Liggur kannski kynslóða slagur að baki vanda Evrópu?

Ég setti inn athugasemd um þennan möguleika á blogg Wolfgang Münchau, Eurozone stagnation is a greater threat than debt, og mér fannst undirtektir sæmilega góðar. En þetta er annar póll á það, af hverju Evrópa er í þessu ástandi - að vera stórskuldug, það ekki bara einstök ríki, heldur samfélögin sjálf, atvinnulíf til viðbótar, og sveitastjórnir að auki - samtímis að mikil og hörð andstaða er við svokallaða verðbólguleið. Samtímis að álfan sem heild virðist stefna í verðhjöðnun.

 

Hvernig gæti kynslóða slagur skipt máli?

Útgangspunkturinn er; hvernig meta einstaklinga sem eru á eftirlaunum sína hagsmuni?

  1. Mig grunar, að ellilífeyrisþegar, séu í eðli sínu - andvígir verðbólgu. Því hún gæti skaðað þeirra sparnað, þar með grundvöll þeirra tekna, þar með þeirra kjör.
  2. Að auki, gæti verið að þeim mundi hugnast - verðhjöðnun. Því að slíkt ástand, mundi sennilega auka "raunverðmæti" þeirra ellisparnaðar, þar með kaupmátt þeirra lífeyris, þar með þeirra lífskjör.

Þá er seinni útgangspunkturinn sú spurning; hvort að - - ellilífeyrisþegar séu ef til vill orðnir það fjölmennir í samfélögum Evrópu, að þeirra sjónarmið geti ráðið ferð?

Gæti það skýrt andstöðu -sem er sérstaklega áberandi í Þýskalandi- gegn verðbólgu, að Þýskaland er án efa - - einna hlutfallslega elsta samfélag Evrópu?

Að auki virðist töluverður stuðningur við þau sjónarmið innan Þýskalands -að verðhjöðnun sé alls ekki slæm.

 

Aldraðir séu líklega til að grundvalla lífskjör sín á peningalegum eignum

Það skapar líklega aðra grunnhagsmuni, en hjá - yngra fólk á vinnumarkaði, sem skuldar hlutfallslega mun meira, á hlutfallslega minna af peningalegum eignum.

  1. Kenningin gæti þá verið sú, að ef aldraðir eru nægilega margir til þess að geta hindrað, að beitt verði þeim úrræðum, að "auka verðbólgu" - til að berjast við skuldakreppu og skort á hagvexti.
  2. Þá gæti niðurstaðan orðið akkúrat sambærileg þróun á við þá sem gerðist í Japan - - sem ath, er einnig ákaflega aldrað samfélag. Sú að nægileg andstaða sé innan samfélagsins gagnvart leiðum til þess að efla verðbólgu - - til þess að "þróun í átt til verðhjöðnunar verði ekki stöðvuð."
  3. Síðan séu aldraðir, ef þeir eru orðnir nægilega fjölmennir, líklegir til að - líta ekki neikvæðum augum á þá verðhjöðnun. Þannig líklegir til þess, að leitast við að hindra að úrræðum verði beitt til þess, að lyfta samfélaginu úr því ástandi.

Grunnhagsmunir yngra fólks, séu aftur á móti, að - - létta undir skuldum. Í þeirra augum, "er verðhjöðnun hræðileg því þá hækkar raunvirði skulda stöðugt" - samtímis því, að yngra fólk ætti að vera líklegt -sinna hagsmuna vegna- að styðja það að lánum sé eytt upp í verðbólgu.

Af því, að lækkun skuldabyrði leiðir til bættra kjara þess hóps.

  • Á milli aldurshópanna - séu líkur á reipitogi. Þegar skuldakreppa geisar. Og andstæðir hagsmunir koma þá fram.

 
Niðurstaða

Ef þessi kenning er rétt. Að kynslóðaslagur gæti legið að baki - andstöðu við það að vinna á mjög lágri verðbólgu, ástandi sem stefnir að því er virðist, í átt að verðhjöðnun. Að í skuldakreppu, sé líklegt að gjósa upp á yfirborðið - - mismunandi hagsmunir aldurshópa innan samfélaga.

Þá geti ráðið niðurstöðu - - hlutfallsleg skipting hópanna meðal íbúa.

Ef þ.e. allt rétt - - þá getur það verið, að ef aldraðir eru mjög fjölmennir, að þá verði mjög erfitt að ná fram samstöðu um aðgerðir gegn ástandi - verðstöðnunar, jafnvel verðhjöðnunar.

  • Þá geti íbúasamsetning verið mikilvæg skýringarbreyta fyrir því, af hverju samfélag - - endar í japönsku gildrunni.
  • Það gæti einnig hugsanlega gefið vísbendingu um það - - að slík samfélög geti verið lengi í því ástandi, eða þangað til að íbúasamsetning fer að breytast að nýju - - yngri hópunum í hag. Eftir því sem aldraðir enda ævina.

Kv.

Bloggfærslur 20. október 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband