Sennilega er mikilvægasta niðurstaða skýrslu bandaríska þingsins um pyntingar á vegum CIA sú að þær pyntingar hafi ekki skilað nothæfum gögnum

Þetta hefur verið vitað lengi, að fólk sem er pyntað - segir hvað sem er til að losna við þjáninguna. Fer að babbla og spinna. Skv. frétt NYTimes þá kemur fram í skýrslunni, að leitin af Osama Bin Laden - leiddi ekki til niðurstöðu vegna gagna sem aflað var í gegnum pyntingar. Heldur var að þakka, hefðbundnum aðferðum við gagnaöflun - þ.e. að fylgjast með grunsamlegum einstaklingum, leita upplýsinga frá öðrum leyniþjónustum, og ekki síst þegar menn nálguðust sporið að hlera síma þeirra sem taldir voru grunsamlegastir.

Senate Report Rejects Claim on Hunt for Bin Laden

Ef það er einhver ástæða að ætla, að þær pyntingar sem stundaðar voru í tíð Bush forseta verði ekki endurteknar, þá er það sennilega sú niðurstaða að þær séu gagnslausar.

Það er ef til vill kaldhæðið að segja þetta - en mig grunar að þetta sé megin ástæða þess, að pyntingar hafi almennt séð fallið í ónáð; þ.e. ekki vegna þess að þær séu taldar rangar, heldur að þær skili ekki gagnlegum upplýsingum.

Því miður hef ég það dökka sýn á manninn - - að ég tel, að ef annað gilti um, að pyntingar raunverulega virkuðu - - > Þá stunduðu öll ríki heims, pyntingar enn þann dag í dag. Gagnrýnisraddir væri settar til hliðar, ekki á þær hlustað.

 

Mannréttindalögfræðingar vilja að höfðuð verði dómsmál!

Ég tek algerlega undir það, en að mínum dómi væri það mjög sterkur leikur fyrir Bandaríkin - - sem mundi fara mjög langt með það, að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin hafa orðið fyrir síðan Bush forseti tók þá ákvörðun að hefja "ólöglegt" stríð í Írak - og ekki síst er hann heimilaði pyntingar.

En þegar Íran-Contra skandallinn, fór hátt í tíð Reagan, þá lyktaði hann með því, að dómsmál voru höfðuð og þau leiddu til sakfellingar.

CIA torturers should be prosecuted, say human rights groups

Amid Denuciations of Torture, Some Praise for U.S. Openness

Obama hefur ef til vill það sem mætti kalla - lokatækifæri til að sýna að einhver töggur sér í karlinum. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri, þegar 2-ár eru eftir að síðara kjörtímabili.

Hann hefur vel efni á því, að taka slíka ákvörðun - bandaríska þingið eftir allt saman getur ekki orðið honum andsnúnara en það þegar er.

Þó að flestir Repúblikanar virðast gagnrýna skýrsluna, þá vakti athygli að McCain gerði það ekki, heldur þakkaði höfundum fyrir gott verk - - > Enda varð hann sjálfur fyrir pyntingum er hann var flugmaður eftir að hafa verið skotinn niður yfir Víetnam.

  1. Bandaríkin mega eiga að það er út af fyrir sig - sigur að skýrslan kom fram, fékkst birt.
  2. Ég skal segja, að ég býð þess með eftirvæntingu að Pútín fyrirskipi sambærilega rannsókn innan Rússlands, á hegðan eigin leyniþjónustu :)

 

Niðurstaða

Vonandi hefur Obama smávegis hugrekki, til þess að fyrirskipa formlega dómsrannsókn á athæfi starfsmanna CIA. En þ.s. ætti að gera dómsmál möguleg er ekki síst það atriði, að í fjölda tilvika virðast starfsmenn CIA hafa gengið lengra - - en útgefin viðmið Bush stjórnarinnar formlega heimiluðu.

Að hefja dómsrannsókn, væri sennilega besta vítamínssprauta sem Bandaríkin gætu framkvæmt, til að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin urðu fyrir í tíð Bush.

Það væri sérdeilis gagnlegt, nú þegar -nýtt Kalt Stríð er líklega að hefjast- fyrir Bandaríkin að nýju, að hækka sig í áliti annarra þjóða.

En Bandaríkin munu þurfa á velvild annarra þjóða að halda, þ.s. þau munu þurfa á samvinnu annarra þjóða að halda, eins og í síðasta "Kalda Stríði."

 

Kv.


Nokkrar vikur í ríkisþrot Úkraínu skv. aðvörun AGS

Þetta kom fram á vef Financial Times, en þessi niðurstaða ætti alls ekki að koma á óvart. En prógramm AGS var hafið áður en alvarleg stríðsátök brutust út í A-Úkraínu. Áætlanir AGS gerðu þá ekki ráð fyrir þeirri stórfelldu efnahagslegu truflun - - sem uppreisn innan tveggja héraða í A-Úkraínu hefur valdið.

  • Það er enginn vafi á að uppreisnin og síðan stríðið er ástæða þess, að upphafleg viðmið prógrammsins ganga ekki upp.
  • Það stafar auðvitað af því, að héröðin Luhansk og Donetsk, eru megin iðnsvæði Úkraínu - iðnaðurinn í "Donbas" lægðinni þ.s. er að finna mikil kolalög enn í dag, grundvöllur þess iðnaðar - - kemur fram í frétt FT að skaffaði landinu 16% þjóðartekna.

Samdrátturinn í hagkerfinu sem áætlaður er þetta ár 7% sé að flestum líkindum, þeirri truflun er uppreisnin og stríðið orsakaði meginhluta að kenna.

  1. Sjálfsagt mun einhver halda því fram, að Úkrínumenn geti sjálfum sér um kennt.
  2. En þá líta þeir hjá því atriði, að uppreisnin frá upphafi miðaði út frá því, að ná fullri stjórn á héruðunum tveim, síðan að skilja þau frá Úkraínu.

Ef stjórnarher Úkraínu hefði ekki gert neina tilraun til að bæla uppreisnina niður.

Hefði brotthvarf þeirra héraða, aðskilnaður þeirra við frá Úkraínu - einnig skapað sömu efnahags útkomu.

Hið minnsta ræður Úkraínuher yfir meir en 50% þeirra héraða, sem er meira en stjórnin hefði ráðið yfir - - ef hún hefði enga tilraun gert til að hindra það að uppreisnarmenn tækju héröðin 2-út úr Úkraínu.

--------------------------

Varðandi mannfall, bendi ég fólki á að 4.000 telur alla, einnig fallna hermenn. Úkraínuher hefur misst a.m.k. 1.000 og ég trúi því ekki að uppreisnarmenn hafi misst færri. Þá eru 2.000 eftir, þá bæti ég því við - að ég er þess fullviss að skothríð beggja herja eigi sök á falli almennra borgara, þannig að sá fjöldi sem fallið hafi af óbreittum borgurum skiptist í óþekktu hlutfalli milli ábyrgðar stjórnarhersins og uppreisnarhersins.

Bendi fólki á að þegar Ísraelar réðust inn í gasa, féllu kringum 2.000 Palestínumenn. Flestir almennir borgarar - - en þ.e. hið vanalega hlutfall að flestir fallnir séu almennir borgarar þegar stríðsátök verða í þéttbýli.

Tölurnar frá Úkraínu - sýna því fram á að stjórnarherinn, hafi farið mjög varlega að við beitingu vopna - - því að hlutfall fallinna almennra borgara er óvenju lítið í þessum stríðsátökum a.m.k. fram að þessu.

Þá miða ég við önnur stríð.

--------------------------

Varðandi flótta frá A-Úkraínu, þá blasir við sú merkilega staðreynd ef marka má SÞ, að rúmlega 500.000 Úkraínumenn frá A-Úkraínu séu flóttamenn innan eigin lands, þ.e. þeir flúðu á náðir stjórnarhersins. Þetta passar ekki beint við fullyrðingar er hafa streymt um vefinn.

Á sama tíma hafa nærri 200.000 flúið frá A-Úkraínu til Rússlands, ef nýjustu tölur SÞ er að marka - - sem sagt ekki mörg hundruð þúsund. Eins og oft er fullyrt á netinu.

Sjá hlekk: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency.

--------------------------

IMF warns Ukraine bailout at risk of collapse

  1. "The International Monetary Fund has identified a $15bn shortfall in its bailout for war-torn Ukraine and warned western governments the gap will need to be filled within weeks to avoid financial collapse."
  2. "The additional cash needed would come on top of the $17bn IMF rescue announced in April and due to last until 2016."
  3. "Since the bailout programme began in April, Ukraine has received $8.2bn in funding from the IMF and other international creditors. "
  4. "The scale of the problem became clearer last week after Ukraine’s central bank revealed its foreign currency reserves had dropped from $16.3bn in May to just $9bn in November."
  5. "The data also showed the value of its gold reserves had dropped by nearly half over the same period. A person with direct knowledge of the central bank’s policy said part of the drop had been due to large-scale gold sales."

Eins og kemur fram hefur Úkraína verið að selja gullforða sinn - til að afla fjár. En samt hefur gjaldeyrisforði minnkað um nær helming á 7 mánuðum.

Ekki kemur fram í þessari grein, af hverju gjaldþrot blasir við innan nokkurra vikna.

Ég verð að gera ráð fyrir því, að eitthvert stórt lán sé að falla á gjalddaga - þannig að forðinn sem eftir er - sé ekki nægur fyrir því.

Áhugavert er að AGS - má ekki afhenda Úkraínu meira fé, meðan að ekki er tryggt að Úkraína geti staðið við sínar skuldbindingar nk. 12 mánuði.

Þannig að AGS hefur sent boltann yfir til Vesturvelda - - sem hafa þá þann valkost, að fjármagna Úkraínu eða láta ríkissjóð Úkraínu verða greiðsluþrota.

Ég reikna fastlega með því, að ríkisstjórn Úkraínu fái nægilegt fé áður en gjaldþrots atburðurinn verður - - þetta verði drama um margt líkt því þegar Grikkland 2010-2012 var endurtekið á brún þrots.

En það virðist vera, að ESB sé að beita ríkisstjórn Úkraínu, ekki ólíkt því hvernig ríkisstjórnir Grikklands voru beittar þrýstingi, til að hrinda í verk - efnahags umbótum sem gerðar eru kröfur um.

Og auðvitað verulegur útgjaldaniðurskurður.

Hafandi í huga að -grísku drömun- enduðu alltaf á því að Grikkland fékk meira fé, þá reikna ég með sömu útkomu með Úkraínu.

  1. Augljóst mun eins og þurfti að gera fyrir Grikkland, þurfa að skera verulega niður skuldir Úkraínu.
  2. Ég sé samt enga ástæðu þess að ætla að draumar Úkraínu um ESB aðild séu óraunhæfir - - en ég bendi á að eftir hrun kommúnismans í A-Evrópu veturinn 1989, þá tekur það Rúmeníu 16 ár að verða meðlimur að ESB. En dramatísk óstjórn Nicolae CeauÈ™escu skildi landið eftir sem flakandi sár, ég sé ekki að Úkraína líti neitt verr út en Rúmenía leit út við upphaf árs 1990 eftir skammvinnt innanlandstríð hafði bundið endi á stjórn CeauÈ™escu.

Aðild Úkraínu þarf því ekki að taka neitt lengri tíma - a.m.k. ekki það. Margt getur gerst á 16 árum, stjórnvöld í Úkraínu virðast áhugasöm um það að byrja að feta þau mörgu skref sem þarf að stíga áður en landið getur átt raunhæfa möguleika á aðild.

En ég held að fyrir ESB - sé langtíma gróði af aðild Úkraínu.

Sá felist fyrst og fremst í þeirri staðreynd - að í Úkraínu er besta landbúnaðarland í allri Evrópu, landið stundum nefnt "brauðkarfa Evrópu."

Ég er þess fullviss, að þetta á eftir í framtíðinni að skipta Vesturlönd máli, að hafa þá brauðkörfu innan sinna raða.

Í ljósi þess að laun eru ákaflega lág - og í ljósi þess að þarna er besta landbúnaðarland Evrópu - - á Úkraína að geta í framtíðinni framleitt matvæli fyrir Vesturlönd á lægra verði en nokkurt annað aðildarland Vesturlanda mundi geta dreimt um.

Ég held það sé mikill misskilningur sumra, að Vesturlönd séu að sækjast eftir nokkru öðru en þessu - - Vesturlönd ráði yfir miklu betri iðnaði en Úkraína, og það veit enginn hvort að olía sé vinnanleg með "fracking" aðferðinni innan Úkraínu "eins og sumir halda fram."

Aftur á móti, er enginn vafi á -hefur verið þekkt um aldir- að gæði moldarinnar í Úkraínu eru einstök, hin fræga svarta mold. Það sé hin eiginlega auðlind landsins.

 

Niðurstaða

Ég er alveg sæmilega bjartsýnn um það að til lengri tíma litið rétti Úkraína við sér, og nálgist lönd eins og Pólland - sem í dag er nærri 3-falt ríkara per haus en Úkraína. En 1990 stóðu þær þjóðir jafnfætis. En næstu ár verða mjög erfið fyrir Úkraínu, á því er enginn vafi.

Og það er - besta spá. Verri spá væri hreinlegar hörmungar, ef stríðið blossar upp að nýju.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. desember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband