundu einmitt ekki geta greitt sérdeilis há verð.

En sumir ímynda sér að slíkir uppboðsmarkaðir stórfellt auki tekjur almennings af fiskveiðum.

 

Niðurstaða

Það hafa sumir verið hrifnir af þeirri hugmynd að setja allan kvóta á uppboð, sem haldin væru reglulega - jafnvel árlega. Í þessum pistli tók ég fyrir rökréttar alfeiðingar þess, að setja allan afla á markað og hafa þau uppboð - tíð. Þ.e. einu sinni á ári.

  1. Það er á hinn bóginn unnt að hugsa sér mun mildari uppboðs leið.
  2. Að einungis hluti kvóta sé á uppboði í hvert sinn, t.d. 20%.
  3. Og að kvóti sé til 5 ára a.m.k. En 20% regla mundi leiða til 5 ára reglu.

Það væri einnig unnt að miða út frá 10% og 10 ára reglu. Það má vera að sá kostur komi skárst út. En þá væru fyrirtæki enn fær um að bjóða langtíma sölusamninga, og áfram fær um að skipuleggja veiðar fram í tímann, og fjárfesta án þess að það verði óskaplega óhagstæð kjör. Þau ættu þá að hafa sæmilega getu til að bjóða í kvóta.

  • Ég skal ekki útiloka að skynsamt uppboðs fyrirkomulag geti leitt til eitthvað aukinna tekna af sjávarútvegi til almennings.
  • En á sama tíma er ég þess fullviss, að hugmyndir sumra um gríðarlega tekjuaukningu til almennings - séu of háleitar.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 9. desember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband