Hvenær er að marka kosningar og hvenær ekki? Skv. útgefnum niðurstöðum í A-Úkraínu eru leiðtogar uppreisnarmanna endurkjörnir með háu hlutfalli atkvæða

Skv. opinberum tölum frá svæðum uppreisnarmanna -

  1. "The central election committee in Donetsk said that the separatist leader Aleksandr Zakharchenko, the prime minister of the breakaway region called the Donetsk People’s Republic, had won the balloting there with about 78 percent of the vote. He will now have the title of head of the region."
  2. "In the other breakaway region, Luhansk, election officials said Igor Plotnitsky had been elected as leader with about 63 percent of the vote."

Vandinn við þetta er að sjálfsögðu sá að afar fátt bendir til þess að þessar kosningar hafi verið það sem kallað er "frjálsar kosningar." En þetta sannarlega voru "kosningar."

Það virðist eins og ef marka má suma "netverja" að það eina sem til þurfi svo um lýðræði sé að ræða séu "kosningar" en í Sovétríkin höfðu reglulega kosningar, það hefur Kína, og svo annað dæmi sé nefnt þá voru reglulegar kosningar í tíð eins flokks kerfis í Mexíkó sem stóð í um 80 ár eða svo.

Það sem þær kosningar eiga sameiginlegt er, að þær voru ekki frjálsar - ekki í Kína, ekki í Sovétríkjunum og að sjálfsögðu ekki meðan Mexíkó hafði eins flokks kerfi.

Ukraine Rebels Keep Power in Elections in Breakaway Regions

Moscow recognises Ukraine separatist vote

Ukraine crisis deepens after rebel elections in the east

A pro-Russian separatist stands guard during the self-proclaimed Donetsk People's Republic leadership and local parliamentary elections at a polling station in the settlement of Telmanovo, south from Donetsk November 2, 2014.  REUTERS/Maxim Zmeyev

"A pro-Russian separatist stands guard during the self-proclaimed Donetsk People's Republic leadership and local parliamentary elections at a polling station in the settlement of Telmanovo, south from Donetsk November 2, 2014. "
  1. Eitt vekur athygli, að á sama tíma og kjör fór fram - - voru matarúthlutanir í kosningamiðstöðvum. En dagana á undan skv. fréttum höfðu bílalestir með matvæli komið frá Rússlandi. Það veit enginn hvort að þær fluttu einnig vopn - en það getur vel verið. En leiðtogi t.d. Donetsk Alþýðulýðveldisins, Alexander Zakharchenko, var kokhraustur - sagði að uppreisnarmenn væru tilbúnir til þess að ná öllu héraðinu á sitt vald. Þeir biðu þess að stjórnvöld í Kíev afhentu borgir á þeirra valdi án bardaga. Ef e-h er að marka þá rödd, þá er sennilega töluvert að marka þann orðróm að miklar vopnabirgðir hafi á undanförnu streymt til uppreisnarmanna. 
  2. Eins og sjá má á mynd, þá sáu fréttamenn vopnaða uppreisnarmenn inni í kosningamiðstöðvum - - ekki bara fyrir utan. Það má ætla að þannig skapist andrúmsloft ótta. Borgarar koma til þess að fá mat - síðan sjá þeir vopnaða verði út um allt með hríðskotariffla um hönd. Það getur mjög vel þítt, að fólk hafi kosið af "ótta." Frekar en vilja.
  3. Stofnanir á vegum SÞ hafa kvartað yfir því að sveitir uppreisnarmanna handtaki fólk án dóms og laga. Að auki hafa borist skýrar vísbendingar um nauðungarvinnu. Fyrir utan að fregnir hafa borist af því að fólk hafi verið tekið af lífi - einnig án dóms og laga. Með þetta í huga, munum að í grimmum húmor kalla "öryggissveitir" Donesk Alþýðulýðveldisins sig "NKVD" í höfuðið á leynilögreglu Stalíns. En þekktasti yfirmaður hennar Bería var þekktur blóðhundur. Jafnvel þó það sé e-h húmor við þetta af grimmu tagi, þá eru það samt sem áður "skilaboð" til fólks í því héraði, að meðlimir þeirra sveita noti það nafn - jafnvel þó það eigi að kallast grín. Önnur vísbending um andrúmsloft ótta.
  4. Það er rétt að nefna, að það séu ekki vísbendingar þess - - að aðrir en uppreisnarmenn hafi rekið kosningabaráttu á svæðum uppreisnarmanna í Luhansk eða Donetsk. En lykilatriði í því að kosningar séu frjálsar. Er að þeir sem eru á öðru máli, fái að halda sínum málstað á lofti og kynna fyrir kjósendum. En það eru engar vísbendingar þess að svo hafi verið. Það sama átti við kosningarnar á Krím-skaga þegar þær fóru fram.

Þannig er það, að þegar kosningar eru ekki frjálsar, þegar þær fara fram í andrúmslofti ótta eða góð ástæða er að ætla að svo sé, og ekki síst - þegar skýrar vísbendingar eru þess efnis að kjósendum hafi verið mútað til að mæta á kjörstað. Þá er ákaflega erfitt að mæla með því að mark sé tekið á úrslitum.

Ég vil meina að nákvæmlega ekkert sé unnt að fullyrða um þau úrslit. Það sé allt hugsanlegt, frá því að þau séu "rétt mæling á vilja kjósenda" yfir í að þær hafi verið eins marklausar og kosningar í Sovétríkjunum voru. Með öðrum orðum, að ekki sé unnt að stóla á að úrslitin séu rétt.

Það þíðir eiginlega að - ekki sé unnt að líta á þær sem markstækar. Þegar ekki er unnt að sína fram á að þær séu það, verði að álykta á þann veg, að þær séu það líklega ekki. En þegar kemur að kosningum þá er rétt að hafa sönnunarbyrði "öfuga" þ.e. ef ekki sé unnt að sanna að kosning hafi farið rétt fram.

 

Niðurstaða

Ef maður ber þessar kosningar við nýlega afstaðnar kosningar í meginhluta Úkraínu. Þá er almennt talið að þær hafi farið rétt fram þ.e. verið frjálsar og heiðarlegar. En það var fjöldi eftirlitsmanna með þeim kosningum frá öðrum löndum. En gengið var úr skugga um að aðilar fengu tiltölulega jafnan aðgang að fjölmiðlum. Andstöðuflokkur var til staðar og sá fékk óhindrað að keppa um hylli kjósenda. Hann fékk tæplega 10% atkvæða - - meirihluta á sumum svæðum í A-Úkraínu t.d. í Luhansk og Donetsk þ.s. stjórnarherinn ræður. Síðan vekur athygli að flokkur forsætisráðherra fékk milli 20-30% atkvæða. Meðan að flokkur forsetans fékk ívið minna en einnig milli 20-30%. Aðrir flokkar minna. Þarna séu ekki á ferð úrslit sem slá mann sem "greinilega ótrúleg."

Það er alltaf ástæða til að sjálfvirkt tortryggja úrslit, sem sína að einn aðili fái mun hærra hlutfall en 50%, þegar um er að ræða kosningar um "raunverulegar valdastöður." En slíkar eru ávalt mun umdeildari en virðingarstöður sem lítil völd fylgja.

En slík úrslit eru einmitt dæmigerð fyrir "ófrjálsar kosningar" þ.s. valið er í reynd ekki frjálst, úrslit jafnvel fölsuð.

 

Kv.


Bloggfærslur 3. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 846735

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband