Joe Biden ásakar bandamenn Bandaríkjanna, fyrir að hafa stuðlað að því að "Islamic State" samtökin urðu til

Þessi ummæli vekja athygli, en Biden var staddur á fundi með háskólastúdentum sl. fimmtudag í Harvard. Þetta er í fyrsta sinn, sem háttsettur ráðamaður innan Bandaríkjanna - opinberlega kvartar undan hegðan bandamanna Bandaríkjanna árin sem borgarastríðið innan Sýrlands hefur staðið.

Biden Apologizes to Turkish President

 

Syrian border town still under siege by Islamic State despite allied air strikes

Turkey clashes with US over rise of ISIS

 

Það er vart unnt að ímynda sér að Biden sé að segja þetta óvart:

------------------------------------------------

Joe Biden - "Our allies in the region were our largest problem in Syria.” - “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? . . . They poured hundreds of millions of dollars and thousands of tonnes of weapons into anyone who would fight against Assad.” - Except that the people who were being supplied were [al-Qaeda affiliate Jabhat] al-Nusra and al-Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.

  1. "In an apparent attack at former colleagues such as Hillary Clinton, ex-secretary of state, who pushed during President Barack Obama’s first term for the US to arm the Syrian opposition..."
  2. "..., Mr Biden suggested that such a step would have left weapons such as anti-aircraft missiles in the hands of Isis and al-Qaeda."

------------------------------------------------ 

En hann virðist vera að staðfesta - - þ.s. mér hefur virst vera í gangi í Mið-Austurlöndum, að utanaðkomandi ríki hafi verið að misnota stríðið í Sýrlandi, til að vega hvert að öðru með óbeinum hætti.

Leitast við að gera stríðið að "proxy war" sín á milli, þ.e. sérstaklega Arabalöndin - - þá Saudi Arabar og flóa Arabar - - sem hafi dælt linnulaust fé og vopnum, einmitt eins og Biden sagði - - > hvern þann sem var til í að berjast.

Meðan að Íran -sérstaklega- studdi stjórnina í Damascus, er hefur verið bandamaður Írana í gegnum árin, þ.e. vart unnt að ímynda sér að án Írans og bandamanna Írans þ.e. Hesbollah, hefði stjórnin í Damascus haldið velli. Á sama tíma, má vænta þess að - - án áhuga Írana. Hefðu Saudar og Flóa Arabar líklega ekki heldur skipt sér eins mikið af þeim átökum.

Rússland hefur einnig stutt stjv. í Damascus - í formi vopnasendinga. Síðan rétt eftir sl. áramót, samdi Rússland við stjv. í Damascus, um gas- og olíuleit í lögsögu Sýrlands.

  • Eins og við vitum, þá hefur "ISIS" síðan "IS" risið upp úr þeim jarðvegi, sem þar myndaðist - - að utanaðkomandi "jihad"-istar leituðu eins og mý að mykjuskán, til Sýrlands.
  • Og gátu þar fengið vopn og peninga til að berjast. Smám saman urðu "erlendir stríðsmenn" að meginaflinu meðal þeirra fylkinga sem berjast við Assad.
  • En þ.e. 2013, en átökin hófust 2011, sem að "ISIS" rís upp og sópar þannig séð, völlinn. Stórt hlutfall erlendu "jihad"-istanna virðist hafa gengið í lið með "al Baghdadi" þegar hann það ár, lýsti yfir stofnun "ISIS."
  • Og sá hópur hafði verið mikið til vopnaður af Arabaríkjunum við flóann, og Saudi Arabíu.

------------------------------------------------

Biden bætti við - - “Everyone in the region has awakened, now under US leadership the coalition has been put together and they are moving.” - “Saudi Arabia has stopped the funding going in” and “the Qataris have cut off their support for the most extreme elements of the terrorist organisations” - “It took a while for Turkey, a Sunni nation, to figure out that ISIL was a direct and immediate threat to their well-being,

Tyrkland virðist hafa einnig spilað sinn eigin leik - - með því, að viðhafa nánast ekkert eftirlit við landamærin að Sýrlandi - - og heimila þekktum "Jihad"-istum að fara viðstöðulaust yfir landamærin.

Að auki, lá megin birgðaflutningaleið uppreisnarmanna, í gegnum Tyrklands. Og þ.e. augljóst að í algeru lágmarki, þá létu Tyrkir það afskiptalaust.

Skv. fréttum kvartaði forseti Tyrklands formlega undan ummælum Biden:

------------------------------------------------ 

Skv. talsmanni Biden - “The vice president apologized for any implication that Turkey or other allies and partners in the region had intentionally supplied or facilitated the growth of ISIL or other violent extremists in Syria,” - “The United States greatly values the commitments and sacrifices made by our allies and partners from around the world to combat the scourge of ISIL, including Turkey.”

------------------------------------------------ 

  1. Takið eftir - - að Biden skv. því, hefur ekki dregið til baka þá ásökun, að bandamenn Bandaríkjanna hafi stuðlað að því að "ISIS" varð til.
  2. Einungis, skýrt ummæli sín með þeim hætti, að þau feli ekki í sér þá ásökun - að þeir hafi vísvitandi ætlað "ISIS" að verða til. 

 

Niðurstaða

Þetta eru með eftirminnilegustu ummælum sem ég hef séð frá svo háttsettum Bandaríkjamanni - í langan tíma. Ég tek þessum ummælum eins og þau standa, þ.e. að þau sýni fram á - að sín mín á rás atburða hafi verið rétt. Með þeim hætti, að Bandaríkin sjálf, hafi að mestu verið "áhorfendur" að "proxy war" bandamanna sinna -Saudi Araba og flóa Araba- við Íran, sem hafi blossað upp af krafti - meðan átökin innan Sýrlands hafa staðið yfir.

Með því að styðja hvern þann sem vildi berjast við Assad. Hafi bandamenn Bandaríkjanna, endurtekið mistök Bandaríkjanna sjálfra í Afganistan á 9. áratugnum, þegar þau "óvart" stuðluðu að tilkomu "al Qaeda" er þau með sambærilegum hætti - vopnuðu og þjálfuðu hvern sem vildi berjast í Afganistan, gegn her Sovétríkjanna þar.

"Al Qaeda" síðar reis upp og beit Bandaríkin með eftirminnilegum hætti, í svokölluðum 9-11 atburði. Það tók síðan Bandaríkin - nokkur ár. Að - að mestu, berja þau samtök niður. Og leita Osama Bin Laden uppi, og koma honum fyrir kattarnef.

  • En nú virðast bandamenn Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda, hafa tekist að skapa - - enn verra skrímsli, þ.e. "Islamic State."

Ég samþykki með öðrum orðum, ekki þá kenningu - að Bandaríkin sjálf, hafi verið einhver pottur og panna að baki tilurð "IS" eins og hópur "and bandarískra netverja heldur fram."

En það virðist byggja stórum hluta á því, að bandamenn Bandar. eiga í hlut, en það ágæta fólk áttar sig ekki á því - - að þó að land sé bandamaður Bandaríkjanna - - > Þá þíði það ekki endilega. Að það land fari alltaf í einu og öllu að vilja Bandaríkjanna. 

Við getum t.d. tekið sjálf okkur sem dæmi - - en Ísland hefur ekki hingað til hætt hvalveiðum. Ef það væri svo, að vera bandamaður Bandar. væri það sama, og sitja og standa skv. vilja Bandar. í einu og öllu; þá væri það ekki svo að Ísland hefði í gegnum árin - - komist upp með að hundsa vilja Bandaríkjanna innan Alþjóða Hvalveiðiráðsins.

  • Það kemur alveg fyrir, að bandamennirnir eru að framkvæma sína eigin stefnu.

 

Kv.


Leiðtogar Katalóníu ætla að halda almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, þó að stjórnarskrárdómstóll Spánar hafi bannað hana

Það eru vísbendingar þess að deilan milli Katalóníubúa og yfirvalda á Spáni sé að - hitna. En í frétt á vef Financial Times kemur fram, að skv. nýlegri skoðanakönnun. Mælist stuðningur kjósenda - við það að atkvæðagreiðslan verði haldin 70%. Að auki skv. þeirri könnun, fær enginn flokkur sem er andvígur því að atkvæðagreiðslan fari fram - - meir en 5% fylgi.

Athygli vekur, að "Partito Popular" hægri flokkur Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, mælis skv. þeirri könnun, einungis með 2% fylgi í Katalóníu.

Síðan er afstaða kjósenda í Katalóníu bersýnilega að harðna - - því nú mælist stærstur flokka þar, flokkur harðra sjálfstæðissinna, meðan að hófsamir sjálfsstæðissinnar flokks héraðsstjórans - þeirra fylgi hefur dalað. Er sá flokkur þá næsti stærsti flokkurinn - í staðinn.

  • Þetta er örugglega styrkir Artur Mas, leiðtoga héraðsins, í því að - - standa í hárinu á spænskum stjórnvöldum.
  • Hafið í huga, að þetta er meiri stuðningur við sjálfstæðiskröfu að hlutfalli, en kom fram í Skotlandi. 

Catalan leaders vow to press on with referendum vote

Graphic: Catalonia by the numbers.

Það er gríðarlegur munur á nálgun breskra stjórnvalda á drauma skoskra þjóðernissinna, og á nálgun spænskra stjórnvalda á drauma katalónskra þjóðernissinna!

Eins og kom fram í minni síðustu umfjöllun um þetta mál:

Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

Þá er nálgun spænskra stjórnvalda - - þvermóðskan ein. sbr. þ.s. ég sagði síðast "...hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina." - "Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."

Hvað hefur síðan gerst í Bretlandi? Stjórnvöld ekki einungis -heimiluðu atkvæðagreiðslunni að fara fram- og samtímis var gersamlega ljóst að útkoman mundi vera virt. Heldur hefur David Cameron staðfest - að staðið verði við loforð um það, að "auka sjálfforræði" einstakra héraða í Bretlandi.

  1. Mér virðist einmitt það vera að gerast sem ég óttaðist, að sjálf þvermóðska spænskra stjórnvalda, sé að hleypa vaxandi hörku í málið.
  2. Og mér virðist að hún sé einnig að hafa þau öfugu áhrif innan Katalóníu, að "auka fylgi við sjálfstæði."

Þvert ofan í þ.s. hægri menn á Spáni - virðast óttast.

Þá getur hin þvermóðskufulla afstaða forsætisráðherra Spánar og flokks hans, verið að auka líkurnar á því - - að Katalónía á endanum segi skilið við Spán.

Síðan þarf að muna eftir því, að Katalónía er "auðugasta hérað Spánar" - - ef eins og getur stefnt í, málið fer í átök og vesen, þá gæti það augljóslega - - skaðað efnahag Spánar.

Atriði, sem Spánn má ekki við - augljóslega.

 

Ég held að stjórn Spánar, hefði mjög auðveldlega getað komið í veg fyrir þessa atkvæðagreiðslu, með allt öðrum hætti

Það er, ef ríkisstjórn Spánar - hefði verið til í að taka upp þá umræðu við héröðin á Spáni. Að ræða almennt um valdahlutföll milli miðstjórnarvaldsins og héraðanna.

En áður en krafan um sjálfstæði blossaði svo ákaft upp í Katalóníu. Hafði Katalónía - krafist að fá að halda eftir, auknum hluta skatttekna sem þar verða til.

Þ.e. Katalónía eftir allt saman er - auðugasta héraðið. Þá rennur mikið skattfé þaðan, til þess að styrkja fátækari héröð sérstaklega á S-Spáni, þ.s. fátæktin er einna mest.

Þessi spurning kom upp, eftir að kreppan á Spáni hófst, og krafan um útgjalda niðurskurð fór að "bitna á héröðunum" - - Katalónía sá auðvitað, að ef hlutfall skatttekna sem Katalónía má halda eftir "væri aukið" hefði niðurskurðarkrafan bitnað mun minna á opinberri þjónustu innan Katalóníu.

  • spænsk stjv. höfnuðu þessum kröfum algerlega.

En þ.e. fremur sennilegt, að spænsk stjv. hafi á þeim tímapunkti, getað lent málinu - og stöðvað það í fæðingu.

En eftir að kröfum Artur Mas var hafnað, þá tók hann upp sjálfsstæðiskröfuna. Það virðist a.m.k. síðan þá, að sú krafa hafi náð mjög miklum hljómgrunni meðal íbúa í Katalóníu.

  1. Á sínum tíma, fóru Bretar einnig að með öðrum hætti, en Skotland er nú búið að vera með sjálfsætt þing um nokkurn tíma. Skotar fengu það fyrir nokkru síðan.
  2. Og það þing fékk "raunveruleg völd" og það þíddi að Skotar fengu einmitt þ.s. Katalónar áður fóru fram á, "hlutdeild í skatttekjum."

Munurinn er sem sagt sá - - að bresk stjv. virðast alltaf hafa verið tilbúin til "málamiðlana."

Meðan, að spænsk stjv., með afstöðu sinni - - að gefa ekki eftir "nögl á fingri." Það bjóði hættunni heim.

  • Þó það hafi verið rifist um sjálfstæðismálið í Skotlandi og í Englandi - - þá varð málið aldrei mjög heitt.
  • En annað gæti verið uppi á teningnum á Spáni.
  1. En t.d. - hvað gerist, ef eins og nú blasir við, að flokkar sjálfsstæðissinna í Katalóníu.
  2. Segjast ætla að framkvæma kosninguna, þó svo hún sé úrskurðuð ólögleg, og þó svo að Mariano Rajoy, hafi sagt munu koma í veg fyrir hana með öllum tiltækum ráðum?
  • Mér dettur t.d. sá möguleiki til hugar, að "leiðtogar sjálfsstæðissinna í Katalóníu verði handteknir" - "þeir ákærðir jafnvel fyrir landráð" - "dregnir fyrir dóm."

En það er sennilega alfarið innan lagaramma, stjórnvöld á Spáni, mundu geta látið handtaka þá - - og formlega ákæra. Það má vera, að hægt væri að hafa það "landráðakæru."

  • Það getur líka verið, að fjölmennt lögreglulið verði sent á staðinn af hálfu stjv. - kjörgögn gerð upptæk - kjörstaðir innsiglaðir - o.s.frv. En látið vera að handtaka leiðtogana.

Punkturinn er sá, að í báðum tilvikum mundi líklega sjóða upp úr: Ég hugsa að fjölmenn mótmæli á götum í Katalóníu, skipulögð óhlýðni borgar o.s.frv. - - væri afskaplega líkleg.

Þá mundi efnahagsskaði fyrir Spán, verða yfirgnæfandi líklegur.

 

Niðurstaða

Mér virðist deilan milli Katalóníu og stjórnvalda á Spáni. Vera á leið inn í stöðu - þegar átök verða hratt vaxandi að líkindum. En ef flokkar sjálfsstæðissinna, gera alvöru úr því að setja undirbúning atkvæðagreiðslu íbúa héraðsins á fullt. Eftir að hún hefur verið úrskurðuð - brot á stjórnarskrá Spánar. Með stefnu á að halda hana skv. áður útgefinni dagsetningu 9. nóv. nk. 

Þá virðist mér ljóst að stjv. á Spáni - muni gera alvöru úr því. Að hindra að hún fari fram.

Þá í ljósi þess, hve stuðningur við það að atkvæðagreiðslan verði haldin virðist orðinn mikill innan Katalóníu - - blasir við í kjölfarið, miklar líkur á fjölmennum mótmælum, og borgaralegum óróa.

Þessi deila mundi þá líklega fara að hafa neikvæð efnahags áhrif fyrir Spán. Eitthvað sem Spánn þarf alls ekki á að halda.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. október 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband