Sumir hagfræðingar farnir að spá í kreppulíkur í Bandaríkjunum á þessu ári

Umræður um hugsanlega kreppu þar, virðast tengjast áhyggjum af stöðu Kína - en margir óttast yfirvofandi kreppu þar.
Síðan eru vaxandi vandræði í olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum, líkur á verulegum fjölda gjaldþrota.

Economists see 20% chance of US recession

 

Persónulega hallast ég á sveif með þeim sem efa að kreppa sé yfirvofandi vestra!

  1. Stærsti einstaki efnahagsþátturinn þar vestra, þrátt fyrir stækkun olíuiðnaðar á seinni árum - sé neysla. Og það ætti að blasa við að neytendur græða á lágu orkuverði, og geta því aukið neyslu á öðrum sviðum - eða fjárfest.
  2. Síðan er fjöldi fyrirtækja innan Bandaríkjanna, sem einnig græða á lágu orkuverði, hvort sem það eru fyrirtæki í orkufrekri framleiðslu, eða margvísleg önnur sem nota mikið af orku, t.d. fyrirtæki sem stunda mikið af tölvuvinnslu eða hugbúnaðarframleiðslu, auðvitað - fyrirtæki í flutningum. Mörg fyrirtæki einnig græða á því að það sé ódýrara að flytja varning milli staða eða svæða.
  • Svo er ég ekkert viss að kreppa í Kína sé stórfelld ógn fyrir hagkerfi Bandaríkjanna.
  1. Það séu t.d. líkur á að kreppa í Kína, mundi leiða til launalækkana þar, annaðhvort með gengissigi Remnimbisins, eða vegna beinna launalækkana af völdum aukins atvinnuleysis. Sem væntanlega þíddi - - að bandarískir neytendur gætu keypt vörur frá Kína enn ódýrar.
  2. Síðan kaupir Kína ekki mikið beint frá Bandaríkjunum -- heldur er mun meir um að bandarísk fyrirtæki eigi sjoppur þar í landi sem framleiða beint fyrir Kína markað, eða til útflutnings til Bandaríkjanna, eða víðar.
  • Bandaríkin séu m.ö.o. ekki í þeim sama bát, og fjöldi landa sem hafa á seinni árum orðið mjög efnahagslega háð -- kínverska markaðinum.

Ég vil eiginlega meina, að Bandaríkin séu sennilega það land - sem mundi minnst finna fyrir kreppu í Kína.

En það má að auki nefna, að kreppa í Kína mundi sennilega -- lækka enn frekar öll hráefnaverð, þar á meðal verðlag á olíu og gasi.

  1. Hagkerfi sem selja lítið til Kína.
  2. En kaupa sjálf mikið af hrávöru að utan, ekki endilega bara olíu og gas.
  • Gætu alfarið sloppið við umtalsverðar neikvæðar efnahags-afleiðingar af hugsanlegri Kreppu í Kína.

Vegna þess, að enn lægri hrávöru-verð, mundu koma á móti einhverju hugsanlegu efnahagstjóni.

  • Og ef þau sömu lönd, kaupa mikið af varningi frá Kína.
  • Þá er líklegt að þau geti fengið þann varning á hagstæðara verði.

Þau lönd sem áberandi munu lenda verst í því - ef kreppa verður í Kína.
Verða að sjálfsögðu - þau sem eru háð sölu á hrávöru; ekki bara olía og gas, heldur málmar - "cash crops."

 

Niðurstaða

Ég er þar af leiðandi enn þeirrar skoðunar, að ef og verður af Kína kreppunni sem margir telja yfirvofandi. Þá sennilega sleppi Bandaríkin alfarið við það að verða sjálf toguð niður í kreppu-ástand.

Lönd sem séu háð því að selja varning eða hrávöru til Kína.
Verði fyrir efnahagstjóni.

Kreppa í Kína, gæti orðið sérdeilis hættuleg fyrir sumar olíuþjóðir - sem þegar búa við þröngar aðstæður --> Venesúela, Nígería, Írak -- koma til hugar sem lönd sem líkleg væru að lenda nánast strax í íll- eða óleysanlegum vanda.

Það yrði auðvitað áhugavert að fylgjast með innri málefnum Rússlands, þar sem þegar hefur orðið veruleg kjaraskerðing og fjölgun í stétt fátækra.
Saudi Arabía gæti hugsanlega að auki lent í vandræðum innanlands.

 

Kv.


Pólitísk réttarhöld framundan í Póllandi

Framundan virðist magnað sjónarspil - þ.e. réttarhöld yfir fyrrum ráðgjöfum þess forsætisráðherra Póllands er leiddi síðustu ríkisstjórn Póllands: Lech Kaczynski ordered the plane to land. Donald Tusk hefur í dag titilinn - forseti Leiðtogaráðs ESB.

  1. Ef ráðgjafar Donalds Tusk verða dæmdir - gæti það orðið Tusk ómögulegt að snúa aftur til Póllands.
  2. En Tusk sem sá forsætisráðherra Póllands er sat á undan þeim núverandi, án vafa hefur enn umtalsverðan pólitískan stuðning innan Póllands.

Spurning hvort að tilgangurinn sé -- að úthýsa hættulegum pólitískum andstæðingi?

"Poland will try five officials from the previous government over the 2010 Smolensk air crash that killed the country’s president,..."Among the dead was then-President Lech Kaczynski, twin brother of the Law and Justice party (PiS) leader Jaroslaw Kaczynski."

"A decision this week to embark on the first trial over the crash means Mr Tusk’s former chief of staff two of his aides while he was prime minister and two other former officials will face accusations of negligence in their arrangements for the doomed flight."

"Meanwhile, transcripts recovered from the plane’s black box suggested that the two pilots in command of the Polish Air Force Tupolev Tu-154 were placed under duress by senior officials on board, urging them to attempt to land despite the treacherous conditions."

"The charges against Tomasz Arabski, head of Mr Tusk’s chancellery at the time of the crash, allege that he failed to ensure specific rules for VIP journeys were in place for the flight."

 

Fyrir mér hljómar þetta sem nornaveiðar!

En Jaroslaw Kaczynski bróðir fyrrum forseta Póllands er fórst í flugslysinu í Smolensk í Rússlandi 2010 -- virðist hafa algerlega sannfært sjálfan sig um meinta sekt fyrri ríkisstjórnar Póllands -- sbr. “In a political sense, you bear 100 per cent of the responsibility for the catastrophe,” - orð er hann beindi að Tusk 2012 á pólska þinginu.

Samsæriskenningarnar virðast byggjast á því - að fram kemur í svarta kassa vélarinnar, að embættismenn er voru með um borð, beittu flugmenn fortölum um að gera aðra tilraun til að lenda vélinni - þrátt fyrir svarta þoku.

Síðan hefur Rússland þverneitað að afhenda brak vélarinnar til pólskra yfirvalda - sem virðist hafa gætt lífi í margvíslegar samsæriskenningar, allt yfir í að vélin hafi verið sprengd.

Rannsóknarniðurstöðu pólskra yfirvalda og rússneskra, voru á þá lund - að flugmennirnir hefðu gert mistök - pólsk yfirvöld vildu meina að rússn. flugleiðsögumenn hefðu einnig gert mistök.

  1. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort að réttarhöldin leiða til sektardóma.
  2. En ef svo, þá virkilega munu renna á mig tvær grímur - því að ásakanirnar á síðustu ríkisstjórn Póllands, virðast mér augljóslega gersamlega fáránlegar.
  3. Að ríkisstjórnin hafi getað borið einhverja hina minnstu ábyrgð á þeirri tragedíu sem slysið var -- mér virðist að Kaczynski bróðirinn, nú leiðtogi "Law and Justice Party" hafi látið eigin söknuð - leiða sig á villigötur.

Og sé nú að skipuleggja klárar nornaveiðar gegn þeirri ríkisstjórn Póllands er sat síðast.

 

Niðurstaða

Stjórnarhættir Jaroslaw Kaczynski -þó hann sitji ekki í stjórninni er hann leiðtogi stjórnarflokksins og virðist raunverulega ráða ferð- hafa vakið athygli. 1) Þ.e. að grafa undan valdi Stjórnlagadómstóls Póllands - þannig að það má vera að sá geti ekki lengur slegið af löggjöf sem stjórnin setur, vegna stjórnlagabrots. Vegna 2/3 reglu er var sett, ásamt því að nýja ríkisstjórnin skipaði 5 nýja dómara. 2) Svo hefur ríkisstjórnin sett ný lög, sem gera henni kleyft að reka blaðamenn ríkisfjölmiðla Póllands sem henni er í nöp við, sem ég geri ráð fyrir að þíði að stjórnin ætli að beita þeim - sem valdatæki stjórnarinnar. Að auki virðast fyrirhuguð lög, sem muni skerða frelsi blaðamanna almennt til þess að viðhafa gagnrýna umfjöllun - vegna hertrar meiðyrðalöggjafar, og nýs eftirlits aðila með fjölmiðlum sem sé fyrirhugaður er megi sekta fjölmiðil.

Þannig virðist dómsvaldið hafa verið veikt - og ríkistjórnin vera í sókn gegn fjölmiðlum landsins.
Síðan bætist við - - réttarhald, er getur reynst vera pólitískt réttarhald.

Miðað við þetta - þá eru mál farin að líkjast skipulegrði áætlun um að auka völd ríkisstjórnarinnar, samtímis og aðrar valdamiðjur í þjóðfélaginu eru veiklaðar, og leitast við að gera stjórnarandstöðu sem mest illmögulegt að starfa.

Ef Pólverjar gæta ekki að sér - gæti landið orðið að eins flokks einræði, með slíku áframhaldi.

 

Kv.


Orkumálaráðherra Rússlands hefur sagt Rússa tilbúna að ræða samræmda minnkun olíuframleiðslu við Saudi Arabíu

Það er vitað að hið lága olíuverð veldur löndum eins og Venesúela ásamt Nígeríu - umtalsverðum fjárhags vanda. Og þau hafa bæði kallað eftir því, að gripið verði til samræmdra aðgerða til að minnka framleiðslu - þannig að verð geti hækkað að nýju.

Fram að þessu hafa stjórnvöld Rússlands ekki sýnt neinn áhuga á slíku samstarfi, því er það áhugavert - að orkumálaráðherra Rússlands sé nú allt í einu að lísa yfir áhuga á að ræða hugsanlega minnkun framleiðslu við Saudi Arabíu.

Russia ready to discuss oil output cut with Opec

Eitt í þessu er að þetta getur bent til þess að vandræði þau sem hið ofurlága olíuverð í ár skapa fyrir Rússland - geti verið jafnvel enn meiri en haldið hefur verið fram að þessu!

En þ.e. ekki langt síðan að Pútín fyrirskipaði niðurskurð opinberra útgjalda - þó án þess að heimilt væri að snerta 3-stóra kostnaðarliði, sbr. útgjöld til hermála, útgjöld til ellilífeyrisþega, og útgjöld til stuðnings ofurauðugum einstaklingum sem refsiaðgerðir NATO landa beinast gegn.
Kannski gengur sá útgjaldaniðurskurður ekki nægilega vel - í ljósi þess að ekki megi snerta þessa 3-stóru kostnaðarlið.
Ef olíuverð hækkaði - mundi það strax draga úr vanda ríkissjóðs Rússlands.

  1. Hinn bóginn held ég að afskaplega ósennilegt sé að Saudi Arabía taki í mál að minnka framleiðslu að sinni - þó vel megi vera, að þar verði samþykkt að funda með fulltrúum Rússa.
  2. Ástæða sé -> Áform Írana um að auka sína framleiðslu um helming á þessu ári, stefnt að því að aukning verði komin fram ca. undir lok júlí nk.
  • Saudar líta sennilega ekki á þ.s. snjallan leik.
  • Að skuldbinda sig til að minnka framleiðslu - þegar annars vegar aukning í framleiðslu Írans er í farvatninu, og hins vegar enn ekki ljóst að hvaða marki áform Írana um magnaukningu koma til að rætast.

Það þíðir sennilega að Saudar verði ekki tilbúnir að ræða þessi mál af alvöru.
Fyrr en nk. haust ca. bout.

Sem þíði væntanlega að stjórnvöldum Rússland verði ekki á meðan mögulegt að bjarga sér úr fjárlagahalla vanda -- með því að leiða fram olíuverðs hækkun í samstarfi við OPEC.

 

Niðurstaða

Pútín virðist leitast við að láta átökin í Sýrlandi, þá staðreynd að Rússland og Saudi Arabía styðja sitt hvoran aðilann í þeim átökum -- ekki hindra það að samskipti Rússlands við Saudi Arabíu séu áfram til staðar.
Pútín hefur t.d. alls ekki beitt sér með sambærilegum hætti gegn Saudi Arabíu, og hann hefur í seinni tíð beitt sér gegn Tyrklandi.

Þarna koma bersýnilega til - olíuhagsmunir.
Að Rússar vilji ekki brenna brýr þar af leiðandi gagnvart Saudi Arabíu.

En það getur vart samt annað verið en að þau átök, skapi einhverja spennu í samskiptum - þó út á við láti stjórnvöld beggja landa lítt á því bera.

  • Ég hugsa að orkumálaráðherra Rússland muni ekki hafa erindi sem erfiði gagnvart stjórnvöldum Saudi Arabíu að sinni, varðandi samræmdar aðgerðir til að lyfta upp heims olíuverði.


Kv.


Hægri sinnaður pópúlismi virðist í vexti í Evrópu

Þetta verður eiginlega að nefna - pópúlísma - þegar flokkar einna lengt til hægri í pólitíska litrófinu; taka að láni hugmyndir/stefnur sem áður voru kenndar við - hreinræktaða vinstri flokka.

En þ.e. líka til neikvæðari túlkun - en t.d. fasisminn á Ítalíu, var með stefnu sem þeir kölluðu "corporatisma" - sem fól í sér mikil ríkisafskipti, en einnig að þeir ríkisvæddu verkalýðshreyfinguna, samtímis og önnur verkalýðsfélög voru bönnuð.

  • Ég held að megin fókus þeirra ríkisafskipta, og afskipta af málefnum verkalýðs - hafi snúist um að tryggja völd, sbr. enska orðið "control."

Það er þá spurning - - hver akkúrat fókus hreyfinga eins og Front Natiponale, hins nýja stjórnarflokks Póllands og auðvitað þess er hefur nú ráðið í Ungverjalandi um nokkurt árabil -- akkúrat er?

Þ.e. snýst þetta um að tryggja völdin?
Eða er eitthvað raunverulega að marka það, þegar þessi flokkar tala á þá lund, að þeir séu bestu vinir verkamanna - fátæka mannsins, o.s.frv?

Þetta sögðu fasistar Mussolini einnig.

Europe’s new right sounds like the old left - Grein eftir Anne Applebaum.

Það virðist m.ö.o. að hið nýja pópúlíska hægri - sé að stela atkvæðum af vinsti flokkum, með því að taka yfir atriði stefnu þeirra - - sbr. "þjóðnýting" - verja auknu fé til velferðarmála - halda ræður á 1. maí.
En á sama tíma, sé þetta umvafið - hörðum þjóðernissinnuðum tón, sbr. fókus þjóðnýtinga beint gegn erlendum fyrirtækjum og bönkum.

Reyndar botna ég alls - alls ekki í því, að Victor Orban sé að komast upp með að reka slíka stefnu, í meðlimalandi ESB - - þ.s. sömu reglur eiga að gilda og hér á Íslandi?

Ef Ísland færi að beita slíkum úrræðum - gegn erlendum aðilum, mundi eftirlitsstofnun EFTA hjóla í okkur Íslendinga á svip stundu.
Hvað eru stofnanir ESB að gera?
Þær eiga að vera að framfylgja sömu reglum!

  1. "Exhibit A is France’s National Front...the party, under Marine Le Pen’s leadership, has also taken over some of the symbols of the old left, as well as some of its economic policies." - "A few years ago, the party began holding rallies on May 1, the traditional international socialists’ holiday." - At one of those rallies in 2014, Ms Le Pen attacked the “draconian policy of austerity” that favoured “globalised elites at the expense of the people”." - "She and her colleagues have also denounced the “neoliberal” policies that supposedly unite the French left, the French right and the EU." - "Instead, the National Front wants to replace the “establishment” with a “muscular state” that taxes imports and nationalises foreign companies and banks."
  2. "In Hungary, the nationalisation of banks is not a distant ideal but a central part of the government’s programme. Viktor Orban, prime minister, has used punitive taxes and regulations to scare away foreign banks and has purchased others outright." - "His purpose, he says, is to give the Hungarian state more control over the country’s financial sector."
  3. Banks are also a target for Poland’s nationalist Law and Justice party, which has just brought in a hefty bank tax and has also called for the “re-Polonisation” of foreign banks and other foreign-owned companies." - "More important to its recent electoral victory, however, were promises of major increases in social spending."
  4. "The UK Independence party wants to spend £3bn on the National Health Service."
  5. "Nationalist parties in Denmark and Sweden also advocate an expanded welfare state, though only for native-born Danes and Swedes."

Höfum aftur í huga ábendinguna um -- völd!

  • Punkturinn er sá, að þegar Orban og nýir leiðtogar Póllands - verja þjóðnýtingarstefnu, beint gegn erlendum fyrirtækjum, á þeim grunni - að þeir séu að verja það sem þjóðlegt er/eða, að tryggja ríkinu aukin áhrif innan fjármálalífs landsins.
  • Þá getur raunverulegur fókus viðkomandi flokka - verið völd stjórnarflokksins sjálfs.
  • Að auki -- þá veitir þetta viðkomandi flokkum tækifæri til að veita mikilvægum stuðningsaðilum, pólitíska bitlinga - - sem óhætt er að segja að Pútín hafi gert, er hann þjóðnýtti fjölda fyrirtækja skömmu eftir 2003, en hefur notað þau sem skiptimynt - veitt umráð yfir þeim til vildarvina, sem styðja hann á móti. Þau fyrirtæki séu þar með þáttur í því að efla og viðhalda völdum Pútíns.

Stefna sem mundi í reynd snúast um að skipulega efla völd stjórnarflokksins, að veikja aðrar valdamiðjur í þjóðfélaginu með skipulegum hætti - væri einnig alveg í anda - fasismans sáluga á Ítalíu.

 

Niðurstaða

Það sem mér finnst eiginlega það magnaðasta sem fram kemur hjá Anne Applebaum - er ef þ.e. virkilega svo, að stjórnaflokkurinn í Ungverjalandi og stjórnarflokkurinn nýi í Póllandi -- séu virkilega að komast upp með að skipulega grafa undan mikilvægum þætti 4-frelsisins svokallaða; þ.e. - frelsi í viðskiptum --> Ásamt því ákvæði, sem Evrópudómstóllinn hefur margoft í fortíðinni dæmt um, bannið við mismunun.

Ég geri mér ekki fullkomna grein fyrir því - hvernig Orban fer að þessu.
En einhvern veginn, hlýtur hann að hafa samið lög með þeim hætti - að tæknilega brjóta þau ekki reglur, eða unnt er að hártoga að svo sé ekki -- þó að afleiðing þeirra sé sú að verið sé að úthýsa erlendum aðilum úr bankarekstri, og ríkið sé smám saman að taka yfir rekstur banka.

Þannig atriði ætti þó að vera unnt að senda yfir til Evrópudómstólsins - er á að hafa fulla heimild til þess, að úrskurða hvort um raunveruleg brot sé að ræða eða ekki.

Þ.e. auðvitað hugsanlegt, að aðilar innan stofnana ESB - hafi tekið þ.s. pólitíska ákvörðun, að líta í aðra átt -- til að styggja ekki Ungverjaland frekar, t.d. vegna annarra mikilvægra mála -- en ef svo er, þá þar með er verið að opna á að fleiri fylgi þeirri fyrirmynd - sbr. áform hinna nýju stjórnvalda Póllands, að feta svipaða stefnu.

Ef ekki er hnefinn settur í gólfið -- þá á einhverjum enda, hætta reglurnar að vera virtar - verða dauður bókstafur.

 

Kv.


Kína varar George Soros við því að gera tilraun til að fella kínverska gjaldmiðilinn

Það sem mér finnst merkilegast við þessa aðvörun - er að hún skuli vera sett fram. Ég meina - virkilega - kínverskum stjórnvöldum er greinilega órótt, en þetta hefði t.d. verið algerlega óhugsandi fyrir ári síðan.

Þeir sem ekki vita, þá er milljarðamæringurinn George Soros, alræmdur fyrir að fella gjaldmiðil Bretlands, pundið - á 10. áratugnum - - þegar staða pundsins var greinilega að veikjast vegna teikna um versnandi efnahag í Bretlandi.
**Soros tók sér stöðu gegn pundinu - - og pundið féll, og Soros græddi óhemju fé á því veðmáli.

China mouthpiece warns Soros against shorting renminbi

“Soros’s war on the renminbi and the Hong Kong dollar cannot possibly succeed — about this there can be no doubt,” - “Declaring war on China’s currency? Ha ha”.

  • Þessi aðvörun/hótun er sett fram með þeim hætti, að kínversk stjórnvöld geta auðveldlega afneitað henni.
  • Það er í sérstöku fréttablaði sem stjórnarflokkurinn í Kína gefur út - það hvað þar kemur fram, má þó sennilega treysta að komi beint frá flokknum sjálfum.

Sá sem talar með þessum hætti - er starfsmaður viðskiptamálaráðuneytis Kína, nánar tiltekið - sérfræðingur á vegum þess.

  1. Slíkt umtal, hefði getað komið frá breskum stjórnvöldum - vikum fyrir fall pundsins.
  2. En gjarnan tala stjórnvöld frekar hástemmt, þegar þau eru að gera tilraun til að - "bluffa." Sbr. ef þú veist að þú ferð með þvætting, ferðu með hann af meiri sannfæringarkrafti.

Ég vil meina - að þessi aðvörun komi fram - vegna þess að það sé raunhæfur möguleiki að gengisfella renminbið - með stórri stöðutöku.
Kínverskum stjórnvöldum sé órótt - vegna þess að þau vita af því.

En vandinn við það að setja slíkan málflutning fram, er að markaðurinn hefur -eftir allt saman- séð þetta áður.
Það hefði verið betra, að hafa sleppt þessu alveg.

Markaðurinn sennilega túlki það sem - veikleikamerki.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert ef kínverskum stjórnvöldum er farið að verða órótt vegna hugsanlegra stöðutaka áhrifamikilla fjármálamanna gegn renminbi-inu. Það kannski sýnir, að veikleikamerki þau sem margir telja sig sjá á kínverska hagkerfinu - séu engin tálsýn. Heldur séu þau mjög raunveruleg!

 

Kv.


Rouhani í innkaupaleiðangur til Evrópu

Fólk kannast við þetta, er það fer til útlanda til að kaupa - snýr síðan baka með fullar töskur.
Á hinn bóginn eru upphæðir þær sem kaup Rouhani forseta Írans snúast um, öllu hærri en hjá meðal Jóninum - og hann er að versla sér inn töluvert annað en - föt.

Fyrsta stopp var í Róm: Deals and warms words flow as Iranian president visits Europe

  1. "...a pipeline contract worth between $4 billion and $5 billion for oil services group Saipem (SPMI.MI),...
  2. ...up to 5.7 billion euros in contracts for Italian steel firm Danieli (DANI.MI)...
  3. ...and up to 4 billion euros of business for infrastructure firm Condotte d'Acqua.

Mig grunar að þetta snúist allt um fyrirætlan Írana, að auka framleiðslu á þessu ári um - tja - helming fyrir lok júlí.
Það passi allt - þ.e. samningur um heilan helling af pípum - það þarf augljóslega helling af stáli - og væntanlega er margt í ferlinu frá olíulind til strandar sem þarf að lagfæra.

Næsta stopp kvá vera París - - ekki liggur enn fyrir lýsing á innkaupum Rouhani þar, fyrir utan eitt atriði: Iran plans to buy 114 Airbus jets

Af Airbus flugvélaverksmiðjunum - - en gríðarleg uppsöfnuð þörf er fyrir endurnýjun flugflota Írana í innanlandsflugi, og ég vænti einnig - ef flugfélög í eigu Írana vilja fljúga út fyrir landsteina.

Það mundi ekki koma mér á óvart -- ef Rouhani einnig undirritar samninga við frönsk fyrirtæki er tengjast orku-iðnaði, t.d. svokölluð - þjónustufyrirtæki.
Þannig að frönsk fyrirtæki fái einnig sinn skerf!

PSA samsteypan franska þ.e. Peugeot og Citroen, hefur áður kynnt fyrirætlanir um að verja fjármagni, til að bæta og auka við bifreiðaframleiðslu samstarfsfyrirtækis PSA í Íran.

Rouhani var að sögn frétta - tekið með kostum og kinjum í Róm.
Og fær örugglega ekki verri móttökur í Paris.

Enda eftir allt saman er hann í -- innkaupaferð.
Þú kemur ekki illa fram við þann -- sem ætlar að eyða pening.

 

Niðurstaða

Þ.e. greinilegt að Rouhani ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. Að honum og stjórnvöldum Írans - er fullkomin alvara með þeim fyrirætlunum, er þau hafa kynnt fyrir alþjóðasamfélaginu. Að auka olíuframleiðslu á þessu ári um helming. Og ekki síður, að þróa sitt hagkerfi.

Það kemur síðar meir í ljós - hvort það allt saman gengur upp hjá þeim.


Kv.


Michael Bloomberg - gæti fengið mjög mikið af atkvæðum, ef Donald Trump og Bernie Sanders verða frambjóðendur Repúblikana og Demókrata

Umtalaðasta málið í Bandaríkjunum í pólitík sl. helgi, kvá hafa verið spurningin um framboð Michael Bloombergs - borgarstjóra Newyork - sem óháður frambjóðandi.

File photo of former New York City mayor Michael Bloomberg speaking during a news conference at City Hall in New York, September 18, 2013.  REUTERS/Brendan McDermid . SAP is the sponsor of this coverage which is independently produced by the staff of Reuters News Agency.

  1. Ef maður íhugar við hvaða aðstæður Bloomberg fengi flest atkvæði, þá er óska staða hans augljóslega á móti Trump og Sanders.
  2. En bæði Sanders og Trump - eru utan við miðju stjórnmála í Bandaríkjunum, þ.e. hina hefðbundnu miðju - hvorugur talar máli klassísks frjálslyndis.

Það áhugaverða er að, Bloomberg - hefur varið milljónum dollara nokkur sl. ár, í baráttu fyrir - auknu eftirliti með byssueign, og auknum takmörkunum fyrir því hver má kaupa byssur.
Á sama tíma, hefur - Sanders, í nokkur skipti kosið með félagi byssu-eigenda í Bandaríkjunum, þegar deilur hafa komið upp á Bandar.þingi um byssulögjöf.

Bloomberg má sennilega með réttu, kalla - hófsaman hægri mann.
Stuðningsmaður - viðskiptafrelsis og alþjóðasamskipta.

Trump - gæti ógnað alþjóðasamskiptum Bandaríkjanna.
Sanders - er klárlega andvígur frekari áherslu á viðskiptafrelsi.

Trump - miðað við hvernig hann talar, gæti einnig reynst feta slíka slóð, en þá út frá þjóðernis sinnaðri stefnu - er gæti leitt Bandaríkin inn í viðskiptastríð, t.d. við Kína.

Miðað við það hvernig Trump talar - gæti hann leitt Bandaríkin inn í nýtt tímabil, aukinna átaka Bandaríkjanna við önnur lönd.

Meðan að Sanders væri ekki líklegur til að feta slíkar slóðir -- er talar hann gjarnan sem andstæðingur stærri fyrirtækja, og sérstaklega talar hann gegn milljarðamæringum.
________________________

Ef Hillary Clinton fer fyrir Demókrata - - litu mál öðruvísi út.
En þá gæti Bloomberg, reitt fylgi af frú Clinton - - þannig tryggt kjör Trumps.

Miðað við almenn viðhorf Bloombergs.
Virðist ekki mjög sennilegt að hann fari fram - ef Clinton er frambjóðandi Demókrata!

Honum aftur á móti virðist uppsigað við Trump og Sanders.
Hann vill örugglega - hvorugan þeirra í Hvíta húsið.

  1. Það merkilega er - - að það gæt alveg verið að Bloomberg hafi raunhæfa möguleika á því að vinna gegn Trump og Sanders.
  2. Þannig verða fyrsti forseti Bandaríkjanna - kjörinn utan flokkakerfisins.

Það sé vegna þess, að hann líklega nær samtímis í fylgi frá Repúblikunum og Demókrötum, í því tilviki er það verður Trumps/Sanders.

Hann -eins og Trump- virðist hafa næga peninga til að fjármagna sína kosningabaráttu.
Og ef þessi óskastaða hans skapast, þ.e. Trump/Sanders - - þá get ég vel trúað, að mjög margir sterk-efnaðir, snúi sér að hans framboði.

Vanalega í Bandaríkjunum - vinna best fjármögnuðu kosningabarátturnar.

 

Niðurstaða

Það skyldi þó aldrei verða, að næsti forseti Bandaríkjanna verði Michael Bloomberg? Kjörinn sem óháður - að ég held, þá fyrsti utan flokka kjörni forseti Bandaríkjanna - a.m.k. síðan George Washington varð fyrsti forseti Bandaríkjanna - áður en flokka kerfi myndaðist.

 

Kv.


Grikklandi hent fyrir úlfana - flóttamannanýlenda Evrópu afhjúpast

Ég sá eftirfarandi frétt á vef Financial Times: EU considers ringfencing Greece to stop flow of migrants.

"The European Commission and Berlin are ready to back the proposal to aid Macedonia, a non-EU country, that would in effect isolate Greece, a fellow member-state that is economically fragile and already overwhelmed with migrants."

"The Commission dispatched a team of officials to the region this week to assess what personnel and equipment Macedonia would need to strengthen controls at the border with Greece.

"Mujtaba Rahman, an analysis at Eurasia Group, the risk consultancy, said: “Pressure is building to ringfence Greece to keep refugees there, as other EU migration policies are failing. With this move Europe is essentially forcing Greece out of Schengen.”"

Búlgaría - hafði víst þegar lokað sínum landamærum gagnvart Grikklandi.

http://www.mapsofworld.com/greece/maps/greece-map.gif

Það virðist blasa við skv. þessu - að Grikkland verði að risastórum flóttamannabúðum!

Ég hef hingað til hlegið að hugmyndum þess efnis --> Að flóttamenn mundu taka yfir Evrópu.
Enda íbúafjöldi Evrópu milli 500-600 milljónir.

  1. En Grikkland hefur bara 11 milljón íbúa, rétt tæplega þó.
  2. Það er því vel unnt að sjá það fyrir sér - að innan 10 ára, yrðu nokkrar milljónir flóttamanna innan Grikklands.
  3. Og að það væri raunverulega - virkilega, að valda mjög stórfelldri samfélags krísu innan Grikklands.

Og einhvern veginn grunar mig - að N-Evrópa ætli áfram að heimta fullar greiðslur skulda Grikklands -- "Nein" - engar afskriftir.

En ég sé ekki hvernig menn ætlast til þess, að grískt samfélag hangi saman - með slíkan straum.

Og þ.e. bara lok og læs - frá hinum þjóðunum.
Og þær allar hafna því, að deila vanda Grikklands.

  1. Er ekki þarna komin - hin fullkomna uppskrift að ...
  2. ... því að, þvinga Grikki nánast til að kjósa - ný nasista næst?

Ég sé ekki annað en - að þetta valdi stórfelldum hamförum fyrir grískt samfélag.
Sem sl. ár hefur verið undir gríðarlegum þrýstingi granna sinn frá Norðri - - að lækka laun, draga saman seglin --> Með um 23% efnahags samdrátt, er ljóst að þarna hefur verið mesti útgjaldaniðurskurður í nokkru vestrænu landi, um áratugi a.m.k.

Nú kemur þetta viðbótar álag!

Ég sé ekki að það bæti nokkuð fyrir Grikkland - að segja sig úr Schengen, en meðan Grikkland er enn formlega í kerfinu, hefur það - löglegar leiðir til umkvartana; og getur hugsanlega leitað til Evrópudómsólsins, ef það telur að hin ríkin brjóti á sér.
Og það mundi ekki endilega leiða það fram, að flóttamennirnir mundu hætta að koma.

 

Niðurstaða

Þetta hefur kannski blasað við um nokkra hríð - að Grikklandi verði hent fyrir úlfana. N-Evr. þjóðirnar sem kvarta undan því að Grikkir séu lélegir að stjórna sínum landamærum - - eiga sjálfar verulega sök; því þær hafa þvingað Grikkland í þ.s. sennilega er mesti útgjalda niðurskurður nokkurrar vestrænnar þjóðar í áratugi.

Samtímis ætlast þær enn til að Grikkir endurgreiði skuldir sem þeir ekki geta greitt - heimta að gríska ríkið noti allt sitt fé til slíkra hluta, sem ekki þarf til -- grunnþjónustu.

Þar af leiðir --> Að gríska ríkið á ekkert fé aflögu.
Til að styrkja varnir gegn straumi flóttamanna.

Og einhvern veginn - - grunar mig að um leið og þær nú henda Grikklandi fyrir úlfana, þá ætlist þær áfram til -- fullrar greiðslu; þó við blasi að ef þessi stefna nær framgangi, þá blasi við innan sennilega nk. áratugar, samfélagshrun í Grikklandi -- sennilega alvarleg samfélags átök, þannig að allar grískar skuldir verði fyrir rest - raunverulega verðlausar.

  • Þær í reynd - svipta Grikkland möguleikanum til að bjarga sér.
    Samtímis og þær álasa Grikklandi - fyrir að leysa ekki vandann.
    Ætlra síðan að refsa Grikklandi - fyrir að geta ekki það ómögulega, þ.e. ráðið við flóttamannavandann, samtímis greitt allt það hvað sem gríska ríkið skuldar þeim.

Sorgleg meðferð á gríska þjóðríkinu.

En því má bæta við að auki, að Grikkland mun ekki geta stutt að neinu ráði við það fólk, sem mun streyma til Grikklands - þannig að þá verður væntanlega algert volæði í búðum þar; og þar með geta þær orðið -perfect- gróðrarstía fyrir hættulegar öfgar.

 

Kv.


Niðurstaða breskrar réttarrannsóknar, Vladimir Putin hafi fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko í London 2006

Ég skal láta liggja milli hluta - hvort að niðurstaða bresku rannsóknarinnar er nákvæmlega rétt, sjá hlekki á fréttir - en erfitt er að neita því að böndin berast að stjv. Rússl:

Russia's Putin probably approved London murder of ex-KGB agent Litvinenko: UK inquiry

Litvinenko inquiry: report points finger at Vladimir Putin

Áhugaverðar staðreyndir um Polonium 210

  1. Þetta er alveg ótrúlega banvænt efni - einungis 1 - míkrógramm, er banvænn skammtur, ef viðkomandi neytir þess í vökva eða mat!
  2. Gufur af efninu, ef þeim er andað að - þá duga 10 - nanógrömm, til að drepa.
  3. Tæknilega getur eitt gramm af efninu - "One gram of 210Po could thus in theory poison 20 million people of whom 10 million would die."

Efnið drepur með því - að líkami viðkomandi verður fyrir geislamengun.
Geislun sem efnið gefur frá sér - er svo mikil, að þessir örlitlu skammtar duga, til þess að sérhver einstaklingur er verður fyrir banvænum skammti, deyr af geislaveiki.

  1. Á sama tíma, er mjög auðvelt að ferðast með þetta efni - - því ef þ.e. í algerlega lokuðu íláti -þá gerir það ekkert- þ.s. að geislun þess, er einungis í formi svoallaðra -alfa bylgja- sem komast ekki í gegnum ílát, meira að segja þau sem einungis eru úr glasi og með venjulegum tappa.
  2. Þannig að unnt er að ferðast með efnið, í lokuðu íláti - og geislanemar á flugvöllum nema það ekki - -> En það verður gríðarlega hættulegt, um leið og glasið er opnað - því þá fer það að gufa strax upp, og ef "morðinginn" þekkir ekki á notkun þess, gæti hann sjálfur fengið hættulega - geislun, ef efnið berst inn í líkama hans með innöndun.
  3. En vegna eðlis geislunar efnisins - verður það einungis hættulegt, um leið og það berst inn í líkamann -- þá fer alfa geislunin, að geislamenga vefi líkamans - drepa frumur - eyðileggja líffæri, smám saman veslast viðkomandi upp og deyr.

Sjá Wikipedia hlekk: Poisoning of Alexander Litvinenko

  1. Íbúðin hans, Alexander Litvinenko, varð það geislamenguð - vegna þess að líkami hans gaf efnið frá sér, þegar hann svitnaði -- að loka varð henni í 6-mánuði.
  2. Lík hans var síðan svo hættulegt - að gera varð sérstakar öryggisráðstafanir er það var krufið - þ.e. læknar klæddir frá hvirfli til ilja í geislabúninga.
  3. Bíll sem honum var ekið í, á sjúkrahús - honum var hennt, vegna mengunar.
  4. Fólk sem annaðist hann á sjúkrahúsinu, varð að fara í sérstaka rannsókn, til að athuga hvort það hefði orðið fyrir mengun af sjúklingnum.

Alexander Litvinenko virðist hafa orðið fyrir banvæna skammtinum - er hann hitti 2-Rússa Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, fyrrum KGB meðlimi, á Millenium hótelinu við Grosvenor torg, en lögreglurannsókn fann bolla þar - sem eftir rannsókn, reyndist innihalda enn örlítið af Polonium 210.

Frekari rannsókn, leiddi til þess, að vart varð við - Polonium agnir - í mjög litlu magni í þegar slóð þeirra, Lugovoy og Kovtun, var rakin.

Að auki varð vart við agnir af polonium í 4-flugum - - þ.e. "BA875 and BA873 from Moscow to Heathrow on 25 and 31 October" - og öðrum tveim "BA872 and BA874 from Heathrow to Moscow on 28 October and 3 November."

Rússnesk stjórnvöld - - hafa engar skýringar veitt á þessari slóð, sem fannst í flugvélunum á leið til London, og síðan á leið til Moskvu.

Það að polonium slóð finnst í tengslum við ferðir, Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, bæði til London - og síðan aftur til Moskvu, og að hún finnst einnig á hótelinu - þ.s. þeir hittu Litvinenko. Auk þess finnst bolli á sama hóteli - er greinilega var enn með litlu magni af Polonium.

  1. Bendir sterklega til þess að þeir hafi eitrað fyrir Litvinenko.
  2. Síðan er ein áhugaverð staðreynd enn, sú - - að 97% heimsframleiðslu á Polonium 210, er í Rússlandi - "The production of polonium starts from bombardment of bismuth (209Bi) with neutrons at the Ozersk nuclear reactor, near the city of Chelyabinsk in Russia." - "The product is then transferred to the Avangard Electromechanical Plant in the closed city of Sarov."

Þannig að langsamlega besti aðgangur í heiminum að Polonium 210 - er í Rússlandi sjálfu.
Efnið er það hættulegt - að einungis sérþjálfaðir einstaklingar geta beitt því, án þess að bíða sjálfir bana. Líklegustu morðingjarnir fyrrum KGB menn.

Alexander Litvinenko hafði flúið Rússland - var sjálfur fyrrum KGB.
Hann var með harðar ásakanir gegn stjórnvöldum Rússlands, Pútín sérstaklega.
Það er dálítið leitun að aðilum - með ástæður til að myrða, Alexander Litvinenko, þegar KGB eða FSB sleppi - og rússneskum stjórnvöldum.

En Vestræn stjórnvöld höfðu enga hagsmuni af því að láta drepa hann - þ.s. hann vildi ólmur vinna með þeim, og vann að rannsókn mála - sem hann sagði afhjúpa meinta stórfellda glæpi rússneskra stjórnvalda, og Pútíns sérstaklega.

Engar smáræðis ásakanir:

"Alexander Litvinenko was a former officer of the Russian Federal Security service who escaped prosecution in Russia and received political asylum in Great Britain. In his books, Blowing up Russia: Terror from Within and Lubyanka Criminal Group, Litvinenko described Russian president Vladimir Putin's rise to power as a coup d'état organised by the FSB. He alleged that a key element of the FSB's strategy was to frighten Russians by bombing apartment buildings in Moscow and other Russian cities.[8] He accused Russian secret services of having arranged the Moscow theater hostage crisis, through their Chechen agent provocateur, and having organised the 1999 Armenian parliament shooting.[9] He also stated that the terrorist Ayman al-Zawahiri was under FSB control when he visited Russia in 1997."

Auðvitað ef hann var innanbúðar maður í KGB/FSB - þá gat hann hafa vitað margt, sem hvergi kom fram opinberlega.
Það er auðvitað sérstakt - - að hann skuli síðar myrtur með svo óvenjulegum hætti.
Með eytri sem er þetta hættulegt í noktun fyrir sjálfa morðingjana.

Það kannski - - gefur þessum einstöku ásökunum, einhverjan byr í seglin!
Því að - - Polonium 210, er það hættulegt, að enginn aukvisi getur nálgast það.

En leyniþjónusta ætti vel vera fær um slíkt!

 

Niðurstaða

Mjög margt virðist benda til þess - að annaðhvort innanbúðar menn í leyniþjónustu Rússlands, hafi látið myrða Alexander Litvinenko - það þarf ekki endilega hafa verið skipun Pútíns; meðlimir KGB/FSB geta hafa litið hann - svikara við málstaðinn, þannig séð.

En hafandi í huga að Pútín sjálfur var KGB foringi, hátt settur - þá finnst manni alveg ágætlega koma til greina, að slíkt plott hafi ekki fengið að fara áfram; nema að koma inn á hans borð.

Þó það verði sennilega aldrei sannað - - en næsta víst a.m.k. virðist að Poloniumið hafi komið frá Rússlandi - og það hafi verið 2-fyrrum KGB meðlimir, sem frömdu morðið.

 

Kv.


Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum

Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.

Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto

Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System

Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet

New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system

 

Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!

Plane Nine

En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.

  1. Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
  2. Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
  3. Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
  4. Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
  • Til þess að framkalla þetta samhengi.
  • Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.

Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.

  1. Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
  2. Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.

 

Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd

Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!

Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.

Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.

  • En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.

Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!

 

Hvað á ég við um órafjarlægðir?

Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.

Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.

  1. Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
  2. Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
  3. Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
  4. Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.

Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!

Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!

 

Niðurstaða

Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.

En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.

Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.

Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.

  • En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.


Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband