Það virðist vinsæl kenning að færri unnar stundir á viku stuðli að aukningu framleiðni

Ég hef í sjálfu sér - ekki hugmynd hvort nokkuð sé að marka þá kenningu, eða ekki. En ég ræddi við nokkra í dag, þá hugmynd "Pírata" að fækka vinnustundum á viku í 35: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum.

"Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða."

Það er sem sagt uppi kenning: um samhengi milli vinnustunda og framleiðni.

 

Ég held að margir vanmeti "smæðar áhrif Íslands" annars vegar og hins vegar "samsetningu atvinnugreina" sem hugsanlega "hluta skýringu" á tiltölulega lágri framleiðni

  1. Öll þessi lönd eru miklu fjölmennari en Ísland, punkturinn í því er sá - að hér eru vinnustaðir almennt séð smáir; og mig grunar - - að vinnustaðir sem hafa 5.000 starfsmenn t.d. að á slíkum sé frekar grundvöllur fyrir notkun "vinnusparandi tækjabúnaðar" en á vinnustöðum er hafa 50 - 150 starfsmenn.
  2. Síðan er það spurning um samsetningu starfsemi, þarna er t.d. vitnað til landa eins og "Belgíu" - "Danmerkur" og "Frakklands." Allt lönd með þróaða framleiðsluatvinnuvegi. Punkturinn er sá, að mig grunar einnig, að þegar verið er að framleiða "tæki" úr "stöðluðum einingum" - þá auðveldi það til muna það að koma við "vinnusparandi tækni" sem sé því "framleiðniaukandi."
  3. Á Íslandi er grundvöllurinn - - ferðamennska, sem í eðli sínu er ákaflega mannaflafrek, erfitt er að sjá með hvaða hætti væri unnt að beita vinnusparandi stöðlun, eða ef auka ætti vinnuframlag hvers og eins starfsmanns, gæti það bitnað að þjónustunni sjálfri og ánægju viðskiptavina. Síðan er það fiskur - fiskar eru náttúrulega ekki í eðli sínu "staðlaðir" - þú færð þá í margvíslegum stærðum, tegundum og einnig gjarnan margvíslegan annan meðafla. Síðan þarf vinnslan að glíma við þ.s. "veiðist" og ná verðmætum úr því. Þó að margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til tækjavæðingar hennar, virðist mér sennilegt að eðli aflans hafi hamlandi áhrif á það hve mikilli "framleiðni" sé unnt að ná fram.

Það sem ég hef bent á, er að Íslandi vanti framleiðslustörf einmitt af því tagi - - sem gætu verið í starfsemi þ.s. auðvelt væri að ná fram góðri framleiðni, því líklega - - háum launum.

Auk þessa, hef ég bent á það, að hér sé nóg af áli sem flutt sé út sem "hrávara" og því ekki nýtt til neins á Íslandi.

Mér virðist blasa við, að "tæknilega" sé fyrir hendi tækifæri, að líta á þetta "framleidda ál" sem - - vannýtta eða í reynd ónýtta auðlind.

Og að Íslendingar, þurfi að horfa akkúrat til nýtingar þeirrar auðlindar, til þess að skapa hér á Íslandi þau verðmætu framleiðslustörf er akkúrat gætu skaffað þau háu laun - - sem svo marga hér á landi langar til að auðnast.

  • Jafnvel þó um væri að ræða einungis framleiðslu álfelga - styrktarbita - íhluta í önnur tæki - jafnvel leikföng --- hvað sem er, sem væri tiltölulega einfalt að framleiða.
  • Þá væri það strax framför - - aukning á verðmæti þess áls sem væri nýtt til þeirrar framleiðslu.

Auðvitað felast há launuðu störfin, í framleiðslu - - á hærra þrepi í "tæknistiganum" en framleiðsla slíkra tiltölulega einfaldra hluta.

En einhvers staðar þarf að byrja! Það þarf að læra að ganga áður en maður getur lært að hlaupa.

Mig grunar með öðrum orðum, að samsetning atvinnuvega hér, sé að verulegu leiti skýring þess, að framleiðni sé tiltölulega lítil á Íslandi.

Ég efa því, að þó svo að "lögboðin væri stytting vinnuviku" að þá mundi það í reynd leiða til þess að meðal Íslendingurinn mundi í reynd "vinna skemur per viku að meðaltali." Vegna þess að sú starfsemi sem mikið til fer fram hér virðist ekki megna að bjóða það há laun, að fólkl mundi telja sig hafa efni á að fækka við sig unnum stundum.

Okkur vanti "há virðisauka framleiðslu" sem geti skilað hárri framleiðni og dýrum störfum. Störf sem einmitt þau lönd sem vitnað var í að ofan - - hafa.

Ísland hafi einungis gengið í gegnum "iðnvæðingu" í einni grein - - sjávarútvegi.

Það skorti að landið iðnvæðist einnig í - - áliðnaði, þá meina ég ekki í formi nýrra álvera.

  • Ég held að þetta sé "stórt algerlega ónýtt tækifæri."

 

Hvernig munu vinnuveitendur bregðast við því, ef lögboðið væri að unnið skuli ein klst. skemur í dagvinnu?

Mér dettur í hug, að "tekin verði af" - - "kaffi" og "matarpásur." Þannig að morgunverðurinn verði sannarlega "mikilvægasta máltíð dagsins" því að fólk verði orðið "hungrað" þegar dregur að lokum vinnu annað hvort kl. 3 eða 4.

Annar möguleiki er að "áhrifin séu nær engin" þ.e. að fólk fari einfaldlega klst. fyrr yfir á yfirvinnutaxta.

Með öðrum orðum, að fólk vinni jafn lengi - og áður. Vinnufyrirkomulag verði það sama áfram, og ekki verði hreyft við "kaffi" og "matarpásum."

--------------------------

Kannski er það síðara - sennilegra. 

 

Niðurstaða

Mig grunar að áhrif lögboðinnar breytingar úr 40 stunda vinnuviku í 35 stundir á mælda framleiðni, verði mjög sennilega akkúrat engin. En sennilegast þá muni fólk áfram vinna sama klst. fjölda og áður, fólk þurfi á þeim launatekjum að halda - - sem fullri vinnu fylgi. 

Varðandi af hverju framleiðni er lág á Íslandi - - þá grunar mig að ástæðan sé ekki sú að fyrirtækjum sé illa stjórnað eða íslenskir stjórnendur séu vanhæfari en stjórnendur annars staðar. Heldur stafi tiltölulega lág framleiðni hérlendis - - af annars vegar "smæð landsins" sem leiði til þess að ísl. vinnustaðir séi smáir miðað við vinnustaði í öðrum löndum - og - hins vegar af samsetningu atvinnuvega hérlendis sem séu atvinnuvegir er séu í eðli sínu mannaflsfrekir og síður til þess fallnir en megin atvinnuvegir stórra Evrópulanda að verði við komið vinnusparandi tækni sem auki framleiðni.

  • Að auka framleiðni hér, snúist því ekki síst um - að breyta samsetningu atvinnuvega.
  • Að hækka laun til langframa, snúist um það sama.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. október 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband