Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Úps, það var enginn hagvöxtur á 4. ársfjórðungi 2010. Þvert á móti minnkaði hagkerfið milli 3. og 4. ársfjórðungs 2010 um 1,5%! Samdráttur fyrir árið 2010 3,5%!

Samkvæmt niðurstöðu Hagstofu Íslands, var hagvöxtur/samdráttur eftir ársfjórðungum:

  1. -0,1 
  2. -0,4
  3. +2,2
  4. -1,5

Það þarf varla að taka fram, að þessi niðurstaða setur síðustu spá Seðlabanka Íslands í uppnám, þá sem kom fram í nóvember sl.

Sjá umfjöllun: Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?

En Seðlabankinn taldi þá að hagvöxtur hefði hafist á 3. fjórðungi 2010 og sannarlega skv. niðurstöðu Hagstofu Íslands virðist hafa mælst vöxtur um 2,2% á 3. ársfjórðungi 2010.

En, miðað við þá niðurstöðu að síðan, hafi samdráttur átt sér stað á 4. ársfjórðungi, þá er ekki lengur hægt að halda því fram, að viðsnúningur sé klárt hafinn.

Héðan í frá, verður spennandi að sjá, hvað tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011 munu bera með sér. 

Frétt Bloomberg: Iceland Economy Contracts on Imports, Government Spending

Eins og kemur fram í tilvitnun að neðan, þá virkilega töldu Seðlabankamenn að viðsnúningur væri hafinn, og spá þeirra var um samfelldan viðsnúning frá 3. fjórðungi 2010 og síðan áfram. Þetta hefur klárt ekki gengið eftir, og það geta ekki annað en verið mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010

"Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins. Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár." - "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá. Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%."

 

Sjá Hagstofa Íslands: Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2010 - - Landsframleiðsla 2010

Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010

  • Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6%
  • Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5%
  • Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9%
  • Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0%
  • Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%
  • Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6%
  • Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%

Árið í heild: tölur sýna magnbreytingar í prósentum

...................................................................2008.......2009.....2010  Einkaneysla...................................................-7,9.......-15,6.......-0,2
Samneysla......................................................4,6........-1,7........-3,2
Fjárfesting...................................................-19,7.......-50,9.......-8,1
Þjóðarútgjöld.................................................-8,5.......-20,7.......-2,5
Útflutningur alls...............................................7,0.........7,0.........1,1
Vörur............................................................11,4.........2,4.......-2,0
Þjónusta........................................................-2,2.......18,3........6,5
Innflutningur alls...........................................-18,4......-24,0.......3,9
Vörur............................................................-18,2.....-27,2.......2,2
Þjónusta Services...........................................-18,8......-17,0.......6,7
Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product).....1,4.......-6,9......-3,5
Vergar þjóðartekjur (Gross National Income)......-17,6.......-8,1.......0,3

 

Seðlabankamenn voru of bjartsýnir!

Seðlabankamenn vanmátu samdrátt 2010 um heilt prósent, þ.e. í stað -2,5% varð hann -3,5%. Stór hluti af skekkjunni getur auðvitað verið skortur á hagvexti síðasta árshluta 2010, miðað við þ.s þeir reiknuðu með.

En, þ.s. verður spennandi að sjá, er hver framvinda 1. fjórðungs 2011 verður. Því miður koma þær tölur ekki alveg á næstunni.

En miðað við skekkjuna í væntingum Seðlabanka og þeirrar útkomu sem varð, verður líklega að líta á spá Seðlabanka um framvindu þessa árs þ.e. hagvöxt upp á 2,1% sem ólíklega. En, í umfjöllun minni um þá spá, ákvað ég að spá hagvexti upp á 1%.

Kannski rætist það - en eins og sjá má að ofan, þá virðist hagkerfið raunverulega vera að ná botni. Aukning hefur orðið á innflutningi á ný og það var mjög lítill samdráttur í neyslu. Fjárfesting mun vart halda áfram að minnka, enda þegar kominn í sögulegt lágmark miðað við fjárfestingu síðasta árs.

En hagkerfið, getur einnig botnað án þess að það verði umtalsverður mældur hagvöxtur. En, sem dæmi spáði Greiningardeild Arion Banka einungis 0,5% hagvexti. Það er auðvitað möguleg útkoma einnig, að ástand stöðnunar eða nær stöðnunar taki við og ríki þetta ár.


Kv.


Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück, hvetja Merkel Kanslara Þýskalands, til að taka forystu um að stýra Evrópusambandinu, út úr núverandi vandræðum!

Þetta er ósköp einfalt. Evrópusambandið er í stórfelldum vandræðum með Evruna. En, þau vandræði eru enn fullkomlega leysanleg. En, lausnin krefst smávegis pólitísks hugrekkis og getu pólitíkusa til að horfa út fyrir einhverja þrönga skilgreiningu á þörfum sinna umbjóðenda - þ.e. kjósenda síns lands.

En, tími til að framkalla þá lausn, er að renna út og það hratt. Það er raunveruleg og alvarleg hætta á að krýsan magnist svo stórfellt, að sjálft samstarfið um Evruna falli ásamt stórum hluta bankakerfis álfunnar. Í kjölfarið kæmi svo hildjúp kreppa fullkomlega sambærileg við kreppuna í Bandar. á 4. áratugnum.

 

Fyrrum utanríkisráðherra- og fjármálaráðherra Þýskalands, skora á Merkel í orðalagi, sem er beinskeitt og um leið, klárlega inniheldur mikla tilfinningu:

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück: Germany must lead fightback

"The time for stumbling through the euro crisis is over. Piecemeal approaches and wait-and-see attitudes are endangering European integration. We now need a more radical, targeted effort to end the current uncertainty, and provide stronger support for the future of Europe’s common institutions. This must also protect the European Central Bank from becoming Europe’s “bad bank”, and ensuring its credibility and independence in guarding a strong euro."

 

Áhugavert að þeir nefna ECB, en ég hef heyrt af áhyggjum sem farnar eru að skapast, vegna gríðarlegra kaupa hans í dag á bréfum útgefnum að aðilum í vandræðum, sem klár hætta er um að geti síðar reynst slæm fjárfesting. Þetta geti leitt til jafnvel gjaldþrots Seðlabanka Evrópu.

Auðvitað er það einungis fræðileg hætta, þ.s. aðildarríki Evrusvæðis eru sameiginlega ábyrg fyrir skuldum ECB. En, hættan snýst þá um þann möguleika, að ríkin geti neyðst til að leggja honum til fjármagn.

Spurning einnig hvað slíkt gerir fyrir tiltrú umhverfisins á stjórnendum hans og til bankans sjálfs.

 

"The required solution is a combination of a -

  1. haircut for debt holders,
  2. debt guarantees for stable countries and
  3. the limited introduction of European-wide bonds in the medium term,
  4. accompanied by more aligned fiscal policies.
  5. These measures would only work together; none alone would restore stability."
  • "For example, we need a haircut for holders of Greek, Irish, and Portuguese debt."
  • "But we also must ensure that solvent member states, such as Spain and Italy, are not drawn into the downward spiral of financial speculation."
  • "We therefore must simultaneously guarantee the entire outstanding eurozone debt of stable countries, backed by an enhanced rescue fund."
  • "Here, eurobonds would send the message that Europe is strong, united and willing to deal jointly with whatever ­critical market situation emerges."
  • "But these bonds should only be launched with co-ordinated fiscal policies ensuring common minimum standards."

 

Eitt er öruggt. Lausnin - hver sem hún verður, eða ekki - þarf að vera víðtæk. Ekkert minna en sameiginleg lausn hefur nokkurn möguleika.

Ég er mjög ánægður með það, að þeir leggja til að stjórnmálamenn Evrópu hætti að afneita því augljósa, að löndin þegar í vanda munu ekki geta borgað allar sínar skuldir. Þörf fyrir höfuðstóls lækkanir er augljós. Annars, er ekkert annað framundan, en neikvæður hagkerfis spírall framkallaður af skuldakreppu, sem veldur því að vandinn spinnur upp á sig og magnast. Gjaldþrot óhjákvæmilegt endamark - nema að kjósendur þeirra ríkja geri fyrst uppreisn og yfirgefi Evruna.

Sameiginleg trygging skulda, ætti alveg að geta virkað, og stöðvað þann spíral sem er í gangi, sem er að framkalla hættu á dóminó áhrifum þ.s. land eftir land er neytt út af skuldamarkaðinum, sem leiðir til fjármögnunar krýsu þess lands, og annað hvort þörf á neyðarfjármögnun eða greiðsluþroti sem alternatív.

Ef sá spírall heldur áfram, tekur Spán og Portúgal með sér, og síðan fer Ítalía og Belgía einnig að virka viðkvæm; er að á einhverjum tímapunkti gefist kjarnaríkin upp á að fjármagna stöðugt dýrari neyðarpakka. 

Þá tekur við keðja bankahruna í kjölfar greiðsluþrots ríkissjóða.

Þessi þróun er alls ekkert óhjákvæmilegt endamark. En, eins og staðan er orðin, þá er þetta endamarkið - nema, og aðeins nema, að nægilega umfangsmiklar og víðtækar sameiginlegar gagnaðgerðir séu framkvæmdar.

Það er engin leið framhjá því, að þetta verður óskaplega dýrt. En, hin útkoman verður til mikilla muna dýrari.

En, miðað við hegðun ríkjandi pólitíkusa undanfarna mánuði, virðist því miður mjög raunveruleg hætta á því, að hlutir fari þessa hrunleið.

 

"How would these three measures work?
  1. First, Greece, Ireland and Portugal urgently need to be released from a substantial part of their debt. Painful spending cuts and structural reforms alone – of an extent unheard of in modern economic history – will not allow them to escape their debt trap. In the interest of all of Europe, we need to restructure their debt."
  2. "In the case of Ireland, abolishing full state guarantees for private banks would allow their debt to be cut off at the root of the problem, while also letting private investors take their fair share of the burden. A new European framework for bankruptcies of financial institutions should support this. The current rescue programmes, if continued, then provide a firm basis for a return to economic growth."
  3. "Debt restructuring also has to be accompanied by measures to avoid contagion, making it obvious that the eurozone is indeed our common destiny. Here, Germany should be in the driving seat for more, not less European integration. It is high time to close the gap between financial and political integration in the eurozone. Financial markets expect an unambiguous political signal of the irreversibility of economic and monetary union, and they expect it now. And such a signal could be sent by introducing, in the medium term, new European bonds – although to avoid any moral hazard they should cover only a limited share of public debt."

 

Best að taka fram, að þessi ágætu herramenn eru félagar í þýska sósíal demókrata flokknum - ergo þýskir kratar. Með öðrum orðum systurflokkur Samfylkingar.

Þetta sést á hugmyndum þeirra, um viðbótar samvinnu/samþættingu á efnahags- og félagslega sviðinu.

Á hinn bóginn, er klárt að þ.e. þörf fyrir dýpkun Evru samstarfsins á efnahags sviðinu a.m.k. Ég meina, ef Evran á að vera á vetur setjandi til frambúðar.

En, annars er mjög raunveruleg hætta á endurtekningu krýsunnar í því seinna.

Slíkt felur auðvitað í sér mjög mikla breytingu í átt að myndun sameiginlegs ríkis - a.m.k. meðal Evrusvæðis ríkja.

Þetta myndi náttúrulega leiða til svokallaðrar 2-ja hraða Evrópu, frasi sem vísar til þess, að til staðar séu 2. megin hópar ESB aðildarríkja, sem ganga mis langt.

Með þessu, myndi samstarf um Evru fela í sér til mikilla muna meiri eftirgjöf sjálfstæðis, en er reyndin í dag.

Það á að sjálfsögðu eftir að vera mjög umdeilt! Ef slíkar hugmyndir komast í hámæli.

 

"...eurobonds will succeed only if complemented by new, far-reaching political reforms.

  1. This means empowering European institutions to establish tighter controls over fiscal and economic stability,
  2. alongside common minimum standards on wage and welfare policies,
  3. as well as capital and corporate taxation.
  4. In short: we need European government bonds,
  5. but we must put an end to beggar-thy-neighbour policies and
  6. harmful tax competition within the eurozone too."


Algerlega klárt að fyrsta atriðið er nauðsyn.

En, atriði 2. getur ekki gengið upp. Það stafar af því, að of mikill munur er á milli meðallauna hinna mismunandi aðildar landa Evrusvæðis. Það væri jafnvel enn erfiðara í framkv. en eitt sameiginlegt gengi. En, ef lágmarkslaun miðuðust v. Þýskaland, væru þau klárlega alltof há fyrir gríska hagkerfið, sem myndi gera fyrirtæki þar fullkomlega ósamkeppnisfær. En, ef lágmarkslaun miðuðust við Grikkland, væru þau alltof óeðlilega lág miðað við þýskt efnahags umhverfi. Ef farin er einhver bil beggja leið, þá væru þau samt of há fyrir fátækustu löndin innan Evrunnar, sem myndi vera mjög hamlandi fyrir fyrirtækjarekstur í þeim löndum og möguleika þeirra landa því til efnahagslegra framfara, á meðan að þau væru of lág fyrir ríkustu löndin - gætu skapað vinnandi fátæklinga í þeirra efnahags umhverfi. Þess vegna segi ég - að þessi hugmynd sé ómöguleg!

Þriðji liðurinn, myndi þíða að lönd eins og Írland, sem eru fjarri miðkjarna Evrópu, myndu ekki geta bætt sér það upp, að flutningskostnaður er hærri til og frá því landi en sem dæmi Hollandi, sem dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífs á Írlandi sbr. Holland; með því að stilla sköttun á atvinnulíf lægra en tíðkast í löndunum nær kjarnalöndum ESB. Slík samræming, myndi bitna mjög á ríkjum sem væru í jaðri sambandsins, meðan að samkeppnishæfni kjarna ríkjanna myndi batna á þeirra kostnað. Sennilega myndi Írland frekar kjósa að yfirgefa Evrusvæðið.

Það er á hinn bóginn rétt, að þ.e. einmitt þörf á Evrópskum ríkisbréfum.

Þarna þarf klárlega erfiðar samninga viðræður, því þ.e. klárt að taka verður tillit til flutnings kostnaðar og samkeppnis skilirða í jaðarríkjum. Því annars verður sú samræming sem er talað um, ekki sanngjörn og þá er hætta á, að jaðarríkin kjósi frekar að yfirgefa Evruna.

 

"Today, a lack of political courage is endangering the euro. Germany is not innocent in this regard. For the first time in decades, German isolation has become a real concern. Now we need a signal that Germany wants a more European Germany, rather than a more German Europe."

 

Engin gagnrýni við þetta. Þýska ríkisstj. hefur verið að spila einhvern einleik, sem lyktar af popúlisma. En, veruleg andstaða hefur skapast hjá þýskum almenningi gegn því, að þýska þjóðin taki á sig frekari byrðar. En, Þjóðverjar sjá málin þannig - að vandi jaðarríkjanna sé þeirra eigin sök. Það sé því ekki réttmætt, að þýskir skattgreiðendur komi skattgreiðendum ríkjanna sem hafa komið sér í vanda, til aðstoðar. Þessi afstaða hefur einmitt myndbyrst í afstöðu núverandi þýskra stjórnvalda, og leitt til þeirra svokölluðu björgunarpakka - sem Írar og Grikkir hafa fengið.

Þ.e. lán sbr. Írland á 5,8% vöxtum. Alls ekki gjaffé. Og að auki klárt, að nær ómögulegt verður að standa við þær skuldbindingar.

Fram að þessu hefur ríkisstj. Þýskalands virst frámunarlega þröngsýn!

 

"At the next meeting of the European Council, our leaders face a choice: extend the crisis by stumbling through, or regain momentum to end it. Much will depend on the German chancellor. If Angela Merkel is ready for a European solution, she can be assured of broad support, in the Bundestag and beyond, for the sake of our common currency and our common destiny."

Það virðist því miður ekki líklegt að Ráðherraráðs fundurinn nk. fimmtudag, muni taka nokkrar slíkar stórtækar eða víðsýnar ákvarðanir. Deilan virðist snúast um orðalag mjög smávægilegrar breytingar á sáttmála sambandsins, sem mun gera því mögulegt að láta svokallaðann björgunarsjóð vera varanlega Evrusamstarfs stofnun - "Leaders wrangle on eurozone rescue".

  • Því miður er það kerfi fullkomlega ófullnægjandi!
  • Því það framlengir þá afneitun sem fram að þessu hefur ríkt meðal stjv. aðildarlandanna, um það - að nokkur hinn minnsti möguleiki sé raunverulega um að, löndin í vanda geti afborið að fylgja slíku prógrammi til enda.
  • Ég fullyrði, að þ.e. nánast útilokað annað en að, ríki muni flosna út úr Evrunni - ef núverandi leiðir verða einfaldlega festar í sessi, og ekkert frekara síðan eigi að gera.
  • Markaðirnir muna fyrirsjáanlega bregðast ílla við slíkri lausn, og krýsan mun halda áfram að vinda upp á sig, þar til - annað af tvennu á 11. stundu næst fram vilji til að bjarga málum - eða að það fer af stað skriða sem endar með ríkisgjaldþrotum og hrinu bankahruna.


Niðurstaða

Það er einmitt augljós skammsýni ríkjandi leiðtoga Evrópu, sem gerir mig ákaflega svartsýnan á áframhald Evrunnar og Evrusvæðins í núverandi mynd. Hvað gerist þá? Annað af tvennu stjórnlaust hrunferli sem endar í sambærilegu ástandi og átti sér stað eftir bankahrunið mikla 1931. Eða, að kjarnaríki taka sig saman og mynda nýjan gjaldmiðil og sá eldri verðfellur stórt.

Bendi einnig á:

How the E-bond plan would work

 - þ.s. kemur fram mjög góð útskýring á annarri hugmynd um stóra útgáfu Evru bréfa með sameiginlega ábyrgð. Sú hugmynd gengur ekki eins langt, þ.s. snýst um skuldavanda ríkjanna í vanda en fjallar ekki beint um vanda bankanna. En, með þeirri lausn væru skuldir ríkja í vanda raunverulega niðurgreiddar - sem myndi auðvelda þeim að ráða við núverandi stöðu. Gæti dugað þeim til að raunverulega ná endum saman. Vegna þess að sú leið er hófsamari á hún ívið meiri möguleika á að njóta fyrir rest nægilegrar náðar.

Hef áður fjallað um þá hugmynd: Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

 

Kv.


Braut Ísland reglur um innistæðutryggingar? Það er áhugavert sjónarmið Tobias Fuchs um það, að hvaða leiti það má vera, að Ísland hafi brotið reglur EES.

Í dag var mjög áhugavert viðtal í Silfri Egils við Tobias Fuchs þ.s. má alveg segja, að fram kemur töluvert af skýrri hugsun, sem á fullt erindi við okkur, þegar við Íslendingar íhugum okkar stöðu í ljósi nýst Icesave samnings tilboðs.

Að sjálfsögðu er skoðun Fuchs akkúrat það, skoðun. En hún er rökstudd. Ég held að við eigum að íhuga hans rökstuðning.

Lög ESB um innistæðutryggingar: Directive 19/94EC

1993 nr. 2 13. janúar, Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Viðtal v. Tobias Fusch (skruna þangað til það hefst, en það kemur í endann á fyrsta atriðinu)

Álit eftirlitsstofnunar EFTA

-----------------------------------

Fuchs sagði - (í endursögn): Hann segir að ef geta innistæðu tryggingasjóða til þess að verja innistæðuhafa sé skoðuð nánar. Þá ráðist getan af því fjármagni sem er til staðar í sjóðnum. Stærð hans ræðst síðan af því hve mikið þær fjármálastofnanir sem eiga hlut í honum, greiða í hann. Hann nefnir það, að afstaða Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, sé að ríkjum beri að setja upp innistæðutryggingakerfi sem sé fært um að borga út lágmarks tryggingu, jafnvel þó mjög hátt hlutfall innistæðueigenda geri kröfu um greiðslu á sama tíma. Skv. þessu er krafan þess efnis að tryggingakerfið verði að hafa fjármögnun í samræmi við þann möguleika að allir sem rétt hafa á tryggingu, geti fengið greitt út. Hann bendir á, að ef þetta sé rétt skilið með þessum hætti, þá muni fjármálastofnanir sem þátt taka í innistæðutryggingakerfi, sem er fjármagnað af þeirra fjárframlögum, þurfa að reiða fram ákaflega há fjárframlög sem hlutfall af þeirra heildar fjármálaumsvifum. Ef þ.e. svo að tryggingakerfi verði að vera alltaf og ætíð fullfjármagnað.

Hann telur það vera klárt, að tryggingakerfi sem myndi fela í sér svo stórfelldar fjárhagslegar byrðar fyrir fjármálakerfi aðildarlanda EES og ESB, brjóti í bág við lög og reglur EES og ESB, og myndi því verða ómerkt af Evrópudómstólnum. Því svo hátt triggingagjald myndi kæfa fjármálastofnanir við þeirra eðlilegu starfsemi. Svo fyrirkomulagið hefði klárlega mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið í heild.

Hann telur að reglugerðin sem yfirlög geti einungis krafist þess að aðildarríkin komi á tryggingafyrirkomulagi með hóflegri fjármögnunar getu.

Niðurstaða hans sé því, að sú staðreynd að TIF gat ekki tryggt 20þ. Evra lágmarkið í kjölfar hrun Landsbankans, sé því ekki brot á reglugerð ESB um innistæðutryggingar.

Ef Ísland hefði heimilað bönkunum að fara á hausinn, án þess að grípa til frekari aðgerða, hefði Icesave ekki verið deiluefni.

Þetta sé þó einungis hálf sagan sögð.  Íslenska fjármálaeftirlitið ákvað að færa allar innistæður úr útibúum bankanna starfandi á Íslandi yfir í nýja starfandi banka á Ísland, en á sama tíma útilokaði sambærilegar innistæður í Bretlandi og Hollandi. Þetta sé mismunun á grundvelli þjóðernir (ath, því hefur verið svarað til að þetta sé reyndar mismunun á grundvelli landsvæða en ekki þjóðernis þ.s. allar innistæður á Íslandi hafi verið triggðar einnig þær sem voru í eigu þeirra sem ekki voru ísl. ríkisborgarar) sem sé bannað skv. lögum og reglum ESB.

Kjarna spurningin hérna sé hvort það sé til staðar lögmætar ástæður eða tilgangur fyrir því að Ísland útiloki sérstaklega erlenda innistæðueigendur. Einnig hvort að Ísland hafi með einhverjum hætti getað minnkað skaðann fyrir erlenda innistæðueigendur.

Hann telur að Ísland geti einungis treyst á tímabundna réttlætingu. Íslensk stjórnvöld þurftu að tryggja árið 2008 að endurskipulagning bankanna gengi upp, svo nýju bankarnir gætu tryggt áframhaldandi almenna fjármálaþjónustu í íslenska efnahagslífinu. Við þessar aðstæður hefði það verið mjög slæm hugmynd að tryggja erlendum innistæðueigendum nákvæmlega sömu meðferð með því að færa Icesave reikningana inn í hið nýja starfandi bankakerfi. Því hvað hefði gerst? Það hefði þegar í stað átt sér stað stórfellt áhlaup innistæðueigenda á hina nýju starfandi banka, hinn nýja starfandi banka. Hann/þeir hefðu fallið þá þegar innan nokkurra klukkutíma eða örfárra daga.

Það er á hreinu að ESB lög kröfðust þess ekki af Íslandi að þeir legðu það lögmæta markmið í hættu að tryggja að nýja bankakerfið væri starfhæft og þar með viðhaldið almennri reglu og öryggi innan lands. Ef menn ímynda sér að bankarnir hefðu hrunið aftur, þá hefði orðið mjög alvarleg félagslegt og efnahagslegt óreyðuástand á Íslandi.

Íslandi ber þó skildu til að með einhverjum hætti milda höggið fyrir hina erlendu innistæðueigendur. Að hans mati, sé því einungis tímabundin mismunun réttlætanleg en ekki varanleg. 

Spurningin er hvernig tímabundin réttlæting framkalli lækkun á skaðabótarétti annarra gagnvart okkur. Hann telji að það geti veitt rétt til að fresta greiðslum til erlendra icesave innistæðuhafa. Ísland hafi tekið sér slíkann frest með því að borga ekki. En honum finnst ekki klárt hvernig slík frestun verði best réttlætt. Lagalega séð sé enginn vafi um að Íslandi beri að greiða til baka til erlendra Icesave innistæðueigenda - eða endurgreiða Bretum og Hollendingum. Spurningin sé um vexti - vaxtafrí og greiðslukjör; sem séu þær breytur sem miða þurfi út frá til að framkalla sanngjarnt jafnvægi milli aðila.

-----------------------------------

Tilvitnanir úr Directive 19/94EC

"Whereas the cost to credit institutions of participating in a guarantee scheme bears no relation to the cost that would result from a massive withdrawal of bank deposits not only from a credit institution in difficulties but also from healthy institutions following a loss of depositor confidence in the soundness of the banking system;"

Mér finnst þetta áhugaverð yfirlísing eða "recital" í formála 19/94. Sem sagt að ekki sé samhengi á milli þess kostnaðar sem fjármálastofnanir bera af þátttöku í innistæðutryggingakerfi og hugsanlegs kostnaðar sem af myndi hljótast að ef yrði stórfelldur flótti innistæðna vegna banka í vandræðum, jafnvel einnig frá fjármálastofnunum sem ekki væru í vandræðum, vegna þess að innistæðueigendur hefðu tapað tiltrú á viðkomandi fjármálakerfi.

Þetta er dálítið stór yfirlísing einmitt í ljósi þess hvað kom fyrir okkur.

Einnig í ljósi kröfu Breta og Hollendinga, um það að innistæðutryggingakerfi verði að vera fær um að borga - annars séu þau ekki í samræmi við 19/94.

 

"Whereas, on the one hand, the minimum guarantee level prescribed in this Directive should not leave too great a proportion of deposits without protection in the interest both of consumer protection and of the stability of the financial system; whereas, on the other hand, it would not be appropriate to impose throughout the Community a level of protection which might in certain cases have the effect of encouraging the unsound management of credit institutions; whereas the cost of funding schemes should be taken into account; whereas it would appear reasonable to set the harmonized minimum guarantee level at ECU 20 000; whereas limited transitional arrangements might be necessary to enable schemes to comply with that figure;"

Það má rökstyðja einmitt, að ef innistæðutryggingar væru færðar í 100% þá væri það einmitt sú aðgerð að hvetja til óábyrgrar hegðunar sem vísað er til þarna að ofan. En, þ.e. oft talið eða hefur verið talið, að of víðtæk trigging sé einfaldlega tilfærsla á áhættu til skattgreiðenda frá einkaaðilum sem skapi slæmar hvatningu fyrir þá einkaaðila.

Þetta sýnir að það var ástæða fyrir því, að ákveðið var á sínum tíma að tryggingin væri vel innan við 100%.

Síðan þ.s. skiptir máli í sambandi við okkar umræðu - græna svæðið -  sem virðist hvetja til þess að kostnaðurinn við kerfið sé ekki gerður of íþyngjandi.

 

"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

Aftur tilvísun í það, að kerfið megi ekki vera of íþyngjandi fyrir þær fjármálastöfnanir sem þátt taka.

Ég get ekki séð annað en að þarna komi nokkur ákvæði beint á móti þeirri fullyrðingu, að innistæðu tryggingakerfi beri að vera eins víðtæk eins og Bretar og Hollendingar meina, og Eftirlits Stofnun EFTA.

 

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

Þetta er ákvæðið sem margir hafa bent á. Orðalagið er skýrt.

EFTA hengir sig á orðið "ensured" og fer í mjög langsótta skýringu, þ.s. tínt er saman þau skipti þ.s. orðið "ensured" kemur fyrir, og þeirri fullyrðingu slegið fram að þetta þíði að tryggingin verði að vera "ensured" þ.e. tryggð hvernig sem öllu veltur.

Klikkir út með því, að aðildarríki verði að toppa upp ef á vantar.

Að ef Ísland sé ekki fært um það, eða vilji ekki, þá sé það að brjóta reglur.

En, þetta er ákaflega langsótt skýring. En, á netinu hafa fjöldi netverja sem virðast fylgismenn Samfó, tekið þá skýringu upp og slegið henni fram sem einhverjum endanlegum stóradómi, þó svo að Eftirlitsstofnunin sé eftir allt saman einungis til eftirlits eins og nafn hennar bendir til, en ekki dómstóll.

 

"Article 3:1. Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized...no credit institution authorized in that Member State pursuant to Article 3 of Directive 77/780/EEC may take deposits unless it is a member of such a scheme."

EFTA reynir í áliti sínu að halda því fram, að rauðlitaða orðið sé höfuðatriðið og tryggingar markmiðið sé svo háheilagt, að öll önnur sjónarmið verði að víkja.

Hvergi kemur fram í 19/94 að reglan sé önnur en sú að innistæðutryggingarsjóðir borgi út í samræmi við það fé sem þeir hafa eða geta útvegað sér. En, Eftirlits stofnun Efta heldur því fram, að ríkjum beri skilda til að uppfylla markmið 19/94 sem hún telur vera að veita lágmarks tryggingu.

Svo stofnunin snýr þessu við, og segir að hvergi komi fram að ekki beri að toppa upp ef upp á vantar.

 

"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

Skoðun Eftirlits Stofnunarinnar hangir á því að markmið Directive 19/94EC sé sjálf 20.000 Evra upphæðin, þ.e. höfuðmarkmið. En það má þvert á móti halda því fram, að höfuðmarkmiðið sé þ.s. fyrsta yfirlísingin segir þ.e. markmiðið felist fremur í víðtæku jafnvægi fjármálakerfisins sjálfs.

Titill laganna er einmitt ákvæði um innistæðu tryggingar, en ekki ákvæði um 20.000 Evrur. Enda kemur fram, að upphæðin sjálf skuli endurskoðuð reglulega, sem einmitt bendir til þess, að hún sé þvert á móti langt í frá því að vera yfirmarkmið.

Að tryggja innistæður sé markmið innan þess samhengis, að tryggja skilvirkt fjármálakerfi sem sé hið eiginlega yfirmarkmið.

En, maður hefur vissan skilning á þessari áherslu. Allt stofnana kerfi ESB sem Eftirlits stofnunin beint og óbeint tengist, fór í visst paník ástand og sú stefnumörkun að innistæður séu allt í einu öllu öðru æðra, grunar mig að litist nokkuð af pólitískum markmiðum m.a. og þeirri hættu sem margir í dag upplifa að sé til staðar, að ótti skapist meða innistæðu eigenda innan Evrópu, ef innistæður eru ekki tryggðar upp í topp.

En fjölmargir bankar víða um Evrópu standa tæpt. Órói innan kerfisins hefur auk þess fræst í aukana á ný, sbr. nýlegt hrun Írlands. En, þ.s. ekki síst veldur óróa tengt því, er ekki síst að bankarnir á Írlandi sem settu Írland á hliðina voru einungis nokkrum mánuðum fyrr búnir að fá heilbrigðis vottorð frá stofnunum ESB.

Nú af þessa völdum, þá er markaðurinn í miklu óróa ástandi og veit ekki hverju hann á að treysta. Vantreystir því öllu.

 

"Article 4:1. Deposit-guarantee schemes introduced and officially recognized in a Member State in accordance with Article 3 (1) shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States."

Þetta er skýrt þannig séð. TIF bera að greiða. Eðlileg túlkun er að TIF greiði skv. því fjármagni sem til staðar er í TIF. Skv. lögum um TIF má TIF einnig taka lán. En hvergi kemur nokkuð fram um að TIF sé á ríkisábyrgð. Né er krafa um það innan Directive 19/94EC að svo eigi ófrávíkjanlega að vera.

Sú afstaða að það verði að greiða 20þ. Evrur byggist á því að sjálf tryggingar upphæðin sé meginmarkmiðið. En því má alveg eins halda fram, að hún sé ekki það meginatriði fremur sé það meginatriði, að tryggja að innistæðutryggingakerfi sé til staðar og að greiðslur berist. 

En þ.e. mjög erfitt að samþætta 20þ. Evra kröfuna, því að þ.e. heimilt að hafa kerfið fjármagnað af sjálfum fjármálafyrirtækjunum, samtímis því að skýr ákvæði 19/94 kveða á um að féð sem þau greiða inn í tryggingakerfið má ekki vera það mikið að það ógni þeirra starfsemi.

Yfirmarkmiðið virðist því vera fjármálakerfið sjálft sé sem skilvirkast.

 

"Article 7:1. Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits' being unavailable...3. This Article shall not preclude the retention or adoption of provisions which offer a higher or more comprehensive cover for deposits. In particular, deposit-guarantee schemes may, on social considerations, cover certain kinds of deposits in full...6. Member States shall ensure that the depositor's rights to compensation may be the subject of an action by the depositor against the deposit-guarantee scheme."

Þ.e. áhugavert að velta þessu orðalagi fyrir sér.

En, ákvæði 19/94 virðast íll samræmanleg.

Það er eiginlega niðurstaðan.

En menn verða að muna, að lög ESB eru búin til af ferli sem m.a. er pólitískt. En, nefndir skipaðar til að semja lög innihalda fulltrúa ríkja og stofnana. Síðan hafa aðilar mismunandi skoðanir og áherslur. Þetta getur einmitt valdið því að áherslur verða misvísandi, þegar verið er að semja um orðalag. Það jafnvel gert viljandi óljóst svo samkomulag náist.

Síðan lendir það á dómstólnum, að skýra hvað þetta mess akkúrat þíðir.

 

"Article 9:1. Member States shall ensure that credit institutions make available to actual and intending depositors the information necessary for the identification of the deposit-guarantee scheme of which the institution and its branches are members within the Community or any alternative arrangement provided for in Article 3 (1), second subparagraph, or Article 3 (4). The depositors shall be informed of the provisions of the deposit-guarantee scheme or any alternative arrangement applicable, including the amount and scope of the cover offered by the guarantee scheme. That information shall be made available in a readily comprehensible manner. Information shall also be given on request on the conditions for compensation and the formalities which must be completed to obtain compensation...3. Member States shall establish rules limiting the use in advertising of the information referred to in paragraph 1 in order to prevent such use from affecting the stability of the banking system or depositor confidence. In particular, Member States may restrict such advertising to a factual reference to the scheme to which a credit institution belongs."

Þarna eru heilmiklar kröfur um upplýsinga skildu. En skv. þessu eiga bankarnir sjálfir að veita þettar upplýsingar en þ.e. verk okkar eftirlits kerfis að sjá til þess, að þeir séu að því og að auki að þeir séu ekki að veita villandi upplýsingar.

Því síðasta má velta fyrir sér. En, Lansbankinn kvá sem dæmi hafa fullyrt að Icesave innlán væru 100% örugg.

Ef okkar eftirlits kerfi var ekki að standa sig. Má vera að þarna sé leið fyrir innláns eigendur til að krefjast bóta.

 

Mín niðurstaða

Auðvitað getum við ákveðið að láta málið fara fyrir dóm. Eftirlitsstofnun EFTA mun þá standa fyrir því.

Sammála Tobias Fuchs að ísl. innistæðutryggingakerfið, sennilega stenst ákvæði Directive 19/94. Og að auki, kemur skírt fram þar að ríki beri ekki neina beina ábyrgð.

Eins og Fuchs bendir á, þá er veikleiki fyrst og fremst þegar kemur að rétti innistæðueigenda erlendis í ljósi þess, að réttur innistæðueigenda hérlendis var tryggður að fullu þ.e. umfram þ.s. þeir hefðu nokkru sinni fengið úr TIF.

En formlega séð hafa innistæðueigendur - tel ég og Fusch einnig -  einungis rétt til þess fjármagns sem til staðar er í viðkomandi innistæðutryggingakerfi. Ef fjármagnið dugar ekki fyrir lágmarks tryggingu, þá sé því sem þó er til skipt jafnt á milli þeirra sem eiga kröfu til sjóðsins.

Þannig hefði það verið hvort tveggja fyrir innistæðueigendur hér og erlendis, ef stjv. hefðu ekkert gert. Og enginn grundvöllur hefði verið fyrir Icesave deilu.

En þessi túlkun samrýmist því að kerfið má fjármagna með framlögum bankanna sjálfra, samtímis því að þau framlög mega ekki ógna stöðugleika sjálfs kerfisins. En, einkafjármögnun þíðir þá að ríkið er ekki að fjármagna þetta.



Eins og Fuchs bendir á, hafði Ísland lögmæt markmið að verja, þ.e. það að tryggja endurreisn banka er væru færir um að veita almenna fjármálaþjónustu. Þetta er sem sagt höfðun til neyðarréttar, sem getur skapað rétt einmitt til þess að beita mismunun, ef sú mismunun þjónar lögmætum markmiðum. En, ekki má ganga lengra til að tryggja þau lögmætu markmið er þörf er fyrir.

Málið snýst þá um jafnaðarregluna, sem einnig gildir í lagasamhengi ESB og EES eins og hérlendis.

  • Það er, voru aðgerðirnar hæfilegar eða með öðrum orðum, var það tryggt að ekki væri lengra gengið m.a. á rétt erlendra innistæðueigenda, en raunveruleg þörf var fyrir, til að ná fram hinum lögmætu markmiðum?
  • Þarna er hugsanlegur veikleiki þ.s. ekki er augljóst að nauðsynlegt hafi virkilega verið, að tryggja innistæður alveg upp í topp óháð stærð upphæða í húfi í einstökum tilvikum.


Fuchs að auki, virðist telja að, að hlutfallslegur réttur til mismununar, sé að auki takmarkaður einnig í tíma. Þannig, að um leið og lögmætum markmiðum hefur verið mætt. Ástand hafi náð einhverju tiltölulegu jafnvægi. Skuli, jafna að fullu rétt hinna erlendu innistæðueigenda hafandi í huga, að þegar er búið að tryggja rétt innistæðueigenda hérlendis að fullu.
---------------------------

Þetta eru áhugaverð lagatæknileg atriði. En, þarna má finna ástæður fyrir því að Ísland getur verið dæmt til að borga erlendum Icesave reikningshöfum út.

Segi þetta alveg án þess að fullyrða nokkuð. En lagaleg óvissa virkar í báðar áttir, þ.e. hægt er að vinna mál en einnig er hægt að tapa því.


Ég er á hinn bóginn ekki viss að Fusch hafi rétt fyrri sér, með það að til staðar sé tímatakmörkun. Því má allt eins halda fram, að ef neyðaraðgerð gegnir því hlutverki að redda neyðarástandi, sem sannarlega er til staðar.

Þá sé fullnægjandi að hún sé að auki í samræmi við jafnaðar regluna.

Skv. því, ef við myndum afnema þá aðgerð að tryggja allar innistæður upp í topp. Þá væri lagalegu óvissunni eytt og Ísland væri ekki brotlegt.

En, þegar maður velti fyrir sér hugmyndinni um tímatakmörkun neyðarréttar, þá held ég að það sé röng nálgun. Fremur eigi að miða við ástandið sjálft - þ.e. hvenær er búið að afstýra neyðarástandinu, sem aðgerðirnar miðuðust við að afstýra.

Þá þarf að meta það ástand sem til staðar er - ekki satt?

Þá kemur aftur að ástandi mála hérlendis:

  1. Skuldir landsins eru miklar og viðbótar greiðslugeta mjög takmörkuð.
  2. Að auki, er bankakerfið enn á brauðfótum - svo miklum, að Már í Seðlabankanum, telur að ekki sé óhætt stöðugleika þeirra vegna, að afnema gjaldeyrishöftin á næstunni. Sem er sama og segja, að þeir séu mjög fallvaltir að hans mati.
  3. Þetta segir eiginlega, að kerfiskrýsa sé hér enn til staðar.
  4. Skv. AGS eru slæm lán 45% virðis lánapakka skv. bókfærðu virði en 63% skv. kröfuvirði.

Ég er að halda því fram að neyðarástand sé enn til staðar og því neyðarréttur í fullu gildi.

Til að styrkja hann frekar, gera málið eldfast þannig séð, þurfi stjv. einungis að lækka innistæðu tryggingu hérlendis, niður að sanngjörnu viðmiði. Það þarf ekki endilega vera 20þ. Evrur en hið minnsta vel innan við það að tryggja upphæðir sem hlaupa á milljóna tugum eða þar yfir.

Þá kemur spurningin að því, hvað á að gera við núverandi Icesave samning?

Ég svara því ekki akkúrat núna. En, þessar vangaveltur hér, eru hluti af þeirri allsherjar íhugun sem ég ætla að taka málin í fyrir mitt leiti næstu vikur.

 

Kv.


Það er áhugavert hve gríðarlega fá atkvæði eru á bakvið þá frambjóðendur sem náðu kjöri, í kosningu um sæti á Stjórnlagaþing!

Samkvæmt tölum frá Alþingis kosningum árið 2009, eru kjósendur á kjörskrá: 227.896. Þorvaldur Gylfason, sá sem fékk flest atkvæði þeirra sem voru kosnir, fékk einungis 7.192. Skv. landskjörstjórn voru greidd atkvæði alls 85.531 sem gerir 35,95% þátttöku. Skv. því sátu 64,05% heima.

Sjá: Niðurstöður kosninga til stjórnlagaþings

Kosningavefur stjv. - kjósendur á kjörskrá

Þorvaldur Gylfason og Salvör Nordal - Kastljós 30/11 2010

 

Listi yfir kjörna fulltrúa ásamt atkvæðum, sem fyrsta val:

  1. Þorvaldur Gylfason prófessor.......................................................7.192=3,2%
  2. Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ..........................2.842=1,2%
  3. Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður...................................2.440=1,1%
  4. Andrés Magnússon læknir...........................................................2.175=0,95%
  5. Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður..............................1.989=0,87%
  6. Þorkell Helgason stærðfræðingur..................................................1.930=0,85%
  7. Ari Teitsson bóndi.....................................................................1.686=0,74%
  8. Illugi Jökulsson blaðamaður.........................................................1.593=0,70%
  9. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri..........................................1.089=0,48%
  10. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur...........................1.054=0,46%
  11. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur...................................................806=0,35%
  12. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði...........................753=0,33%
  13. Dögg Harðardóttir deildarstjóri........................................................674=0,30%
  14. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP....................................672=0,30%
  15. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.......................................................584=0,26%
  16. Pawel Bartoszek stærðfræðingur......................................................584=0,26%
  17. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor..................................................531=0,23%
  18. Erlingur Sigurðarson fv. forstöðumaður Húss skáldsins og kennari við MA.526=0,23%
  19. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðamaður og háskólanemi............................493=0,22%
  20. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur........................................................479=0,21%
  21. Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.............432=0,19%
  22. Katrín Fjelsted læknir....................................................................418=0,18%
  23. Ástrós Gunnlaugsdóttir nemi, stjórnmálafræðingur..............................396=0,17%
  24. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda................................................348=0,15%
  25. Lýður Árnason læknir, kvikmyndagerðamaður.....................................347=0,15%

  • Eins og fram kemur, þá eru tölurnar yfir - fyrsta val.
  • Það á við, þau atkvæði sem viðkomandi fékk í fyrsta sæti.
  • Að sjálfsögðu hafa þessir einstaklingar fengið mun fleiri atkvæði en þetta, þ.e. verið raðað af hinum og þessum í önnur sæti en fyrsta, en þau atkvæði virðast falla niður dauð.
  • Þannig, að einungis atkvæðin sem viðkomandi fengu af þeim sem völdu þá í fyrsta sæti, virðast telja.
  • Kennum um kosninga aðferðinni, sem var "copy/paste" á aðferðum innan flokka prófkjöra.

Áhugavert er að bera þessar tölur saman við útkomu síðustu Alþingis kosninga, en þá var fj. kjósenda á bak við hvern þingmann eins og fram kemur í töflunni að neðan - Wikipedia.is

KjördæmiKjósendur á kjörskrá (2009) [1]Þingmenn í Kjördæmi (2009) [2]Kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni (2009)
Norðausturkjördæmi28.352102.835
Norðvesturkjördæmi21.29392.366
Reykjavíkurkjördæmi norður43.767113.979
Reykjavíkurkjördæmi suður43.747113.977
Suðurkjördæmi32.482103.248
Suðvesturkjördæmi58.202124.850

 

Skv. því er einungis efstu 3 þ.e. Þorvaldur Gylfason, Salvör Nordal og Ómar Ragnarsson, með fj. atkvæða á bakvið sig, sem stenst samanburð við þann fj. atkv. á bakvið sig, sem núsytjandi Alþingis menn hafa á bakvið sig.

Hvað svo sem hann Þorvaldur Gylfason talar digurbarklega um það, að hve fáir kusu grafi ekkert undan trúverðugleika Stjórnlagaþings, eða sú staðreynd að hægt var að komast þar inn með færri atkvæði en 350; sem er ekki hærra en þ.s. oft hefur verið smalað í fj. atkvæða í smölunum í innanflokks prófkjörum núverandi starfandi flokka í gegnum árin - þá er hið þveröfuga alveg klárt.

  • Það að 64,05% landsmanna sátu heima, getur ekki annað en dregið úr trúverðugleika Stjórnlagaþings.
  • Þar að auki, lítur alls ekki vel út að þeir sem komust inn með fæst atkvæði eru einungis með tæp 1/7 þeirra atkvæða á bakvið sig, sem einstaka þingmenn NA-kjördæmis hafa.

Ég reikna ekki með því, að Alþingi muni taka mark á digurbarklegu tali hans um það, að Alþingi sé ódómbært á niðurstöðu Stjórnlagaþings þ.s. hún muni að hans mati m.a. kveða á um fækkun þingmanna.

En, þarna er hann auðvitað að gefa sér einhverja niðurstöðu fyrirfram - sem eitt og sér vekur athygli: er hann með eitthver fyrirfram útbúið prógramm í vasanum, sem er í pöntun frá óefndum aðilum?

Að auki, þá hafa 64,05% kjósenda alls ekkert sagt sig frá málinu, eins og hinir og þessir tala digurbarklega um að þeir hafi gert nú á netmiðlum.

Þvert á móti hefur meirihluti kjósenda mörg tækifæri tel ég til að beita sig í gegnum áhrif á einstaka Alþingismenn eða í gegnum hin ýmsu þrýstihópa, þegar loks málið kemur til þess kasta.

Stjórnlagaþing tekur til starfa með veikt umboð og það verður því sterkur mótbyr gegn þeirra niðurstöðu, að flestum líkindum þegar loks kemur til kasta Alþingis.

 

Niðurstaða

Veikt umboð Stjórnlagaþings og yfirgnýfandi líkur þess, að það veika umboð verði vatn á myllu þeirra, sem vilja tæta þess tillögu(r) í sig.

Ég tel fjarskalega ólíklegt annað, en að Alþingi breyti þar sennilega flestu.

Á ekki von á að fram fari einhver þjóðar atkvæða greiðsla um málið, enda þyrfti þá Alþingi að ákveða að halda slíka.

Það mun sennilega þíða að deilur um stjórnarskrár mál, munu halda áfram.

 

Kv.


Er sannleiksferli lausnin?

Atburðir undanfarinna daga, sýna og sanna að innlend stjórnmál, ráða ekki við það að afgreiða eftirfarandi spurningar um sekt/sakleysi pólitíkusa er tengdust hruninu; þ.e.: Hvort á að ákæra eða ekki? Hverja á að ákæra eða ekki?

Ég held að flestir Íslendingar séu sammála því, að umræðan á Alþingi um þau mál, sé orðin að ómenguðum skrípaleik.

Það hafa verið ímsir toppar - Pétur Blöndal var þó sterkur inni sem leiksmiður fáránleikans, er hann hélt því fram að Geir H. Haarde og Árni Mathiesen, hefðu axlað ábyrgð á hruninu með því að hverfa af vettvangi stjórnmálanna.

En, ég verð að segja, hafandi í huga að ekki hættu þeir sjálfviljugir né hafa þeir virst sakbitnir fram að þessu - að ég sel ekki mína fyrirgefningu svo ódýrt.

 

Rifrildi á rifrildi ofan

Flest bendir til að málið sé farið að snúast yfir í hreinar og ómengaðar partisan kritur, þ.s. fylgismenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, standa þétt með sínu fólki, sem ásakað er fyrir vanrækslu í starfi.

Þetta væri ekki vandi, ef á bak við þessar 2. meginfylkingar væri ekki stórt hlutfall þjóðarinnar.

Ekki er mikið gagn í, að lísa restina af þjóðinni fífl - og ráðast fram; þ.s. þá skapast hætta á þróun yfir í borgaraleg átök á götum úti.

En Samfóar og Sjallar, eru nægilega margir til að ef þeir standa þétt með sínum, þá er borgarastyrrjöld raunverulegur möguleiki, ef aðrir taka sig til og mæta með stálinn stinn.

En, þessar deilur geta haldið áfram að vinda upp á sig lengi enn - og engin leið er að segja fyrirfram, hve langt það getur gengið.

Nógu margar þjóðir úti í heimi, hafa lent í því að sjálft samfélagið brotnaði upp og nágranni fór að berja á nágranna, frændi á frænda o.s.frv.

 

Plan B: "Truth Commission" - Sannleiksferli!

Þetta er aðferð sem nokkur fj. þjóða hefur farið, sjá: Truth and reconciliation commission

Sjá einnig: Truth and reconciliation commission of South Africa

Ekki síst: Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report

Skýrslan er vistuð á vef S-Afr. stjv. og virðist sjálf aðalskýrslan um niðurst. sannleiksferlisins er þar fór fram - fyrir áhugsama er nenna að verja nokkrum dögum, jafnvel vikum í lestur :)

 

  • Grunni til virðist þetta sett upp með sama hætti og dómstóll.
  • Sannleiks nefndinni, er þá með sérlögum veitt sama staða og völd, og hún væri dómstóll.
  • Hún dæmir þó ekki né ákærir hún nokkurn.
  • Venja er að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra glæpa sem nefndin er að rannsaka, fái að koma fram fyrir nefndina og segja frá / útskýra sín sjónarmið.
  • Nefndin, fær skv. lögum sem hún starfar eftir, rétt til að veita einstaklingum sem eru ásakaðir um að vera gerendur uppgjöf saka, gegn því að þeir komi fram fyrir nefndina, veiti þær upplýsingar er þeir búa yfir.
  • Sú uppgjöf saka, er háð því að þeir gefi allt upp og þ.e. nefndin sem ákveður, hvort þeir hafi staðið við þau skilyrði sem þeir samþykktu - svo uppgjöf saka öðlist gildi fyrir lögum.
  • En, reikna má með, þegar þekkt andlit koma fram, að ímsir dragi sig fram úr skúmaskotum með erfiðar spurningar, og þ.e. nefndin og starfsmenn hennar sem skoða/meta þær upplýsingar, og gagnsvör þess sem stendur frammi fyrir henni.

 

Þurfum við á þessu að halda?

Sannarlega hafa þær aðrar þjóðir er beitt hafa slíku sannleiksferli, vanalega gengið í gegnum umtalsvert meira dramatíska atburðarás en við höfum fram að þessu.

Á hinn bóginn, verður ekki á móti mælt að mál tengd hruninu - þ.e. þeirra sem ásakaðir eru fyrir að hafa staðið sig ílla þannig að meiri skaði hlaust af en ástæða var til sbr. ásakanir gegn ráðherrum Þingvallastjórnarinnar - annars vegar - og - hins vegar - mál þeirra sem sakaðir eru um að hafa leist úr læðingi þá röð orsakaþátta er leiddi til hrunsin; kljúfa þjóðina í herðar niður.

Slíkt ástand er hættulegt, þ.s. slíkar deilur geta haldið áfram að stigmagnast og engin leið - eins og ég sagði - er að vita fyrirfram, hve langt slík stigmögnun getur farið.

Mín skoðun sem áhorfandi af þessu og Íslendingur á fertugu, er að engin leið sé til að innlend pólitík geti fundið á þessu ásættanlega lausn.

Mér finnst einnig á hæsta máta líklegt, að hingað verði að fá okkur til aðstoðar einstaklinga erlendis frá, er þekkingu hafa á sannleiksferlum - ekki síst þá er unnið hafa við slík.

En, þ.s. allar megin pólitískar hreyfingar landsmanna í gegnum árin eru djúpt innviklaðar og stuðningsmenn þeirra eru svo stór hluti almennings, þá verður mjög erfitt að finna hérlendis nokkurn þann, sem talist getur nægilega hlutlaus svo að meginfylkingar geti sætt sig við þeirra niðurstöðu!

Svo, ég held að það sé klárt að ekki einu sinni sé það svo, að ísl. pólit. ráði ekki við málið, heldur að auki það, að slíkt hið sama eigi við sjálfa þjóðina - aðstoð þekktra einstaklinga að utan muni verða að koma til!

 

Kv.


Írland eins og við í vandræðum með banka - ákv. tekin um að skipta upp Anglo Irish, báðir helmingar lagðir niður á 4. árum!

Fimmtudaginn 8. september, tók ríkisstj. Írlands ákvörðun um að skipta Anglo Irish, stærsta banka Írlands, upp í 2 hluta. Í öðrum hluta verði skuldirnar en í hinum innistæðurnar. Með þeim hætti verði innistæðueigendur varðir fyrir frekari áföllum, frá vaxandi fj. slæmra skulda innan skuldapakka hins nú sáluga Anglo Irish.

Þessi breyting hefur engin áhrif á þá 100% tryggingu írskra stjv. á öllum innistæðum á vegum írskra banka, hvar sem innistæðueigendur er að finna. En, í þeirri tryggingu lá einmitt gríðarlegur kostnaður, ef ákvörðun hefði verið tekin um að leggja starfsemi Anglo Irish að fullu niður þá þegar, en þá hefði þurft að greiða út allar innistæður bankans, sem hefði verið mjög stór fjárhagslegt áfall fyrir írsk. stj.

Samt sem áður, eru vandræði Anglo Irish búin að vera mjög stór myllusteinn um háls írskra stjv. Þau eru ákveðin í að koma honum frá, eitt skipti fyrir öll.

En, vandræði Anglo Irish höfðu ágerst í seinni tíð, þrátt fyrir mikinn peningaaustur írskra stjv. fram að þessu, og bankinn virtist enn á ný stefna fram af hengiflugi. Stjv. sáu sitt óvænna.

Með þessari aðgerð á með öðrum orðum að lágmarka kostnað fyrir írska skattgreiðendur, hugmyndin er að bankinn verði endanlega aflagður, en að álaginu þ.e. kostnaðinum af því, verði dreift yfir 4 ár.

Vandræði bankans, voru farin að valda írskum stjv. verulegum vandræðum á skuldabréfamörkuðum, þ.e. vaxtakrafa fyrir 10 ára bréf, var víst komin upp í 6% - sem er algeng viðmiðun og talið sársaukamörk, allt umfram 6% talið merki um að markaðir telji viðkomandi ríki á leið í þrot.

Þannig, Írsk stjv. urðu að bregðast við og það með mjög ákveðnum hætti. Síðan verður að koma í ljós, hvort þessi aðgerð mun skila tilætluðum árangri, að losa mjög erfiðann myllustein af stjv. og skattgreiðendum, og hjálpa stjv. að ná stjórn á ástandinu - og einnig um að sannfæra fjárfesta um það að Írland ráði við sín vandamál!

---------------------------

Sjá fréttaumfjöllun:

 

NY Times: Investor Fears Force Split-Up of Irish Bank

"In an era of global banking excess, Anglo Irish was one of the most reckless lenders, funneling the bulk of its loans into the country’s real estate market. When the market crashed, so did Anglo Irish, prompting a government takeover...Of the $96 billion in loans on Anglo Irish’s books when the government stepped in, only about $15 billion are receiving payments, according to bank management."

"According to widely read research by Barclays Capital, for a country to borrow at a 6 percent rate of interest is “unbearable” and represents a prelude to a bailout or rescue — especially if cheaper borrowing is made available from the rescue fund."

"In the case of Greece earlier this year, the country quickly began to lose the confidence of the markets once its borrowing costs surpassed 6 percent."

"“It’s déjà vu all over again — but this is different from Greece,” said Daniel Gros of the Center for European Policy Studies in Brussels. If Irish banks “can’t refinance themselves, the numbers get very big very quickly,” he said."

"Mr. Gros pointed out that loans to depleted Irish banks from the European Central Bank were about 40 percent of the country’s G.D.P., a dynamic that he contended was unsustainable and would ultimately lead to Ireland seeking assistance from Europe and the I.M.F."

Bloomberg: Anglo Irish to Be Split as Ireland Seeks ‘Finality’

"Standard & Poor’s last month said Ireland may have to pump as much as 35 billion euros ($45 billion) into Anglo Irish, which collapsed last year as the country’s property market slumped. Ireland is seeking to resolve the issue as its sovereign borrowing costs soar on concern the weight of bank bailouts will cripple the nation."

Guardian: Anglo Irish Bank split in two

"Mike Aynsley, Anglo Irish Bank's chief executive, said clarity from the Irish government on the future of the bank may help stem a decline in deposits. Customer deposits fell by about €4bn to €23.1bn in the first half of the year."

Huffington: Ireland Will Split Troubled Anglo Irish Bank In Two

"Finance Minister Brian Lenihan said Wednesday,,,noting that Anglo owes euro72 billion to depositors worldwide, particularly in the United States, where Anglo-owned properties are lying derelict or bankrupt from New York to Florida. "If we let those deposits go, we let Ireland go with it. We would do fierce damage to our economy," Lenihan said in an interview. "If we closed Anglo tomorrow, 72 billion would be owed and must be paid out immediately, and the taxpayer cannot afford that.""

"Lenihan said the "good" splinter of Anglo would become a deposit-only bank "completely separated from Anglo's loan assets."...The bad bank would gradually dispose of Anglo's largely dysfunctional book of loans to Ireland's construction and property barons, many of whom went to the wall after Ireland's runaway property market burst in 2008."

"And the European minister for competition, Joaquin Almunia, signaled Wednesday he would accept the government's plans for splitting Anglo too."

"The stunning failure of Anglo – which recorded more losses than any other bank worldwide in 2009 and appears on course to do the same this year – has been eroding international confidence in the ability of Ireland to keep financing and paying its own mounting national debt."

"On Wednesday, 10-year Irish treasuries were commanding premiums of 6.05 percent, some 3.8 percentage points above German bonds – just off Monday's Irish high of 3.91 points dating back to the creation of the euro."

---------------------------

Magnaður lestur - ekki satt?

  • "The stunning failure of Anglo – which recorded more losses than any other bank worldwide in 2009 and appears on course to do the same this year"
  • "In an era of global banking excess, Anglo Irish was one of the most reckless lenders, funneling the bulk of its loans into the country’s real estate market. When the market crashed, so did Anglo Irish, prompting a government takeover"
  • "Finance Minister Brian Lenihan said Wednesday,,,noting that Anglo owes euro72 billion to depositors worldwide, particularly in the United States, where Anglo-owned properties are lying derelict or bankrupt from New York to Florida."
  • Of the $96 billion in loans on Anglo Irish’s books when the government stepped in, only about $15 billion are receiving payments, according to bank management."
Takið eftir - 84% útlána voru í vandræðum - þegar bankinn lenti í fanginu á írskum stjv.
 
Bankinn var svo hruninn, að þ.e. ekki hlægilegt.
 
Ég held þetta sé enn lægra hlutfall nothæfra útlána, heldur en í tilviki hinna hrundu ísl. banka. 
 
Eins og þarna kemur fram, útlána tap hans er stærsta útlána taps nokkurs banka í heiminum árið 2009.
 
 
---------------------------
Ef síðan er lesið neðan úr Sunday Times, þá kemur skýrt í ljós að hegðan Anglo Irish var ótrúlega svipuð hegðan stjórnenda ísl. bankanna:
 
The Sunday Times: So much for a line in the sand

Last week, the bank’s new chief executive Mike Aynsley, an Australian, came closest to fingering why Anglo went so bad. “Hubris played a very, very big part,” he said.

Sean FitzPatrick, David Drumm and his followers became so enmeshed with entrepreneurs and enterprise, that they began to think and act as though they were entrepreneurs themselves.

These were bankers who forgot they were bankers. The bank board was stacked with Anglo executives, former executives or entrepreneurs. The dividing line between those who take risks, and those whose primary job was to manage, control and measure risk became blurred.

Brendan Murtagh is a classic example of Anglo’s attitude to risk. He was a director and large shareholder in Kingspan, the maker of insulation panels and floor tiles.

At the peak of the boom, Kingspan shares reached €22. Murtagh was a very wealthy man. He invested and became a key shareholder in a property company, Howard Holdings.

Anglo lent to Howard and took personal guarantees from Murtagh as security.

Kingspan and Howard were both exposed to the commercial property. So when the market turned, both Howard’s property assets and the Kingspan shares went in the same steep downward direction. Anglo’s “comfort” security was gone. It was poor risk management.

In many property deals, Anglo would lend to wealthy individuals to fund their equity participation in a syndicate. It would then lend the syndicate the money to purchase a property.

As a result, the loan to value on the deals was in effect 95%-100% and the bank was totally exposed to the fall in value of the property.

Brendan McDonagh, chief executive of the National Asset Management Agency (Nama), said last week that it was the emergence of these types of deals that led to the steep widening of discounts on loans transferred by Anglo and Irish Nationwide.

“In some cases where banks said they were lending at 75% loan to value, that ended up close to 100% loan to value,” he said.

He added that Nama is attaching no value to personal guarantees.

Maarten van Eden, Anglo Irish Bank’s chief financial officer, says that another big problem was that Anglo was lending-driven.

Rather than raising deposits to then lend to clients, Anglo did things the other way around. The bank went out and sought deals and then “back filled” with funding. And unfortunately for the Irish taxpayer, funding was both bountiful and cheap.

Aynsley tells the tale of a pub entrepreneur he met shortly after arriving in Ireland. The businessman did not bank with Anglo, but was courted by it.

He recounted to Aynsley how he was met at a pub auction by a Anglo loan officer with a cheque for €500,000 “for the deposit if you need it”.

Anglo has also made €5 billion of loan loss provisions outside of its Nama-bound commercial property book.

The bank has large exposures to entrepreneurs such as Seán Quinn and Barry O’Callaghan, of EMPG. In both cases, the bank’s security was limited and largely on the men’s shares in businesses.

The reason why the other Irish banks set off in pursuit of Anglo was not just the short-term impact of a year’s record profits, or the lure of commercial property. What AIB particularly feared was the loss of a generation of Ireland’s wealthiest business leaders to Anglo, a tectonic shift in Irish banking.

In the new Irish banking universe, there will be a different attitude to this kind of name lending and to risk. And not just at the new Anglo.

---------------------------

Niðurstaða

Þ.e. ljóst að stjórnendur Anglo Irish voru í engu betri en stjórnendur ísl. bankanna. Lánastefna bankans eins og hér, virðist hafa verið áhættusöm svo líkja verður því við fífldirsku.

Það má segja, að miðað við hve ástand lánapakka Anglo Irish var, þegar hann féll - þá hafi megnið af lánum bankans verið hrein froða sbr. 84% í vandræðum við hrun bankans.

Spurning hvort írsk. stjv. ættu ekki að taka það til fullrar athugunar hvort stjórnendur Anglo Irish, hafi verið með skipulagt svind í gangi. En, miðað við tölurnar að ofan, þ.e. hve froðukennd lánin virðast hafa verið, þá er klár ástæða til að skoða mál bankans út frá þeirri forsendu að um skipulagt svind hafi verið um að ræða.

En, ég votta írsku þjóðinni samúð mína, en þessum eina banka og stjórnendum hans, virðast vera nærri því að takast að koma ríkissjóð Írlands á hnén.

En, skuldabréf írskra stjv. rufu í þessari viku 6% múrinn í vaxtakröfu fyrir 10 ára bréf. Þegar þetta gerðist snemma á árinu í tilviki Grikklands, þá var atburðaráðsin hröð.

Írskum stjv. hlýtur hættan að vera ljós og sú aðgerð að leggja Anglo Irish í reynd niður, er klárlega ætlað að eyða þeirri óvissu. En, óljóst er hvort sú verði reyndin, því þó kostnaðinum sé dreift á 4 ár, þá verður þetta samt mjög erfitt.

Írsk stjv. eru með hæsta hallann á sínum ríkissjóði. Skuldirnar fara hratt hækkandi. Aðgerðir til að stemma stigu við hratt minnkandi tiltrú fjárfesta verða að vera ákveðnar og afgerandi.

 

Kv.


Af hverju grunnvextir ekki 1%? Er einhver raunveruleg ástæða að hafa þá 5,5%? Skoða einnig spá Seðlabanka um hagvöxt!

Stóra fréttin er að Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 1% í 5,5%. Sem er að sjálfsögðu betra en að hafa þá 6,5%.

Seðlabankinn nefnir að verðbólga hafi lækkað hraðar en starfsmenn hans hafi átt von á, því raunvextir orðnir þeim mun hærri og að þeirra mati borð fyrir báru fyrir svo stórri lækkun.

Peningamál, 18. ágúst 2010

En, eins og ég spurði - af hverju ekki 1% stýrivexti? Einhverjum gæti dottið í huga að nefna að verðbólga skv. mati Seðlabanka sé enn 4,8% þannig að raunstýrivextir yrðu þá neikvæðir upp á 3,8%.

  • Munum að við erum að tala um stýrivexti Seðlabanka, þ.e. verðið á peningunum til viðskiptabankanna. Þetta eru ekki bankavextir, en viðskiptabankarnir munu að sjálfsögðu ekki bjóða upp á neikvæða vexti, svo að ég er ekki að tala um að almennt vaxtastig verði neikvætt.
  • Á hinn bóginn, ef bankarnir fá peningana á 1% vöxtum, þá er mismunurinn á því og 4,8% verðbólgu 3,8% - sem má líta á sem nægan vaxtamun fyrir viðskiptabankana, þannig að þeir þurfi ekki meira.
  • Skv. skýrslu AGS eru innlán bankanna upp á 1.480 ma.kr. - 91% VLF (vergri landsframleiðslu). Ef við ímyndum okkur ríkið hafi aðgang að cirka helming innlána, aðrir hinum helming, þá sé þetta fjármagn yfrið nóg til að fjármagna hallarekstur ríkisins til nokkurra ára. 
  • Þ.s. ég er að hugsa, er að ef bankarnir myndu bjóða 1% raunvexti á innlánum, og myndu sætta sig við 3% raunvexti á lánum til ríkisins; þá væri hægt að bjóða ríkinu lán fyrir 7,8%. 6,8% ef þeir myndu sætta sig við 2% raunvexti.
  • Síðan þ.s. verðbólga lækkar hratt, Seðlabankinn telur hana fara í 2,2% um mitt næsta ár, þá er líklegt að bankarnir geti farið niður í um 6% snemma á næsta ári. Það væru mjög semkeppnishæf kjör miðað við þ.s. ríkinu stendur til boða annars staðar frá.
  • Ríkð þarf sem allra fyrst að hætta að neyða lífeyrissjóðina gambla með lífeyrissparnað landsmanna, en þeir hafa verið að fjármagna halla ríkisinsAð auki gæti ríkið hætt, að láta lífeyrissjóðina gambla með lífeyri landsmanna, með því eins og nú er að vera að fjármagna halla ríkissjóðs.
  • Á sama tíma, þá borgar ríkið bönkunum 3% eða 2% raunvexti, og þannig veitir viðbótar fjármagni inn í þá.
Ég veit, að mönnum er ílla samt sem áður við tilhugsunina um neikvæða stýrivexti:
  • En sá ótti er ástæðulaus, þ.s. núverandi verðbólga er ekki með neinum hætti knúin af eftirspurn heldur eingöngu eftirhreytur gengisfallsins fyrir tveim árum, og þ.e. ekkert - alls ekkert, sem er að knýja hana áfram, þannig að hún getur ekki annað en haldið áfram að hverfa smám saman.
  • Að auki, þá virka vextir ekkert - og ég meina, alls ekkert á verðbólgu af þessu tagi - nema aðeins, og þá meina ég aðeins, að vaxtastigið sé að hjálpa upp á stöðugleika gjaldmiðilsins, þ.e. minnka líkur á gengisfalli.
  • Vextir einfaldlega geta ekki haft neina aðra virkni á verðbólgu er kemur til vegna genfisfalls. Þeir aftur á móti hafa mjög öfluga virkni gegn eftirspurnarverðbólgu.
  • Þannig, að þ.e. alveg óhætt að leiða þessa verðbólgu algerlega hjá sér, þegar verið er að ákveða fyrir um stýrivexti. Viðskiptabankarnir gera það að sjálfsögðu ekki.

Að auki reikna ég með að bankarnir muni geta boðið hagstæðari lán til viðskiptalífsins og einstaklinga, en þeir gera í dag. 

En eins og kemur fram í Peningamálum, þá er eftirspurn eftir útlánum sáralítil - sem bendir til að verðið á þeim, þ.e. vextirnir, sé of hátt fyrir markaðinn.

Skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar, er lækningin við skorti á eftirspurn það að lækka verð.


Meira úr Peningamálum

  • "Raungengi hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og nemur hækkunin tæpum 11% það sem af er ári. Enn er það þó 22% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára."
Þetta eru ekki endilega eingöngu góðar fréttir, því þetta stuðlar að auknum innflutningi, en plan AGS og ríkisstj. krefst mikils afgangs af viðskiptum við útlönd.
  • "Áætlað er að útflutningur vöru og þjónustu dragist saman um rúmlega 1% á þessu ári...Ástæða samdráttarins er einkum meiri samdráttur í útflutningsframleiðslu sjávarafurða en áður var vænst...og meiri samdráttur í útfluttri þjónustu."
Afgangur af viðskiptum við útlönd er ekki af völdum aukningar útflutnings heldur mikils samdráttar á innflutningi er varð í kjölfar hrunsins.
  • "Í spánni er gert ráð fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nemi 9,6% af vergri landsframleiðslu á þessu ári..."
  • Tölur um stöðu bankakerfisins benda "til þess að útlánavöxtur sé lítill sem enginn."
Þetta er augljóslega afleiðing vaxtastefnu Seðlabanka, en skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar þá bendir skortur á eftirspurn til þess að verðlag vöru sé of hátt.
  • "Undirliggjandi viðskiptaafgangur, bætt viðskiptakjör og lækkun áhættuálags á fjárskuldbindingar ríkissjóðs hafa að undanförnu stuðlað að styrkingu krónunnar."
Með öðrum orðum, það eru ekki vextirnir sem eru að hækka krónuna, en Már hefur haldið því fram að háir vextir séu nauðsynlegir til að styðja við krónuna. Þessu er haldið einnig mjög fast fram að þeim, er segja að það verði að skipta um gjaldmiðil.
  • "Frá útgáfu Peningamála snemma í maí hefur gengið styrkst án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði sem nemur...Miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu...um 8%."
Þ.e. eðlilegt að gengi krónu hækki þegar afgangur er af utanríkisverslun, því þá streyma meiri verðmæti inn í landið en út úr því - sem þarf að skipta í krónur, þannig að eftirspurn eftir krónum eykst sem í samræmi við lögmál framboðs og eftirspurnar þá hækkar verðið þ.e. gengi krónunnar.
  • "Fasteignamarkaðurinn hefur heldur glæðst það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig er uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi."
Þ.e. gott út af fyrir sig, en markaðurinn er enn nálægt sögulegu lágmarki.
  • "Innlend eftirspurn dróst saman um 2% milli ára."
Samdráttur eftirspurnar í hagkerfinu heldur áfram.
  • "Neikvætt framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafði í för með sér að samdráttur landsframleiðslu varð...6,9%" á fyrsta ársfjórðungi. 
Með öðrum orðum, útflutningur skrapp saman sem dróg úr landsframleiðslu.
  • "Að öllu samanteknu er því spáð að vöxtur einkaneyslu verði heldur minni á þessu ári en spáð var í maí eða um 0,5%..." - "Sé litið til árstíðarleiðréttrar einkaneyslu dróst hún einnig lítillega saman frá fyrri ársfjórðungi, eða um 0,6%" - "Í uppfærðri spá er áfram reiknað með árssamdrætti á öðrum fjórðungi sem nemur 1,5%."
Enn er Seðlabankinn að vonast eftir að aukin umsvif í atvinnulífinu auki kaup fyrirtækja á þjónustu af hverjum öðrum, þá þ.s. af er ári hafi ekki bólað á neinni slíkri aukningu.
  • "Skatttekjur ríkissjóðs voru 14 ma.kr. undir áætlun á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lægri tekjur af veltusköttum skýra frávikið að mestu"
Þetta er ekkert undarlegt miðað við að samdráttur hafi verið verulegur í hagkerfinu á ársgrundvelli fyrri hluta árs.
  • "...kann það að hafa áhrif á fjárlagavinnu fyrir næsta ár þar sem markmiðinu um jákvæðan frumjöfnuð verður að ná á næsta ári samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
  • "Afgerandi breyting hefur orðið á þróun útgjalda þar sem útgjöld til samneyslunnar hafa staðið í stað í kringum 100 ma.kr. að nafnvirði á hverjum fjórðungi fimm ársfjórðunga í röð."
Áhugavert að þrátt fyrir allan niðurskurð sé árangurinn ekki meiri.
  • "Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem hér er birt er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár. Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí. Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvarandi hætti."
Augljósa ábendingin er að alls ekkert er öruggt með það að stóryðjuframkvæmdir fari af staða á næsta ári heldur. Þá mun sú aukning fjárfestinga ekki skila sér á næsta ári. Að auki, þá munu þeir þurfa að reikna niður í annað sinn væntingar um hagvöxt.
  • "Vísbendingar eru um að almenn atvinnuvegafjárfesting sé að taka við sér á ný...Innflutningur fjárfestingarvöru jókst töluvert á öðrum fjórðungi ársins eftir stöðugan samdrátt frá því á árinu 2006. Samanlagt jókst innflutningur fjárfestingarvöru um 15% að magni á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra..."
Það hefur verið bent á, að stór hluti þessa sé "inventorying" þ.e. endurnýjun byrgða. En ekki ólíklegt að í fyrra og hitteðfyrra hafi minna en vanalega verið keypt, og að nú hafi ekki lengur verið hægt að draga endurnýjun vöru er keypt hafi verið fyrir kreppu.
  • "...áætlað er að fjármunamyndun í heild dragist saman um tæplega 4% í ár..."
  • "Miðað við mat Hagstofu Íslands á árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar tók hún að vaxa milli ársfjórðunga strax á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og hélt áfram að vaxa á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samkvæmt því virðist efnahagsbatinn þegar hafinn..."

Þetta er mjög skemmtilegt en skv. árstíðaleiðréttingu var smávegis hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en ef þeirri árstíðaleiðréttingu er sleppt, miðað við árið í heild þá var samdráttur 6,9% á fyrsta fjórðungi. Sú tala passar síðan vel við þ.s. fram hefur komið, að skatttekjur drógust saman þ.e. veltuskattar fyrst og fremst.

Spurning er, hvernig á að túlka þetta?

  • "Hafa verður þó þann fyrirvara að mikil óvissa er um árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar hér á landi vegna óvenjumikillar óreglu í ársfjórðungsbreytingum hennar. Þessi óvissa er jafnvel enn meiri um þessar mundir vegna þeirra miklu breytinga sem fylgja hagsveifluskilunum."
Þetta segir með öðrum orðum að árstíðaleiðréttum tölum beri að taka með "FYRIRVARA".
  • "Eins og áður hefur komið fram mældist 6,9% árssamdráttur landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi ársins. Uppfærð spá gerir ráð fyrir að smám saman muni draga úr árssamdrættinum eftir því sem líður á árið og á þriðja fjórðungi taki hún að vaxa á ný frá fyrra ári í fyrsta skipti frá öðrum ársfjórðungi árið 2008."
Þetta er áhugavert - en Hagstofa, ríkisstj. og fjölmiðlar, hafa talað um hagvöxt þegar hafinn.
  • "Gert er ráð fyrir 1,9% samdrætti (landsframleiðslu) á þessu ári..."
  • "Gert er ráð fyrir 2,4% hagvexti 2011...og 1,7% hagvexti 2012. Minni vöxtur innlendrar eftirspurnar á næsta ári og veikari útflutningur árið 2012 vegna tafa á stóriðjufjárfestingu skýra þessar breytingar að mestu leyti."

Þetta eru verulega lækkaðar tölur miðað við fyrri spár Seðlabanka. Nú fyrst er maður að nálgast það, að trúa þeirra tölum. En, þegar þeir voru að tala um 3,4% hagvöxt þá einfaldlega trúði ég því ekki.

Ef ekkert verður af stórframkvæmdum, mun hagvöxtur líklega áfram halda þessu ströggli í milli 1% og 2% - þ.e. svo lengi sem ofurskuldsetning heimila og fyrirtækja bremsa hagkerfið af.

  • "Útlit er fyrir að framleiðsluslakinn verði heldur minni framan af tímabilinu en spáð var í maí og verði um 4% í ár..."
  • "Vinnuaflseftirspurn jókst á alla mælikvarða á öðrum fjórðungi ársins, í fyrsta sinn frá því á árinu 2007." - "Í þeirri spá sem nú er birt er ekki gert ráð fyrir að aukningin sé vísbending um þróun næstu fjórðunga og vinnuaflseftirspurn aukist því ekki á milli ára fyrr en um mitt næsta ár."
Einhver aukning á eftirspurn eftir vinnuafli virðist hafa átt sér stað.
  • "Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, minnkaði um tæpa prósentu milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi og mældist 8,3%."
  • "Atvinnuleysi er þó líklega jafn mikið eða meira en það var á sama tíma í fyrra þar sem breytingar á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingar á atvinnuleysisbótarétti hafa í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár."
Þetta er mjög "sneaky" af ríkisstj. þ.e. að breyta reglum um atvinnuleysisskráningu og halda því svo fram að minnkun atvinnuleysis úr rúmu 9% í tæp 8% sé vísbending um batnandi efnahag.
  • "Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð á haust- og vetrarmánuðum og verði hæst 9% á fyrsta fjórðungi næsta árs, en minnki smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast..."
Sem þíðir þá cirka 10% ef miðað er við gömlu reglurnar þ.e. svipað og það fór hæst í fyrra.
  • "Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,66% í júlí eftir að hafa lækkað um 0,33% í júní." - "Árstíðarleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist -2,3% í júlí og hefur minnkað úr 6,8% í apríl."
  • "Meðalverðbólga á árinu 2010 verður 5,7% ef þessi spá gengur eftir, samanborið við 12% meðalverðbólgu á síðasta ári."
  • "Spáð er að verðbólga verði við verðbólgumarkmið Seðlabankans á öðrum fjórðungi næsta árs..." og þau eru 2,2%.

 

Niðurstaða

Það er vart hægt að segja að stefni í rífandi gang í hagkerfinu, en þ.e. ekki undarlegt miðað við að alvarleg skuldastaða heimila og fyrirtækja virkar sem mjög öflugar bremsur á getu til hagvaxtar. Reyndar svo öflugar, að ég er fremur hissa að nokkur hreyfing muni eiga sér stað.

Þ.s. vekur mest athygli mína er að reglum Vinnumálastöfnunar um skráningu atvinnulausra hafi verið breytt sem skv. Seðlabanka skýri mismunin á tölum yfir fj. atvinnulausra í fyrra og í ár - þ.e. lækkun um cirka 1% skýrist ef reglubreytingunni en sé ekki vísbending um raunverulega fækkun atvinnulausra.

Ríkisstj. og stuðningsmenn hennar, hafa samt þó verið að beita þessum tölum til að villa fyrir almenningu um það, að hlutir séu að batna - en lygi með tölum er gömul brella.

Að lokum, ítreka ég umræðu þá er ég viðhef um vexti og hvet fólk til að hugsa um þ.s. ég sagði um vexti, og hvort því finnst þ.s. ég sagði rökrétt!.

 

Kv.


Setjum stýrivexti í 1% - meðan slaki er á hagkerfinu. Síðar meir þarf svo að hækka vexti, svo neysla éti ekki upp allan afgang utanríkisviðskipta!

Það myndi styrkja gríðarlega fjárfestingu hér innan lands, ef stýrivextir færu í 1%.

Þvi fylgir engin hætta á nýju verðbólguskoti þ.s. mikill slaki er á hagkerfinu eftir djúpa efnahagsdýfu, og verðbólgan sem til staðar er, stafar ekki af verðhækkunum framkomnar fyrir tilverknað þenslu. 

 

Þensluverðbólga

Í ástandi ofþenslu, þegar eftirspurn innan hagkerfis er orðin svo mikil að framboð annar ekki eftirspurn, þá hækka verð og ef ekkert er að gert, getur sú þensla haldið áfram að stigmagnast þ.e. svokölluð bóla skapast sem síðan springur með brauki og bramli á endanum ef ekkert er að gert og djúp kreppa skellur á fyrir rest.

Þesskonar atburðarás er hægt að stöðva áður en í óefni er komið með hækkunum skatta og með hækkunum vaxta, því þær aðgerðir draga úr eftirspurn með því að minnka fjármagn til staðar innan hagkerfisins, þ.e. hver og einn er starfar innan þess hefur minna og getur því eytt minna. 

 

  • Vextir virka því vanalega mjög vel á þensluverðbólgu. 
  • En okkar verðbólga er ekki þensluverðbólga!

 

Gengisfallsverðbólga

Núverandi verðbólga er afleiðing verðfalls krónunnar er varð sem afleiðing þess, að ísl. bóluhagkerfið féll í október 2008. En verðgildi krónunnar þá, var einnig bóluverð sem ekki gat staðist eftir að bólan sprakk.

En þ.s. flestallar neysluvörur í umferð hérlendis ásamt aðföngum fyrir fyrirtæki eru innfluttar, þá orsakar gengisfallið verðhækkanir á öllum innfluttum varningi, og þær verðhækkanir hafa smám saman verið að seytla inn.

Þ.s. ekki er til staðar hér nein þensla til að viðhalda verðbólgu, og þ.s. núverandi verðbólga kom eingöngu fyrir tilverknað gengisfalls; þá smám saman eyðist verðbólgan að sjálfu sér án nokkurra frekari afskifta, getur ekki annað, svo lengi sem gengi krónunnar lækkar ekki að ráði frekar.

En hafa ber í huga, að útflutningshagkerfið ísl. hefur hresst við fyrir tilverknað gengisfallsins, og sú starfsemi er fer fram í tengslum við það, viðheldur ákveðnu gólfi viðskipta innan hagkerfisins með gjaldmiðilinn - sem þá um leið myndar ákveðið verðgildirgólf fyrir krónuna. Krónan hefur einfaldlega ekkert meira til að falla, svo lengi sem útflutningurinn starfar án röskunar.

  • Þannig, þ.e. engin ástæða til að ætla að frekara stórfellt verðfall hennar verði, svo fremi sem ný stórfelld efnahags áföll verða ekki.
  • En þ.e. einmitt orsakasamhengi verðfalls hennar, þ.e. áfall er veldur skyndilegum samdrætti í hagkerfinu. 
  • Vextir geta ekki haft nein áhrif á verðbólgu af þessu tagi - nema, og aðeins nema, að þeir stuðli að gengisstöðugleika, en þ.e. einmitt umdeilt atriði.
  • Már Guðmundsson heldur því fram að vaxtastefna Seðlabankans styðji við gengi krónunnar, og þakkar henni það að gengisfall krónunnar hafi verið að staðnæmast og síðan upp á síðkastið að styrkjast.
  • Ég er einfaldlega ósammála því, að það sé vaxtastefnunni að þakka, að gengisfallið hafi verið að staðnæmast eða að hún hafi nokkuð með það að gera að gengi krónunnar hafi styrkst upp á síðkastið.


Hvað er gjaldmiðill?

Gjaldmiðill er tæki til að auðvelda skipti á gæðum milli aðila. Þetta er hans hlutverk.

  • Verðgildi stjórnast einfaldlega af eftirspurn þ.e. tíðni noktunar.
  • Þ.e. ástæða þess, að verðgildi gjaldmiðils fellur við efnahagsdýfu því þá dregur úr tíðni þess að gjaldmiðillinn sé notaður til að eiga skipti á gæðum þ.e. viðskiptum fækkar.
  • Að sama skapi á það öfuga við, að fjölgun viðskipta með gjaldmiðilinn, sem mælist sem hagvöxtur, að öllu eðlilegu, hækkar verðgildi gjaldmiðilsins.
  • Þ.s. hefur verið að gerast á þessu ári, er að loksins er botni efnahagsdýfunnar náð og þá eðlilega hætta viðskipti að dragast saman, og þess í stað fara að aukast - og einmitt fer þá ekki krónan að hressast?
Ég ítreka, þetta er algerlega óviðkomandi vaxtastefnu Seðlabankans - nema að því leiti að hún hefur seinkað ferlinu en í eðli sínu er hún bremsa.

 

Kostir þess að lækka vexti í 1%

Styrkir fjárfestingu: -

  • Vaxtalækkun orsakar lækkun vaxtagjalda - en við lækkun vaxta hafa allir er skulda meira handa á milli, og því geta þeir eytt eða fjárfest meira.
  • Lán verða ódýrari frá bönkunum, þannig að fleiri geta tekið lán fyrir fjárfestingum.
  • Fleiri fjárfestingar komast einnig á koppinn fyrir tilverknað þess, að þær þurfa ekki lengur að vera eins aðrbærar og áður, þ.e. standa undir eins hærri vaxtakröfu eða örðum orðum arðsemiskröfu.

Bætir hag heimila:

  • Lækkun vaxtagjalda þíðir einnig að heimili í greiðsluvandræðum fækkar. Heimilum fækkar er ekki eiga fyrir mat eða skólabókum, o.s.frv. 
  • Aukning fjárfestinga skilar fleiri störfum þannig fækkar heimilum með atvinnulausar fyrirvinnur.
  • Skuldug fyrirtæki þurfa síður að segja upp fólki eða knýja fram launalækkanir.
  • Aukning hagvaxtar vegna ofangreinds, síðan skilar hækkuðum launum.

Bætir hag viðskiptabankanna:

  • Lækkun vaxta er sama og að lækka verðið í boði fyrir ný lán, skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar, þá framkallar verðlækkun með beinum hætti aukna eftirspurn.
  • Aukning útlána síðan skila auknum tekjum í kassann fyrir bankana.
  • Bættur hagur skuldugra fyrirtækja og einstaklinga dregur úr vanskilum, fjölgar þeim sem eru að greiða af, sem allt saman bætir hag viðskiptabankanna.

Bætir hag ríkisins:

  • En heildaráhrif ofangreindra þátta, er að auka veltu í þjóðfélaginu þ.e. hagvöxt og það skilar sér í auknum tekjum ríkisins frá veltutengdum sköttum eins og t.d. virðisaukaskatti.
  • Auknar tekjur þess, smám saman draga úr hallarekstri ríkisins þannig aukningu skulda þess, og gerir það auðveldara um vik að standa í skilum við eigin skuldir.
  • Bætt tekjustaða og greiðslustaða, skila síðan aukinni trú aðila á stöðu ríkisins, þannig að möguleikar þess til lántöku frá þriðju aðilum munu batna, sem mun auka líkur þess að það geti endurfjármagnað kostnaðarsöm lán og skipt þeim út fyrir minna kostnaðarsöm, þannig lækkað vaxtagjöld sín og því aukið enn meir sitt umráðafé.
  • Ríkið getur auk þessa fjármagnað sig á lánum frá viðskiptabönkunum í staðinn fyrir lán frá lífeyrissjóðunum. Innlán eru einhvers staðar nálægt 90% af þjóðarframleiðslu, sem ætti að duga ríkinu og vel það þó við miðum aðeins við cirka 50% þeirra.
  1. Ef stýrivextir verða 1%, þá geta viðskiptabankar boðið innlánseigendum 1% raunvexti með 2% vöxtum eða 2% raunvexti með 3%.
  2. Það fer enginn að segja mér, að innlánseigendur í unnvörpum muni þá taka fé sitt út úr bönkunum, hafandi í huga þau raunkjör sem eru í boði í dag.
  3. Ef við gerum ráð fyrir að bankar geti látið duga sér 2% vaxtamun - hugsanlegt ef stórfellt hagræðingarátak fer fram innan þeirra - þá geta bankarnir boðið ríkinu lánsfjármögnun á 4% vöxtum ef innlánsvextir eru 2% - 5% ef innlánsvextir eru 3%. Annars væru sömu tölur prósenti hærra, þ.e. 5 eða 6% ef miðað er við 3% vaxtamun.
  4. Það fer enginn að segja mér annað, en að þetta væru mjög samkeppnishæf kjör fyrir ríkið sbr. þ.s. því stendur til boða í dag. Fyrir utan, að þetta væri innlend fjármögnun og að auki að hægt er að sleppa því sem gert er í dag, að setja lífeyriskerfi landsmanna í stöðugt vaxandi hættu, með því að þ.e. stöðugt að kaupa vaxandi hlutfall ríkisskuldabréfa til að fjármagna hallá ríkisins.
  5. Á sama tíma, borgar ríkið bönkunum vexti og getur hætt að fjármagna bankana eins og það gerir nú í gegnum Seðlabankann, á miklu mun hærri vöxtum.


Fljótlegasta leiðin til að losna við höftin

Stefnan sem ég tilgreini að ofan, væri einmitt fljótlegasta leiðin til að stuðla að endalokum þeirra. En til þess að þau hverfi, þarf að safnast hér saman nægilega mikill gjaldeyrir til að hægt sé að losa um það fé hérlendis er vill út.

Besta leiðin til að framkalla þá uppsöfnun, er sú stefna er ég nefndi að ofan, því hún er hagvaxtarhvetjandi, en hagvöxtur framallar meiri tekjur, meiri útflutning og þannig eykur þann afgang sem til staðar verður.

Þetta er þó viðkvæmur jafnvægisleikur því klassískt er að hagvöxtur fari af stað í miklum afgangi en síðan smám saman aukist neysla og innflutningur, þar til afgangur snýst í halla.

Við þurfum á hagvextinum að halda, en síðan þarf að framkvæma hagstjórn sem Ísland hefur fram að þessu aldrei verið fært um, þ.e. að halda aftur af innlendum kostnaðarhækkunum svo að aukning neyslu éti ekki smám saman upp allan afganginn af utanríkisviðskiptum.

En, ef okkur tekst að viðhalda afgangi, þá einfaldlega kemur sá dagur að hægt er að afnema höftin.

Jafnvægisleikurinn fer þá þannig fram, að fyrst í stað eru vextir hafði mjög lágir þ.e. 1-2%.

Síðan eftir því sem hagkerfið hressist og hagvöxtur étur upp slakann, þá þarf að hækka vexti á ný til að halda aftur af aukningu neyslu.

  • Það sem þarf að horfa á er afgangur af utanríkisviðskiptum.
  • Sá má ekki þurrkast út eins og vanalega fram að þessu.
  • En, ef okkur tekst að viðhalda afgangi utanríkisviðskipta þá mun hér smám saman safnast fyrir stór gjaldeyrisvarasjóður, sem mun aðstoða okkur í framtíðinni, þegar næsta áfall kemur.

Kv.

200 milljarðar úr umferð í Seðlabankanum, og atvinnulífið svelt!

Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir hjá honum Vilhjálmi Egilssyni, fyrir utan að ég hafði ekki heyrt að upphæðin næmi nú, liðlega 200 milljörðum.

Sjá fréttir: SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á FRÉTT RÚV 3. JÚNÍ 2010

En, fyrir liðlega ári, ákvað Seðlabankinn að mæta því sem hann talaði um sem óheppilega mikla uppsöfnun lausafjár á innlánsreikningum bankanna, með því að bjóða bönkunum skuldabréf til sölu á vöxtum er væru bönkunum hagstæðir, og þannig draga það fé af markaðinum.

  • Þetta er því alveg í samræmi við stefnumörkun Seðlabanka Íslands. 

Kostir?
  • Innlánsfé er að sjálfsögðu skuldameginn hjá bönkunum, og þeir þurfa á móti eitthvað sem skapar tekjur.
  • Með sölu skuldabréfa til bankanna fyrir liðlega 200 milljarða, hefur Seðlabankinn veitt viðskiptabönkunum, nægar tekjur til að standa undir greiðslu vaxta til inneigna-eigenda og gott betur.
  • En, þessar vaxtatekjur eru myndarleg búbót fyrir bankana - verulegur hluti hins uppgefna hagnaðar þeirra skv. nýlegum uppgjörum fyrir síðasta árs.

 

Gallar?

  • En, ef vextir væru mun lægri en 8,5% þá væri engin þörf fyrir slíkar æfingar. Fjárfesting þarf að skila nægum hagnaði til að standa undir þessum vöxtum, og það að nær engin útlánastarfsemi fer fram, hvorki til fyrirtækja né almennings, bendir sterkleg til þess að þessi 8,5% vextir einfaldlega geri ný lán of dýr - þ.e. hagnaðarkrafan fyrir nýfjárfestingu sé of krefjandi við þessar aðstæður.
  • Þessir háu vextir, eru því sennilega orsakavaldur að því, að fjárfesting mun lækka um 10% á þessu ári, og verða sú minnsta mæld á lýðveldistímanum. 
  • Beint liggur við, að ef vextir væru lækkaðir verulega, t.d. niður í milli 1% og 2%, þá þyrftu ný fjárfestingar verkefni ekki að vera eins ábatasöm til að standa undir greiðslum vaxta af skuld, sem ætti að þíða að mjög mikið fleiri nýfjárfestingar verkefni ættu möguleika að komast á koppinn, fyrir tilstuðlan slíks lánsfjár. 
  • Með öðrum orðum - lækkun vaxta myndi vera mjög öflug aðgerð til að stuðla að hagvexti, og minnkun atvinnuleysis, af þeirri ástæðu að þá verða fleiri fjárfestingar verkefni fjárhagslega möguleg.
  • Fleira kemur til - lækkun vaxta lækkar vaxtagjöld allra þeirra sem skulda, og þ.s. hvort tveggja heimili og atvinnulíf eru mjög skuldum vafin, væri stór vaxtalækkun sennilega stærsta einstaka aðgerðin sem hægt er að framkvæma, til að bæta hag hvort tveggha heimila og fyrirtækja.
  • En, með umtalsverðri lækkun vaxtagjalda, þá geta fyrirtæki og einstaklingar, keypt meiri vinnu - sem eykur þá eftirspurn eftir vinnu, þannig að atvinnuleysi minnkar.
  • Þannig, að vaxtalækkun stuðlar einnig að hagvexti með þeim hætti, að meira fé verður eftir í buddunni hjá heimilum sem og fyrirtækjum.
  • Síðan - auðvitað - með mun lægri vöxtum, væri einnig hugsanlegt að sjálft ríkið myndi geta tekið lán hjá viðskiptabönkunum, fyrir a.m.k. einhverjum hluta hallans á ríkissjóði.
  • En, hallinn á ríkissjóði er fjármagnaður með þeim hætti, að lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf gefin út af ríkinu.
  • En, að sjálfsögðu að ef ríkið með þeim hætti bindur það lausafé sem lífeyrissjóðirnir hafa, þá hlýtur að vandast málið, ef ríkið einnig ætlar þeim að fjármagna mannaflsfrekar framkvæmdir. 
  • Munum, að lífeyrissjóðirnir, eru rétt nýbúnir að kaupa fyrir 82 milljarða, húsnæðisbréf af Seðlabankanum.
  • Svo, að með því að láta þá einnig fjármagna ríkishallann, er ríkið farið að höggva ansi djúpt í það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir eiga handhægt, en - ekki eru lífeyrissjóðirnir endalaus uppspretta.
  • Ég get ekki séð annað, en að ríkið hafi verulegann kostnað, af þessum uppsöfnuðu liðlega 200 milljörðum - en, vaxtakostnaðurinn fyrir ríkið sem eigandi Seðlabankans hlýtur að vera umtalsverður, enda á uppgjörum viðskiptabankanna eru akkúrat tekjurnar af þessum útgefnu bréfum, verulegur hluti hagnaðar umliðins rekstrarárs.
  • Á sama tíma, kem ég ekki auga á nokkurn gagn, sem þetta fjármagn gerir - fyrir utan þ.s. nefnt er að ofan. En, þessi skuldabréf eru eftir allt saman skuld Seðlabankans við viðskiptabankana, og þar með ríkisins.

Niðurstaða

Þessi aðgerð öll er dómadags della. Rikið er þarna búið að búa til stóra skuld - sem ég get ekki séð að nýtist því sjálfu með nokkrum hætti.

Þetta fjármagn, hefði getað fjármagnað halla ríkissjóðs yfir sama tímabil, þannig fríjað lífeyrissjóðunum frá því að vera að fjármagna ríkið yfir það sama tímabil.

Munum, að ríkisstjórnin hefur ítrekað viljað að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu mannaflsfrekar framkvæmdir - má það vera, að ríkið sé þegar búið að nota upp það fé?

En, með því að fjármagna halla ríkissjóðs yfir tímabilið hafa sjóðirnir í reynd bundið umtalsvert meira fé, en heilt hátæknisjúkrahús á að kosta.

Munum einnig, að með því að þurausa innlenda lánveitendur, þá einnig sviptir ríkið atvinnulífið þeim möguleika til að geta hugsanlega notið góðs af því sama fjármagni, til uppbyggingar. En, það var einnig talað um, að lífeyrissjóðirnir myndu hugsanlega koma að myndun fjárfestingasjóðar til nýsköpunar að einhverju tagi.

En, þegar seinna á árinu kemur mjög líklega í ljós, að ekkert bólar á hinum áætlaða hagvexti - og fátt þá bendir væntanlega einnig til að verði af hagvexti árið eftir; þá mun koma í ljós að hallinn á ríkinu verður tugum mjlljörðum hærri a.m.k. Þá mun vandast málið - en, fræðilega er hægt að prenta peninga til að fjármagna ríkishallann, en þá býrðu til óðaverðbólgu!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband