Af hverju ætli að Rússland sé við hruns dyr?

Fljótt á litið virðist þetta dularfullt svo meir sé ekki sagt - - en grunnt á litið er staða Rússlands góð; eins og hinir og þessir hafa bent mér á sbr. "lágar ríkisskuldir" - "digur gjaldeyrisvarasjóður þ.e. ca. 416ma.$" og "nægar auðlyndir."

  1. Mér hefur verið sagt að samanborið við stöðu Evrópu, væri staða Rússlands allt önnur og svo miklu betri.
  2. En þá auðvitað virðist þessi "hrun staða" óútskýranleg.

Málið er sjálfsagt auðvitað það - - að staða ríkisins sem slíks.

Sagði langt í frá alla sólarsöguna!

 

Áhuga vekur "bankrun" sl. þriðjudag, þegar almennir viðskiptavinir hópuðust í banka til að kaupa gjaldeyri!

"Some Russian bank branches were left short of foreign currency as ordinary citizens rushed to convert money from roubles to dollars and euros — in a move that bankers and trades say has been a major driver of the Russian currency’s plunge." - "...Galina, a retiree, explained that she was waiting to change her pension into dollars. “None of us know what’s happening. We’re all worried that the currency will keep falling,” she said."

  • Sumir vilja kenna þessu óvænta fjárútstreymi á þriðjudag um Rúblufallið er varð þann dag.
  • En þ.e. til önnur kenning.

Skv. Sergei Guriev - "What seems to have triggered the chaos was an unusual deal involving the bonds of Russia’s biggest oil company, Rosneft." - "Last year, in the era of three-digit oil prices, the state-owned group borrowed about $40bn from leading international and Russian banks to acquire its former competitor, Moscow-based joint venture TNK-BP." - "Given low oil prices and the impact of western sanctions in response to Russia’s actions in Ukraine, it is no longer clear how this debt will be repaid or refinanced." - "This is why Rosneft has asked several times this year to borrow $40bn from Russia’s sovereign wealth fund." - "But, since the money was unavailable, at the end of last week Rosneft issued rouble-denominated bonds worth $11bn." - "The speculation is that these were bought by the largest state banks." - "The interest that investors are charging Rosneft on these bonds is substantially below even that of Russian sovereign debt of similar maturity — which is unprecedented for a company, especially one under international sanctions." - "Coincidentally, the buyers of these bonds were then permitted by the central bank to use them as collateral to borrow directly from the bank itself."

Þarna hafi Igor Sechin komið sér úr vanda sem hann var með, eftir yfirtöku Rosneft á sl. ári - - en ef Sergei Guriev hefur rétt fyrir sér, þá tókst Sechin að afla sér fjár beint út úr gjaldeyrisforða Rússlands.

En bankarnir umræddu, allir ríkisbankar, væru þarna í hlutverki - milliliða.

  1. Málið sé, að innan Rússlands undir Pútín - - hafi sannarlega spilltum ólígörkum verið skipt út, er fjöldi fyrirtækja sem höfðu verið einkavædd á undirverði voru yfirtekin.
  2. En síðan séu þau undir yfirráðum -einkavina Pútíns- sem hegði sér að engu betur, en spilltu ólígarkarnir sem fyrirtækin voru tekin af - - þ.e. þeir fari með þau sem sína eign.
  3. Sechin hafi gert samkomulag, við þá -einkavini Pútíns- sem væru með umráð yfir þeim tilteknu ríkisbönkum. Fengið þá til að kaupa þessa nefndu skuldabréfaútgáfu Rosneft.
  4. Þeir síðan, taki á móti út fé beint úr gjaldeyrisvarasjóði Rússlands.

Við þetta hafi - - forðinn minnkað í einu vettvangi um 11ma.$.

Sem Sergei Guriev, telur skýra gengisfall Rúblunnar þriðjudag og mánudag.

"Boris Y. Nemtsov, a former deputy prime minister who is now in the political opposition, wrote on his Facebook page. “The central bank started the printing press to help the Sechin-Putin business, and gave Rosneft 625 billion newly printed rubles. The money immediately appeared on the currency market, and the rate collapsed.”"

Skv. þessari athugasemd, virðist aðgerð Rosneft vera á vitorði margra.

 

Akkílesarhæll Rússlands getur legið einmitt í stöðu ríkisfyrirtækja, banka sem orkufyrirtækja!

En ég hef heyrt því haldið fram, að fyrirtæki í orkugeiranum og ríkisbankar, skuldi samanlagt 600ma.$ í gjaldeyri.

  1. Punkturinn er sá, að hræðslan á markaði, risa fall Rúbblunnar, skýrist fullkomlega.
  2. Ef gjaldeyrisstaða Rússlands, er -neikvæð- ekki -jákvæð.

Þá er þetta hegðan algerlega í takt við hegðan mála, sem við Íslendingar höfum oft upplifað - - þ.e. ef gjaldeyrissjóðir eru við það að tæmast.

Þá verður verulegt gengisfall! Rússland sem og Ísland, er auðlyndahagkerfi, háð fáum en stórum uppsprettum gjaldeyris - til að fjármagna innflutning.

Að sögn blaðamanna, var það áberandi að verslanir er seldu erlendan varning, voru að gera áberandi mikil viðskipti á þriðjudag - - en sú hegðan, bendi til þess að almenningur óttist frekara verðfall Rúblunnar.

Þetta er einnig hegðan sem við könnumst við héðan.

  1. Ef það er rétt, að ríkisfyrirtæki rekin af -einkavinum Pútíns- skulda samanlagt 600ma.$.
  2. Þá er gjaldeyrisstaða Rússlands í reynd, neikvæð sem nemur tæpum 200ma.$.

 

Það er við þær aðstæður, að refsiaðgerðir Vesturvelda bitna harkalega á Rússlandi!

En refsiaðgerðir Vesturvelda, beinast einmitt að fyrirtækjum í ríkiseigu í Rússlandi - - undir stjórn vildarvina Pútíns.

  1. Þær aðgerðir gera þeim fyrirtækum ómögulegt, að endurfjármagna lán í dollurum eða evrum.
  2. Heldur verða þau fyrirtæki að greiða lán upp á gjalddaga.

Ég held að Pútín sé ekki það fífl, að hafa hafið deilur við Vesturveldi -- út af Úkraínu. Ef hann hefði haft vitneskju um þessa stöðu ríkisfyrirtækjanna.

Það hafi verið í krafti þess, að hann hafi talið að Rússland gæti haldið út refisaðgerðir í nokkur ár, sem sú ákvörðun hafi verið tekin - - að ganga svo hart fram gegn Úkraínu, sem gert hafi verið, í kjölfar byltingarinnar í Kíev.

Sennilega hafa -einkavinirnir- ekki sagt honum satt um stöðu fyrirtækjanna, undir þeirra umráðum.

  • Í staðinn virðist Rússland, stöðu ríkisfyrirtækjanna vegna, vera í alvarlegri klemmu.
  • Það liggur klárt fyrir, hverjar kröfur Vesturvelda eru - - þ.e. "skila Krím-skaga" og "hætta stuðningi við uppreisnarmenn í A-Úkraínu."
  1. Nú þegar - veikleiki stöðu Rússlands blasir við. Virðist afar ólíklegt, að Vesturveldi slaki á klónni. Enda virðist þeim, þau hafa pálmann í höndum.
  2. Á sama tíma, sé sennilega Pútín sjálfur búinn að segja of mikið, framkvæma of mikið - - til þess að hann sjálfur geti bakkað.

Þannig að mál stefna sennilega í "uppgjör" á nk. ári.

En líkur virðast að þá standi Rússland fyrir fullkomnum stormi, þ.e. hratt minnkandi gjaldeyrisforða - - og gjaldmiðli sem haldi áfram að síga eftir því sem forðinn minnkar.

Sem mér finnst sennilegt að muni leiða fram - óánægjuöldu Rússa sjálfra. Er sjá þá fram á sambærilega kreppu við þá, er var í Rússlandi 1998.

 

Niðurstaða

Hvað er að gerast í Rússlandi, er algerlega rökrétt. Ef hin raunverulega gjaldeyrisstaða er "neikvæð" ekki jákvæð. Þá verður allt sem er í gangi fullkomlega eðlilegt - - hratt gengisfall, stöðugt gjaldeyrisútstreymi, að Rússar séu farnir að fjárfesta í varningi og jafnvel óforgengilegum verðmætum. Þá fer staðan að líkjast afskaplega mikið, stöðu Rússlands rétt fyrir hrun og gjaldþrot 1998.

Málið með "lága skuldastöðu ríkisins" virðist hafa verið, að hún hafi raunverulega verið villandi.

En skuldir ríkisfyrirtækja, falla alltaf á ríkið, ef ríkisfyrirtækið lendir í vandræðum.

Það að ríkisfyrirtæki í orkugeira og í bankastarfsemi, skulda yfir 600ma.$ meðan gjaldeyrisforðinn er ca. 416ma.$ þíði þá í reynd - - að gjaldeyris-skuldir ríkisins séu 600ma.$ hærri en uppgefið hafi verið í bókhaldi ríksins.

Þ.e. algengur ósiður, að telja ekki með ríkisskuldum, skuldir fyrirtækja - í sjálfstæðum rekstri. Í eigu ríkisins.

  1. Útkoman virðist sýna fram á, að refsiaðgerðir Vesturvelda - hafi verið rétt saman settar.
  2. Menn hafi komið auga á það, hver veikleiki Rússlands væri.

Refsiaðgerðirnar tryggi, að ríkisábyrgð ríkissjóðs Rússlands - - sé virkjuð þannig að þessir 600ma.$ lendi að verulegu leiti sannarlega á ríkinu.

Þá verður allt rökrétt sem er að gerast - - og Rússland er þá í allt annarri stöðu en margir hafa haldið. Þ.e. "ekki með digra sjóði fjár" heldur "stóran mínus."

--------------------------

Ég held að Rússland sé það land - sem allir þurfi að fylgjast með á nk. ári.

En eitthvert stórt uppgjör sé sennilega framundan.

Pútín muni verða að taka einhverja stóra róttæka ákvörðun.

 

Kv.


Rússneska rúbblan búin að falla tæp 50% - rúbblan féll 10% í kjölfar spár seðlabanka Rússlands um samdrátt 2015

Skv. mínum útreikningum þá er gengisfall rúbblunnar nú orðið 49,3%. Sem er rétt tæp 50%. Sjá: XE Currency Charts (RUB/USD).

Samkvæmt spá Seðlabanka Rússlands, þá stefnir í samdrátt einhvers staðar á milli 4,5-4,7% ef olíuverðlag helst nærri 60$ fatið út 2015.

Eins og sést á myndinni fyrir neðan - hefur þróun rúbblunnar sl. vikur verið afskaplega hröð. Síðan bætist við gengishrap dagsins.

Rouble tumbles on fears for Russian economy

 

Sjá - - graf fyrir 1 mánuð

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rouble_fall.jpg

Ef einhver man eftir gengishrapi krónunnar 2008

Rúbblan er nú búin að falla mjög nálægt því jafn mikið og krónan gerði.

  • Þ.s. er enn áhugaverðara, er að þegar Rússland lenti í efnahagsvandræðum undir lok 10. áratugar, sem endaði í gjaldþroti - - þá féll gengi Rúbblunnar um 50%.

Efnahagshrunið 1998 leiddi Pútín til valda - en það veikti til muna þá aðila er höfðu staðið að baki efnahagsstjórnun Rússlands árin eftir 1991.

Það þarf að hafa í huga, að efnahagshrunið 1998 stóð í tengslum við tímabundið lágt olíuverð, tengt Asíu-fjármálakreppunni á sínum tíma.

Efnahagsuppgangur og hrun Rússlands, virðist ávalt tengjast verðlagi á olíu. En uppgangurinn í kjölfar valdatöku Pútíns, hafði alveg örugglega nærri því allt - að gera með það að verðlag á olíu fór samfellt hækkandi árin eftir 1998 alveg fram til þess að efnahagskreppa hófst 2008.

Síðan rétti olíuverð við sér fljótlega að nýju, kreppan í Rússlandi 2008 varð ekki djúp.

En ljóst er, af því hvað er að gerast nú, að sú kreppa sem no vomir yfir - - verður sennilega til muna dýpri.

  • Þá er það stóra spurningin - - hvaða áhrif þessi nýja djúpa kreppa, hefur á stuðning almennings í Rússlandi við Pútín?

En munum, að hrunið 1998 leiddi Pútín til valda, þegar stuðningur við fyrri stjórnvöld og þá flokka er stóðu þeim að baki - hrundi.

Ég sé ekki af hverju, slíkt geti ekki endurtekið sig.

 

Niðurstaða

Ég held að Rússland sé landið sem allir ættu að fylgjast með 2015. En á því ári fer lífskjarahrapið væntanlega að verða verulega tilfinnanlegt fyrir almenning. Og þá ætti að koma í ljós, hvaða áhrif það kjarahrap hefur.

En almenningur hefur aldrei hingað til síðan Pútín komst til valda, upplifað kjarahrap. Skammvinnur samdráttur 2008, stóð of stutt - til þess að hann skilaði tilfinnanlegum neikvæðum áhrifum til almennings.

Það gengishrap sem hefur nú orðið á Rúbblunni - virðist mér stærra, en efni standa til. Ef einungis er litið til ca. 45% lækkunar olíuverðs. Þannig að til staðar séu væntanlega viðbótar áhrif af völdum deilu Pútíns við Vesturlönd út af Úkraínu.

Þar um er auðvitað spurning hverjum Rússar munu um kenna. Pútín og hans fylgismenn, munu að sjálfsögðu benda á Vesturlönd. Á hinn bóginn, má vera að rússneskur almenningur muni að það var Pútín sjálfur - sem hóf þá deilu.

En ég sé möguleika á óróa innan Rússlands - þ.e. mótmælum gegn lífskjarahrapi.

Þá verður mjög forvitnilegt að vita - hver viðbrögð stjv. þá verða við slíkum mótmælum.

En gríðarlega harkaleg viðbrögð, gætu haft svipuð áhrif og þegar lögregla síðasta rússakeisara, réðst með frægum hætti gegn mótmælagöngu þannig að fjöldi manns lá í valnum. En í kjölfarið á þeim atburði - magnaðist mjög upp róttækni í Rússlandi. Og andstaða gegn stjórnvöldum.

Spurning hvort að Pútín endurtaki þau mistök - eða ekki.

----------------------------

PS: Skv. allra nýjustu fréttum, hefur Seðlabanki Rússland ákveðið að hækka stýrivexti í 17%, þetta nálgast þær hæðir sem Seðlabanki Íslands fór með stýrivexti á Íslandi - í kjölfar gengisfalls krónunnar:

Moscow lifts interest rate to 17%

----------------------------

PS2: Rúbblan fór aftur upp um 8% í kjölfar hækkunar vaxta í 8%, eftir að markaðir opnuðu í morgun, það á þó eftir að koma í ljós hvort að hún heldur þeirri stöðu er markaðir loka seinni partinn í dag:

Rouble gains 8% after Russia’s midnight rate rise

----------------------------

PS.3: Sk. nýjustu fréttum, hefur mikið rót verið á gengi Rúblunnar, fyrstu viðbrögð morgunsins að gengið hækkaði, eins og ég sagði frá, en síðan hefur gengið jó jóað til og frá, og nú skilst mér að gengið hafi fallið aftur og sé staða þess - lægri en í gærkveldi. Þannig að þá er Rúbblan sannarlega fallin þá heil 50%.

----------------------------

PS. 4: Skv. gengisstöðu Rúblu við lok dags, þá hefur hún fallið miðað við hápunkt sl. 12 mánaða um 53,97%.

Rúmlega 50% gengissfhrap virðist staðfest.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. desember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband